Tilboð halda verslun uppi í kreppunni Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 1. desember 2010 08:00 Emil B. Karlsson rannsóknarsetur verslunarinnar háskólinn bifröst smásöluvísitala Meira er um afslátt í verslunum nú fyrir jólin en fyrri ár. „Eftir að fór að harðna í dalnum hjá okkur hefur verið meira um tilboð nálægt desember, við jólin. Það var ekki áður fyrr þegar við höfðum meira á milli handanna," segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar. Hann bætir við að eftirtektarvert sé hversu lítið hafi dregist saman í sölu raftækja. „Það er eina tegund verslana sem við mælum aukningu í," bendir hann á. Samkvæmt síðustu mælingu Hagstofunnar dróst sala í dagvöruverslun saman um 0,8 prósent í október miðað við sama mánuð fyrir ári. Velta í fataverslun dróst saman um var 7,6 prósent á föstu verðlagi á milli ára. Velta í raftækjaverslun jókst hins vegar um nítján prósent. Emil bendir á að fólk miði innkaup sín í meiri mæli við útsölur en áður og rifjar upp að í október hafi opnað ný raftækjaverslun úti á Granda í Reykjavík. Fólk hafi í miklum mæli nýtt sér opnunartilboð í tilefni dagsins. „Það er meira um tilboð núna en áður," segir Svava Johansen, forstjóri NTC, sem rekur um tuttugu tískuvöruverslanir. Hún bætir við að þegar reglubundnum útsölum ljúki í september líði langur tími fram að næstu útsöluvertíð, sem iðulega er eftir áramótin. Hún bætir við að tilboð á einstaka vörum sé jafnframt algeng leið til að rýma fyrir jólasendingum. „En afslættirnir hafa hækkað. Þeir sem áður voru tíu prósent eru nú komnir í tuttugu prósent," segir hún og tekur í svipaðan streng og Emil; opnun nýrra verslana hafi jákvæð áhrif á neytendur. NTC opnaði verslun í stærra húsnæði undir merkjum Evu við Laugaveg fyrir tæpri viku. Svava segir á bilinu sjö til átta hundruð manns hafa komið á opnunardegi og jólatraffík verið fram eftir helgi. „Við verðum að hafa meira að gera og því grípum við til þessa ráðs og bjóða afslætti. Fólk hleypur á eftir tilboðum," segir Haraldur Bergsson, framkvæmdastjóri Next á Íslandi. Hann bendir á að innkaupin hafi að sama skapi breyst. „Áður fyrr keypti fólk það sem var á tilboði hverju sinni og eitthvað með því. Það gerist ekki núna. Nú kaupir fólk bara vöruna sem er á tilboði," segir hann. Fréttir Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Sjá meira
Meira er um afslátt í verslunum nú fyrir jólin en fyrri ár. „Eftir að fór að harðna í dalnum hjá okkur hefur verið meira um tilboð nálægt desember, við jólin. Það var ekki áður fyrr þegar við höfðum meira á milli handanna," segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar. Hann bætir við að eftirtektarvert sé hversu lítið hafi dregist saman í sölu raftækja. „Það er eina tegund verslana sem við mælum aukningu í," bendir hann á. Samkvæmt síðustu mælingu Hagstofunnar dróst sala í dagvöruverslun saman um 0,8 prósent í október miðað við sama mánuð fyrir ári. Velta í fataverslun dróst saman um var 7,6 prósent á föstu verðlagi á milli ára. Velta í raftækjaverslun jókst hins vegar um nítján prósent. Emil bendir á að fólk miði innkaup sín í meiri mæli við útsölur en áður og rifjar upp að í október hafi opnað ný raftækjaverslun úti á Granda í Reykjavík. Fólk hafi í miklum mæli nýtt sér opnunartilboð í tilefni dagsins. „Það er meira um tilboð núna en áður," segir Svava Johansen, forstjóri NTC, sem rekur um tuttugu tískuvöruverslanir. Hún bætir við að þegar reglubundnum útsölum ljúki í september líði langur tími fram að næstu útsöluvertíð, sem iðulega er eftir áramótin. Hún bætir við að tilboð á einstaka vörum sé jafnframt algeng leið til að rýma fyrir jólasendingum. „En afslættirnir hafa hækkað. Þeir sem áður voru tíu prósent eru nú komnir í tuttugu prósent," segir hún og tekur í svipaðan streng og Emil; opnun nýrra verslana hafi jákvæð áhrif á neytendur. NTC opnaði verslun í stærra húsnæði undir merkjum Evu við Laugaveg fyrir tæpri viku. Svava segir á bilinu sjö til átta hundruð manns hafa komið á opnunardegi og jólatraffík verið fram eftir helgi. „Við verðum að hafa meira að gera og því grípum við til þessa ráðs og bjóða afslætti. Fólk hleypur á eftir tilboðum," segir Haraldur Bergsson, framkvæmdastjóri Next á Íslandi. Hann bendir á að innkaupin hafi að sama skapi breyst. „Áður fyrr keypti fólk það sem var á tilboði hverju sinni og eitthvað með því. Það gerist ekki núna. Nú kaupir fólk bara vöruna sem er á tilboði," segir hann.
Fréttir Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Sjá meira