Framtíð íslenskra fjölmiðla Katrín Jakobsdóttir skrifar 15. maí 2010 11:16 Eitt af því sem tekið er til umfjöllunar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er þáttur fjölmiðla í aðdraganda hrunsins. Í siðfræðihluta skýrslunnar segir að fjölmiðlar leiki „lykilhlutverk í lýðræðissamfélagi með því að upplýsa almenning, vera vettvangur þjóðfélagsumræðu og veita aðhald þeim öflum sem vinna gegn almannahag." Er það niðurstaða skýrsluhöfunda að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki staðið nægjanlega vel undir þessu hlutverki. Í lokin eru dregnir fjórir lærdómar, þ.e. ábendingar um nauðsynlegar úrbætur á íslensku fjölmiðlaumhverfi: • Leita verður leiða til að efla sjálfstæða og hlutlæga fjölmiðlun með því að styrkja bæði fagleg og fjárhagsleg skilyrði fjölmiðlunar. • Styrkja þarf sjálfstæði ritstjórna og setja eignarhaldi einkaaðila á fjölmiðlum hófleg mörk. Skylt ætti að vera að upplýsa hverjir séu eigendur fjölmiðla á hverjum tíma svo almenningur geti vitað hverjir eigi fjölmiðil og lagt mat á hvort þar sé fylgt fram sjónarmiðum eigenda. • Efla þarf menntun blaða- og fréttamanna og skapa þeim skilyrði til sérhæfingar í einstökum málaflokkum. Brýnt er að stétt blaða- og fréttamanna efli faglega umræðu og fagvitund meðal félagsmanna. • Koma þarf á faglegu eftirliti með fjölmiðlum sem hafi það að markmiði að tryggja að þeir ræki af ábyrgð hlutverk sitt í lýðræðisríki og verndi almannahagsmuni. Í byrjun mars mælti ég fyrir frumvarpi til laga um fjölmiðla en með því er ætlunin að setja í fyrsta sinn heildarlöggjöf um fjölmiðla og starfsemi þeirra hér á landi. Einn tilgangur frumvarpsins er að innleiða evrópsku hljóð- og myndmiðlunartilskipunina frá árinu 2007 en þegar sú vinna var langt komin var ákveðið að endurskoða prentlögin líka sem hingað til hafa heyrt undir dómsmálaráðuneyti. Meðal annars er það gert til að samræma lög og reglur sem gilda um hljóð- og myndamiðla annars vegar og prentmiðla hins vegar og tryggja að blaðamenn á ólíkum miðlum njóti sömu réttinda. Ýmis nýmæli eru í frumvarpinu sem koma til móts við sumar af þeim ábendingum sem settar eru fram í rannsóknarskýrslunni. Í frumvarpinu er kveðið á um að ávallt sé upplýst með gegnsæjum og aðgengilegum hætti fyrir almenning hvernig eignarhaldi fjölmiðla sé háttað. Þá er einnig ákvæði í frumvarpinu um að skipuð skuli nefnd með fulltrúum allra þingflokka með það hlutverk að kanna samþjöppun á eignarhaldi á fjölmiðlamarkaði hér á landi og gera þá tillögur um viðeigandi takmarkanir á eignarhaldi. Henni er ætlað er að skila niðurstöðum fyrir 1. september á þessu ári. Þá kveður frumvarpið á um að fjölmiðlar skuli setja sér og birta opinberlega reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra starfsmanna sinna sem sinna fréttum og fréttatengdu efni. Skulu slíkar reglur samdar í samráði við viðkomandi starfsmenn og eftir atvikum starfsmannafélag þeirra. Auk þess er ákvæði í frumvarpinu sem tryggir vernd heimildamanna skýrar en verið hefur. Til þess að hafa faglegt eftirlit með fjölmiðlum og veita þeim aðhald er ætlunin að setja á fót sérstaka stofnun, Fjölmiðlastofu, sem leysir útvarpsréttarnefnd af hólmi. Hún verður sjálfstæð gagnvart framkvæmdavaldinu í starfi sínu. Henni er ætlað að vinna að því að efla fjölmiðlalæsi og fjölbreytni í fjölmiðlum og standa jafnframt vörð um tjáningarfrelsi og frelsi til upplýsinga. Verði frumvarpið að lögum er að mörgu leyti komið til móts við þær ábendingar sem settar eru fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis . Eitt og sér mun það þó ekki leysa þá erfiðu stöðu sem íslenskir fjölmiðlar eru nú í. Eftir standa stórar spurningar um hvernig fjárhagsleg og fagleg skilyrði íslenskra fjölmiðla verða tryggð til framtíðar. Það er aðkallandi að svara þeim á næstu misserum. Þar er mikilvægt að stjórnvöld, fjölmiðlar og fræðimenn komi saman og vinni að bættum skilyrðum fyrir íslenska fjölmiðla þannig að hér megi verða gróskumikið fjölmiðlaumhverfi til framtíðar. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Eitt af því sem tekið er til umfjöllunar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er þáttur fjölmiðla í aðdraganda hrunsins. Í siðfræðihluta skýrslunnar segir að fjölmiðlar leiki „lykilhlutverk í lýðræðissamfélagi með því að upplýsa almenning, vera vettvangur þjóðfélagsumræðu og veita aðhald þeim öflum sem vinna gegn almannahag." Er það niðurstaða skýrsluhöfunda að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki staðið nægjanlega vel undir þessu hlutverki. Í lokin eru dregnir fjórir lærdómar, þ.e. ábendingar um nauðsynlegar úrbætur á íslensku fjölmiðlaumhverfi: • Leita verður leiða til að efla sjálfstæða og hlutlæga fjölmiðlun með því að styrkja bæði fagleg og fjárhagsleg skilyrði fjölmiðlunar. • Styrkja þarf sjálfstæði ritstjórna og setja eignarhaldi einkaaðila á fjölmiðlum hófleg mörk. Skylt ætti að vera að upplýsa hverjir séu eigendur fjölmiðla á hverjum tíma svo almenningur geti vitað hverjir eigi fjölmiðil og lagt mat á hvort þar sé fylgt fram sjónarmiðum eigenda. • Efla þarf menntun blaða- og fréttamanna og skapa þeim skilyrði til sérhæfingar í einstökum málaflokkum. Brýnt er að stétt blaða- og fréttamanna efli faglega umræðu og fagvitund meðal félagsmanna. • Koma þarf á faglegu eftirliti með fjölmiðlum sem hafi það að markmiði að tryggja að þeir ræki af ábyrgð hlutverk sitt í lýðræðisríki og verndi almannahagsmuni. Í byrjun mars mælti ég fyrir frumvarpi til laga um fjölmiðla en með því er ætlunin að setja í fyrsta sinn heildarlöggjöf um fjölmiðla og starfsemi þeirra hér á landi. Einn tilgangur frumvarpsins er að innleiða evrópsku hljóð- og myndmiðlunartilskipunina frá árinu 2007 en þegar sú vinna var langt komin var ákveðið að endurskoða prentlögin líka sem hingað til hafa heyrt undir dómsmálaráðuneyti. Meðal annars er það gert til að samræma lög og reglur sem gilda um hljóð- og myndamiðla annars vegar og prentmiðla hins vegar og tryggja að blaðamenn á ólíkum miðlum njóti sömu réttinda. Ýmis nýmæli eru í frumvarpinu sem koma til móts við sumar af þeim ábendingum sem settar eru fram í rannsóknarskýrslunni. Í frumvarpinu er kveðið á um að ávallt sé upplýst með gegnsæjum og aðgengilegum hætti fyrir almenning hvernig eignarhaldi fjölmiðla sé háttað. Þá er einnig ákvæði í frumvarpinu um að skipuð skuli nefnd með fulltrúum allra þingflokka með það hlutverk að kanna samþjöppun á eignarhaldi á fjölmiðlamarkaði hér á landi og gera þá tillögur um viðeigandi takmarkanir á eignarhaldi. Henni er ætlað er að skila niðurstöðum fyrir 1. september á þessu ári. Þá kveður frumvarpið á um að fjölmiðlar skuli setja sér og birta opinberlega reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra starfsmanna sinna sem sinna fréttum og fréttatengdu efni. Skulu slíkar reglur samdar í samráði við viðkomandi starfsmenn og eftir atvikum starfsmannafélag þeirra. Auk þess er ákvæði í frumvarpinu sem tryggir vernd heimildamanna skýrar en verið hefur. Til þess að hafa faglegt eftirlit með fjölmiðlum og veita þeim aðhald er ætlunin að setja á fót sérstaka stofnun, Fjölmiðlastofu, sem leysir útvarpsréttarnefnd af hólmi. Hún verður sjálfstæð gagnvart framkvæmdavaldinu í starfi sínu. Henni er ætlað að vinna að því að efla fjölmiðlalæsi og fjölbreytni í fjölmiðlum og standa jafnframt vörð um tjáningarfrelsi og frelsi til upplýsinga. Verði frumvarpið að lögum er að mörgu leyti komið til móts við þær ábendingar sem settar eru fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis . Eitt og sér mun það þó ekki leysa þá erfiðu stöðu sem íslenskir fjölmiðlar eru nú í. Eftir standa stórar spurningar um hvernig fjárhagsleg og fagleg skilyrði íslenskra fjölmiðla verða tryggð til framtíðar. Það er aðkallandi að svara þeim á næstu misserum. Þar er mikilvægt að stjórnvöld, fjölmiðlar og fræðimenn komi saman og vinni að bættum skilyrðum fyrir íslenska fjölmiðla þannig að hér megi verða gróskumikið fjölmiðlaumhverfi til framtíðar. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar