Íslenskt í beinni hjá Kerrang! 9. apríl 2010 06:00 Sign skartar nýjum trommuleikara á sínum fyrstu tónleikum í langan tíma í kvöld. Hljómsveitirnar Sign, Cliff Clavin, For a Minor Reflection, Ourlives, Noise, Ten Steps Away og Nevolution, koma fram á Localice-tónleikum á Nasa í kvöld. Tónleikarnir, sem eru þeir fyrstu hjá Sign í langan tíma, eru haldnir í samstarfi við rokktímaritið Kerrang! og verða þeir sýndir í beinni útsendingu á heimasíðunni Kerrang.com. „Við erum búsettir í Bretlandi líka og höfum verið að vinna fyrir iTunes. Við töluðum við Kerrang! því okkur fannst góð hugmynd að sýna íslensk bönd úti án þess að þau þurfi að fljúga út. Þetta er eitthvað sem hefur ekki verið gert mikið áður,“ segir Arnar Helgi Hlynsson hjá Localice. „Þetta er mjög gott tækifæri fyrir þessi bönd. Þau hafa verið að spila mörg á Kerrang!-kvöldum á Airwaves. Þeir virðast hafa einhvern áhuga á íslensku rokki og metal.“ Localice hefur unnið mikið við framleiðslu á myndefni og upptökum fyrir tónlist bæði í Bretlandi og á Íslandi. Sex myndavélar á vegum fyrirtækisins verða á Nasa í kvöld og geta einungis þeir sem eru búsettir í Bretlandi séð tónleikana á Kerrang!-síðunni. Stefnt er að því að svipaðir tónleikar verði haldnir á nokkurra mánaða fresti í framtíðinni. Húsið opnar klukkan 20.30 og tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21. - fb Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Fleiri fréttir Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitirnar Sign, Cliff Clavin, For a Minor Reflection, Ourlives, Noise, Ten Steps Away og Nevolution, koma fram á Localice-tónleikum á Nasa í kvöld. Tónleikarnir, sem eru þeir fyrstu hjá Sign í langan tíma, eru haldnir í samstarfi við rokktímaritið Kerrang! og verða þeir sýndir í beinni útsendingu á heimasíðunni Kerrang.com. „Við erum búsettir í Bretlandi líka og höfum verið að vinna fyrir iTunes. Við töluðum við Kerrang! því okkur fannst góð hugmynd að sýna íslensk bönd úti án þess að þau þurfi að fljúga út. Þetta er eitthvað sem hefur ekki verið gert mikið áður,“ segir Arnar Helgi Hlynsson hjá Localice. „Þetta er mjög gott tækifæri fyrir þessi bönd. Þau hafa verið að spila mörg á Kerrang!-kvöldum á Airwaves. Þeir virðast hafa einhvern áhuga á íslensku rokki og metal.“ Localice hefur unnið mikið við framleiðslu á myndefni og upptökum fyrir tónlist bæði í Bretlandi og á Íslandi. Sex myndavélar á vegum fyrirtækisins verða á Nasa í kvöld og geta einungis þeir sem eru búsettir í Bretlandi séð tónleikana á Kerrang!-síðunni. Stefnt er að því að svipaðir tónleikar verði haldnir á nokkurra mánaða fresti í framtíðinni. Húsið opnar klukkan 20.30 og tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21. - fb
Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Fleiri fréttir Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira