Versnandi starfsumhverfi 2. október 2010 06:00 Í launakönnun SFR sem kynnt var í nýlega kemur í ljós að launabil á milli starfsmanna í almannaþjónustu og starfsmanna á almenna markaðnum er að aukast. Almenni markaðurinn virðist samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vera að byrja að rétta úr kútnum meðan enn þrengir að starfsmönnum í almannaþjónustu. Í takt við þessar niðurstöður kemur ekki á óvart að vaxandi ónægju gætir meðal starfsmanna almannaþjónustunnar með laun sín, auk þess sem þeir upplifa minnkandi starfsöryggi og aukið álag. Í sömu könnun kemur einnig fram að það dregur úr starfsöryggi félagsmanna SFR annað árið í röð, en tæp 30% SFR-félaga telja starfsöryggi minna nú en það var fyrir ári. Þetta er í takt við það sem starfsfólk á skrifstofum stéttarfélaganna sér meðal félagsmanna, en fyrirspurnir um réttindi starfsfólks vegna uppsagna og lækkunar launa hafa enn aukist síðustu mánuði. Helst er það starfsfólk í rannsóknar- og eftirlitsstofnunum sem telur starfsöryggi sitt minna nú en áður, en þar telja 40% það hafa versnað á milli ára. Starfsmenn upplifa vaxandi álag í starfi en meirihluti svarenda, eða 56%, telur að álag hafi aukist nokkuð eða mikið á síðustu mánuðum. Yngri starfsmenn finna meira fyrir auknu álagi en þeir sem eldri eru. Einkum er það starfsfólk í löggæslu, dómstólum og fangelsum sem telur að álag hafi aukist. Í könnuninni var spurt að því hvort fólk teldi auðvelt eða erfitt að fá aðra vinnu þar sem það fengi svipuð kjör og það hefur í dag. Í ljós kemur að tveir af hverjum þremur félagsmönnum SFR töldu það erfitt, þar af voru tæp 27% svarenda sem töldu það mjög erfitt. Eldra fólk telur tækifæri sín á vinnumarkaði almennt lakari en yngra fólks, en á hinn bóginn vaxa tækifæri með aukinni menntun. Í ljósi þessara niðurstaðna er ljóst að versnandi starfsöryggi er líklegt til að hafa mjög neikvæð áhrif á starfsfólk í almannaþjónustu. Vaxandi óánægja með launÞetta er í takt við þá niðurstöðu að vaxandi óánægja er meðal starfsmanna með launakjör. Munur á raunverulegum launum starfsmanna og því sem þeir telja vera „sanngjörn laun" eykst nú aftur, en heldur dró úr þeim mun í síðustu könnun. Til að meta sanngjörn laun voru félagsmenn beðnir að nefna þau heildarlaun sem þeim þættu sanngjörn fyrir vinnu sína. Samkvæmt könnuninni nú þyrftu laun að hækka um tæp 29% til að vera sanngjörn að mati svarenda, en hefðu þurft að hækka um 25% í síðustu könnun. Laun þess hóps sem hefur lægri laun en 250 þúsund þyrftu að hækka mest, eða um 39%. Laun þeirra sem hafa 450 þúsund eða meira þyrftu að hækka minnst, eða um 15%, til að verða sanngjörn að mati svarenda. Ljóst er að væntingar launafólks til leiðréttingar launa eru miklar. Margir hafa tekið á sig skerðingu vegna efnahagshrunsins, yfirvinna og aukagreiðslur í almannaþjónustunni hafa verið mikið skertar og laun lækkað að sama skapi. Konur óánægðari með laun sín en karlarÞrátt fyrir að konur hafi að jafnaði lægri laun en karlar gera þær ekki kröfur til jafnhárra launa og þeir.Hlutfallslega eru kröfur þeirra um hærri laun þau sömu og karla, eða um 30%, en sú krafa viðheldur í raun þeim kynbundna launamun sem þegar er til staðar.Í takt við aukinn mun á raunverulegum launum og sanngjörnum launum eykst óánægja með laun, bæði á meðal karla og kvenna. Skýr tengsl eru á milli ánægju með laun og þeirra launa sem fólk fær. Þannig voru þeir sem voru með lægri laun en 250 þúsund óánægðastir, en þeir sem voru með 450 þúsund eða hærri laun ánægðastir. Ánægjan er þó hvergi mikil í neinum tekjuhópi. Konur eru óánægðari en karlar með laun sín, en 52% kvenna eru óánægð með laun sín nú á móti 46% karla. Það er svipuð staða og fyrir ári, nema að nú er sú breyting á að konur hafa hækkað kröfuna um sanngjörn laun á milli ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Í launakönnun SFR sem kynnt var í nýlega kemur í ljós að launabil á milli starfsmanna í almannaþjónustu og starfsmanna á almenna markaðnum er að aukast. Almenni markaðurinn virðist samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vera að byrja að rétta úr kútnum meðan enn þrengir að starfsmönnum í almannaþjónustu. Í takt við þessar niðurstöður kemur ekki á óvart að vaxandi ónægju gætir meðal starfsmanna almannaþjónustunnar með laun sín, auk þess sem þeir upplifa minnkandi starfsöryggi og aukið álag. Í sömu könnun kemur einnig fram að það dregur úr starfsöryggi félagsmanna SFR annað árið í röð, en tæp 30% SFR-félaga telja starfsöryggi minna nú en það var fyrir ári. Þetta er í takt við það sem starfsfólk á skrifstofum stéttarfélaganna sér meðal félagsmanna, en fyrirspurnir um réttindi starfsfólks vegna uppsagna og lækkunar launa hafa enn aukist síðustu mánuði. Helst er það starfsfólk í rannsóknar- og eftirlitsstofnunum sem telur starfsöryggi sitt minna nú en áður, en þar telja 40% það hafa versnað á milli ára. Starfsmenn upplifa vaxandi álag í starfi en meirihluti svarenda, eða 56%, telur að álag hafi aukist nokkuð eða mikið á síðustu mánuðum. Yngri starfsmenn finna meira fyrir auknu álagi en þeir sem eldri eru. Einkum er það starfsfólk í löggæslu, dómstólum og fangelsum sem telur að álag hafi aukist. Í könnuninni var spurt að því hvort fólk teldi auðvelt eða erfitt að fá aðra vinnu þar sem það fengi svipuð kjör og það hefur í dag. Í ljós kemur að tveir af hverjum þremur félagsmönnum SFR töldu það erfitt, þar af voru tæp 27% svarenda sem töldu það mjög erfitt. Eldra fólk telur tækifæri sín á vinnumarkaði almennt lakari en yngra fólks, en á hinn bóginn vaxa tækifæri með aukinni menntun. Í ljósi þessara niðurstaðna er ljóst að versnandi starfsöryggi er líklegt til að hafa mjög neikvæð áhrif á starfsfólk í almannaþjónustu. Vaxandi óánægja með launÞetta er í takt við þá niðurstöðu að vaxandi óánægja er meðal starfsmanna með launakjör. Munur á raunverulegum launum starfsmanna og því sem þeir telja vera „sanngjörn laun" eykst nú aftur, en heldur dró úr þeim mun í síðustu könnun. Til að meta sanngjörn laun voru félagsmenn beðnir að nefna þau heildarlaun sem þeim þættu sanngjörn fyrir vinnu sína. Samkvæmt könnuninni nú þyrftu laun að hækka um tæp 29% til að vera sanngjörn að mati svarenda, en hefðu þurft að hækka um 25% í síðustu könnun. Laun þess hóps sem hefur lægri laun en 250 þúsund þyrftu að hækka mest, eða um 39%. Laun þeirra sem hafa 450 þúsund eða meira þyrftu að hækka minnst, eða um 15%, til að verða sanngjörn að mati svarenda. Ljóst er að væntingar launafólks til leiðréttingar launa eru miklar. Margir hafa tekið á sig skerðingu vegna efnahagshrunsins, yfirvinna og aukagreiðslur í almannaþjónustunni hafa verið mikið skertar og laun lækkað að sama skapi. Konur óánægðari með laun sín en karlarÞrátt fyrir að konur hafi að jafnaði lægri laun en karlar gera þær ekki kröfur til jafnhárra launa og þeir.Hlutfallslega eru kröfur þeirra um hærri laun þau sömu og karla, eða um 30%, en sú krafa viðheldur í raun þeim kynbundna launamun sem þegar er til staðar.Í takt við aukinn mun á raunverulegum launum og sanngjörnum launum eykst óánægja með laun, bæði á meðal karla og kvenna. Skýr tengsl eru á milli ánægju með laun og þeirra launa sem fólk fær. Þannig voru þeir sem voru með lægri laun en 250 þúsund óánægðastir, en þeir sem voru með 450 þúsund eða hærri laun ánægðastir. Ánægjan er þó hvergi mikil í neinum tekjuhópi. Konur eru óánægðari en karlar með laun sín, en 52% kvenna eru óánægð með laun sín nú á móti 46% karla. Það er svipuð staða og fyrir ári, nema að nú er sú breyting á að konur hafa hækkað kröfuna um sanngjörn laun á milli ára.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar