Frægir gítarleikarar á djasshátíð 27. ágúst 2008 07:00 Gítarleikarinn Björn Thoroddsen verður gestgjafi í gítarveislunni sem verður haldin í Háskólabíói. Japanski gítarleikarinn Kazumi Watanabe og hinn belgíski Philip Catherine koma fram á gítarveislu Jazzhátíðar í Háskólabíói annað kvöld, 28. ágúst. Watanabe er afar hátt skrifaður bæði í heimalandi sínu og í hinum alþjóðlega gítarheimi. Hefur hann verið kostinn besti djassleikari ársins í 24 ár samfleytt í japanska tímaritinu Swing Journal. Catherine, sem hefur áður heimsótt Ísland, hefur verið í fremstu röð gítarleikara heims um árabil. Magnús Eiríksson og Þórður Árnason mæta einnig til leiks í gítarveislunni, þar sem Björn Thoroddsen verður gestgjafi. Björn er þessa dagana að ganga frá þriggja diska samningi við útgáfufyrirtæki í Mexíkó með íslensk/dönsku hljómsveit sína Svare/Thoroddsen, auk þess sem hann spilaði nýlega í Kanada við góðar undirtektir. Í tilefni gítarveislunnar í Háskólabíói ætla Jazzhátíð og Tónastöðin að efna til happdrættis meðal tónleikagesta og hlýtur heppinn áheyrandi nýjan gítar í verðlaun, en dregið verður úr seldum miðum á tónleikunum. Tengdar fréttir Skrapp út fær góða dóma Kvikmyndin Skrapp út fær góða dóma á heimasíðu hins virta bandaríska kvikmyndatímarits Variety. „Þetta er hæglát og sniðug gamanmynd um hassreykjandi íslenskt ljóðskáld, skrítna vini hennar og fjölskyldu. Skrapp út er lítil og skemmtileg mynd sem er uppfull af töfrandi augnablikum," segir í umfjöllun tímaritsins. „Leikstjórinn Sólveig Anspach sýnir meðfædda hæfileika fyrir hversdagslegu gríni og myndin gæti hitt í mark hjá almenningi fái hún góða dreifingu og gott umtal." 26. ágúst 2008 03:30 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Japanski gítarleikarinn Kazumi Watanabe og hinn belgíski Philip Catherine koma fram á gítarveislu Jazzhátíðar í Háskólabíói annað kvöld, 28. ágúst. Watanabe er afar hátt skrifaður bæði í heimalandi sínu og í hinum alþjóðlega gítarheimi. Hefur hann verið kostinn besti djassleikari ársins í 24 ár samfleytt í japanska tímaritinu Swing Journal. Catherine, sem hefur áður heimsótt Ísland, hefur verið í fremstu röð gítarleikara heims um árabil. Magnús Eiríksson og Þórður Árnason mæta einnig til leiks í gítarveislunni, þar sem Björn Thoroddsen verður gestgjafi. Björn er þessa dagana að ganga frá þriggja diska samningi við útgáfufyrirtæki í Mexíkó með íslensk/dönsku hljómsveit sína Svare/Thoroddsen, auk þess sem hann spilaði nýlega í Kanada við góðar undirtektir. Í tilefni gítarveislunnar í Háskólabíói ætla Jazzhátíð og Tónastöðin að efna til happdrættis meðal tónleikagesta og hlýtur heppinn áheyrandi nýjan gítar í verðlaun, en dregið verður úr seldum miðum á tónleikunum.
Tengdar fréttir Skrapp út fær góða dóma Kvikmyndin Skrapp út fær góða dóma á heimasíðu hins virta bandaríska kvikmyndatímarits Variety. „Þetta er hæglát og sniðug gamanmynd um hassreykjandi íslenskt ljóðskáld, skrítna vini hennar og fjölskyldu. Skrapp út er lítil og skemmtileg mynd sem er uppfull af töfrandi augnablikum," segir í umfjöllun tímaritsins. „Leikstjórinn Sólveig Anspach sýnir meðfædda hæfileika fyrir hversdagslegu gríni og myndin gæti hitt í mark hjá almenningi fái hún góða dreifingu og gott umtal." 26. ágúst 2008 03:30 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Skrapp út fær góða dóma Kvikmyndin Skrapp út fær góða dóma á heimasíðu hins virta bandaríska kvikmyndatímarits Variety. „Þetta er hæglát og sniðug gamanmynd um hassreykjandi íslenskt ljóðskáld, skrítna vini hennar og fjölskyldu. Skrapp út er lítil og skemmtileg mynd sem er uppfull af töfrandi augnablikum," segir í umfjöllun tímaritsins. „Leikstjórinn Sólveig Anspach sýnir meðfædda hæfileika fyrir hversdagslegu gríni og myndin gæti hitt í mark hjá almenningi fái hún góða dreifingu og gott umtal." 26. ágúst 2008 03:30