Hefjum upp umræðuna 3. október 2009 06:00 Viðbrögð stjórnmálamanna, sér í lagi sjálfstæðismanna, við úrskurði mínum um Suðvesturlínu endurspeglar því miður þá umræðu sem oftar en ekki verður um umhverfismál hér á landi. Ég taldi þá umræðu tilheyra tímanum fyrir það samfélagshrun sem varð fyrir ári. Það hrun má að mörgu leyti rekja til þess að sérhagsmunir voru teknir fram fyrir almannahagsmuni og stjórnvöld gáfu sér ekki nægilegan tíma til að meta áhrif þeirra ákvarðana sem teknar voru. Það gleymdist að horfa til framtíðar. Ummæli sem fallið hafa um þetta mál dæma sig sjálf og endurspegla aðeins rökleysi þeirra sem grípa til orða eins og skemmdaverk og hryðjuverkaárás. Í úrskurði mínum komst ég að þeirri niðurstöðu að nokkur atriði tengd þessu máli væru alls ekki nægilega vel upplýst til að hægt væri að taka endanlega ákvörðun um það hvort Suðvesturlína ætti að fara í sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum. Vegna þessara annmarka ákvað ég að fela Skipulagsstofnun að skoða málið betur. Það er skylda mín sem ráðherra að sjá til þess að mál séu nægilega vel upplýst áður en ég kemst að endanlegri niðurstöðu í svona mikilvægu máli. StöðugleikasáttmálinnÍ umræðu í fjölmiðlum hefur verið vísað til þess að ákvörðun mín fari gegn stöðugleikasáttmálanum og að miklar tafir verði á framkvæmdum tengdum álverinu í Helguvík. Ég er þess fullviss að engin þeirra sem kom að gerð stöðugleikasáttmálans hafi haft það í huga að afsláttur yrði gefinn á lögum um mat á umhverfisáhrifum til að flýta fyrir framkvæmdum. Markmið laganna er að tryggja að umhverfisáhrif framkvæmda hafi verið metin áður en leyfi er veitt fyrir þeim, draga eins og kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum þeirra og stuðla að samvinnu þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta eða láta sig málið varða. Síðast en ekki síst er markmið laganna að kynna umhverfisáhrif framkvæmda fyrir almenningi og stuðla að því að almenningur komi að athugasemdum og upplýsingum áður en ákvarðanir eru teknar. Með því að óska eftir nánari upplýsingum frá Skipulagsstofnun tel ég mig hafa verið að gæta þess að allar upplýsingar liggi fyrir svo að ég og allir hagsmunaaðilar, almenningur þar á meðal, geti gert sér grein fyrir umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. ÓvissuþættirÞá hefur verið látið að því liggja að með úrskurði mínum sé ég að tefja framkvæmd verkefnisins og þar með að koma í veg fyrir uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum. Þetta er beinlínis rangt. Óvissuþættir varðandi framkvæmdina í Helguvík eru fjölmargir, svo sem orkuöflun og fjármögnun. Orka er að mestu tryggð fyrir 180.000 tonna álver en hins vegar er gert ráð fyrir að álverið verði 360.000 tonn í fullri stærð. Fátt er fast í hendi varðandi orkuöflun álversins í fullri stærð. Enn er ekki vitað hvaðan sú orka á að koma eða hvort hún sé yfir höfuð til. Ekki þarf að fara mörgum orðum um stöðu orkufyrirtækja og möguleika þeirra til að fá fjármagn til framkvæmda. Það var því ekki úrskurður minn sem setti þetta mál í uppnám, heldur er mörgum öðrum spurningum ósvarað um framkvæmdina. Þau gildi sem núverandi ríkisstjórn hefur að leiðarljósi í störfum sínum eru m.a. aukið lýðræði, opnari stjórnsýsla, aukið gagnsæi og sjálfbær þróun. Í þessu felst að allar ákvarðanir stjórnvalda verða að hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi, líka þeirra sem erfa munu landið. Ég legg því til að við sem tökum ákvarðanir sem hafa áhrif á komandi kynslóðir ræðum um umhverfismál eins og fullorðið fólk án þess að fara í þann skotgrafahernað sem allt of lengi hefur einkennt málaflokkinn. Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Viðbrögð stjórnmálamanna, sér í lagi sjálfstæðismanna, við úrskurði mínum um Suðvesturlínu endurspeglar því miður þá umræðu sem oftar en ekki verður um umhverfismál hér á landi. Ég taldi þá umræðu tilheyra tímanum fyrir það samfélagshrun sem varð fyrir ári. Það hrun má að mörgu leyti rekja til þess að sérhagsmunir voru teknir fram fyrir almannahagsmuni og stjórnvöld gáfu sér ekki nægilegan tíma til að meta áhrif þeirra ákvarðana sem teknar voru. Það gleymdist að horfa til framtíðar. Ummæli sem fallið hafa um þetta mál dæma sig sjálf og endurspegla aðeins rökleysi þeirra sem grípa til orða eins og skemmdaverk og hryðjuverkaárás. Í úrskurði mínum komst ég að þeirri niðurstöðu að nokkur atriði tengd þessu máli væru alls ekki nægilega vel upplýst til að hægt væri að taka endanlega ákvörðun um það hvort Suðvesturlína ætti að fara í sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum. Vegna þessara annmarka ákvað ég að fela Skipulagsstofnun að skoða málið betur. Það er skylda mín sem ráðherra að sjá til þess að mál séu nægilega vel upplýst áður en ég kemst að endanlegri niðurstöðu í svona mikilvægu máli. StöðugleikasáttmálinnÍ umræðu í fjölmiðlum hefur verið vísað til þess að ákvörðun mín fari gegn stöðugleikasáttmálanum og að miklar tafir verði á framkvæmdum tengdum álverinu í Helguvík. Ég er þess fullviss að engin þeirra sem kom að gerð stöðugleikasáttmálans hafi haft það í huga að afsláttur yrði gefinn á lögum um mat á umhverfisáhrifum til að flýta fyrir framkvæmdum. Markmið laganna er að tryggja að umhverfisáhrif framkvæmda hafi verið metin áður en leyfi er veitt fyrir þeim, draga eins og kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum þeirra og stuðla að samvinnu þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta eða láta sig málið varða. Síðast en ekki síst er markmið laganna að kynna umhverfisáhrif framkvæmda fyrir almenningi og stuðla að því að almenningur komi að athugasemdum og upplýsingum áður en ákvarðanir eru teknar. Með því að óska eftir nánari upplýsingum frá Skipulagsstofnun tel ég mig hafa verið að gæta þess að allar upplýsingar liggi fyrir svo að ég og allir hagsmunaaðilar, almenningur þar á meðal, geti gert sér grein fyrir umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. ÓvissuþættirÞá hefur verið látið að því liggja að með úrskurði mínum sé ég að tefja framkvæmd verkefnisins og þar með að koma í veg fyrir uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum. Þetta er beinlínis rangt. Óvissuþættir varðandi framkvæmdina í Helguvík eru fjölmargir, svo sem orkuöflun og fjármögnun. Orka er að mestu tryggð fyrir 180.000 tonna álver en hins vegar er gert ráð fyrir að álverið verði 360.000 tonn í fullri stærð. Fátt er fast í hendi varðandi orkuöflun álversins í fullri stærð. Enn er ekki vitað hvaðan sú orka á að koma eða hvort hún sé yfir höfuð til. Ekki þarf að fara mörgum orðum um stöðu orkufyrirtækja og möguleika þeirra til að fá fjármagn til framkvæmda. Það var því ekki úrskurður minn sem setti þetta mál í uppnám, heldur er mörgum öðrum spurningum ósvarað um framkvæmdina. Þau gildi sem núverandi ríkisstjórn hefur að leiðarljósi í störfum sínum eru m.a. aukið lýðræði, opnari stjórnsýsla, aukið gagnsæi og sjálfbær þróun. Í þessu felst að allar ákvarðanir stjórnvalda verða að hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi, líka þeirra sem erfa munu landið. Ég legg því til að við sem tökum ákvarðanir sem hafa áhrif á komandi kynslóðir ræðum um umhverfismál eins og fullorðið fólk án þess að fara í þann skotgrafahernað sem allt of lengi hefur einkennt málaflokkinn. Höfundur er umhverfisráðherra.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar