Rök Bjarna Benediktssonar 29. september 2010 06:00 Í Fréttablaðinu 25. septem-ber eru þau ummæli höfð úr grein Bjarna Benediktssonar í Morgunblaðinu frá deginum áður að verði ráðherrar fyrri stjórnar sóttir til sakar fyrir landsdómi á grunni mats, mætti allt eins sækja núverandi ráðherra til sakar á sams konar grunni. Vafalítið hefur Bjarni þarna rétt að mæla þótt það séu ef til vill ekki lög sem hann mælir. Líklegt að hann hafi þarna fundið kjarna þess sem nú er um að tefla fyrir þingi. Þessi kjarni er það að skoða hvort við búum við stjórn og stjórnarfar sem dygðu til að gæta öryggis lands og þjóðar og efla hag landsmanna og samfélagsins alls. Skýrslan mikla og góða sýnir að svo var ekki hin síðari ár. Bjarni virðist sjálfur telja að svo sé ekki nú. Samfellan í þjóðmálum frá því fyrir hrun og kreppu er augljós. Fátt eitt hefur breyst í athafnalífi eða áformum nema helst til hins verra. Menn hugsa enn einkum um fjármál í gervi peningamála einvörðungu. Völd yfir peningamálunum eru enn í höndum þeirra sem með þau fóru fyrir hrun og í hruninu. Áformum um stórvægilegar framkvæmdir eru enn hin sömu og nokkuð lengi fyrir hrun. Nú herðir á áformunum á þeim rökum að greiða verði fyrir mistökin sem ollu hruninu og sköpuðu kreppuna. Fólk þetta ber fyrir sig að það hafi ekki vitað það sem það vissi eða mátti vita og átti að vita. Einnig bera menn fyrir sig skort valdheimilda til skynsamlegra athafna. Vitneskjuskorturinn og valdþurrðin vara enn. En ef samfellan er svona – og hún er það svo sem sjá má og heyra í fréttum á hverjum degi – þá er það sem sjá má sem ágalla stjórnar og stjórnarfars nú sönnun sektar í þeim efnum sem þingið kærir líklega fyrir landsdómi. Mótbárur Bjarna eru því sönnun í því máli sem hann vill kæfa. Kjarni máls þess er réttlát stjórn samfélagsins nú og til frambúðar. Meginmál eru þar öryggi lands og þjóðar og velferð landsmanna og samfélagsins alls. Viturlegur dómur um það sem var fyrir hrun, orsakaði hrunið og stendur enn getur verið og ætti að vera undirstaða sanngjarnrar og réttlátrar skipanar þeirra meginstofnana sem fara með mál okkar í heild. Dómur almennings sem ekki er flokksbundinn eða hagsmunabundinn er þegar genginn og eindreginn: stjórnvöld brugðust og bregðast enn. Refsingar sem almenningi þættu hæfilegar eru ekki miðaðar við svokallaða pólitíska ábyrgð, né heldur við ákvæði í lögum um ábyrgð valda-aðila ýmissa heldur miklu hörkulegri en lög gætu kveðið á um. En refsing skiptir hér ekki máli heldur miklu fremur sakfellingin ein. Hún sýndi svo ekki yrði um villst að svona átti þetta ekki að vera, svona má það ekki vera, svona viljum við ekki hafa það. Þetta beinist ekki aðeins að þeim sem kunna að verða sakfelldir heldur fremur að þeim sem nú fara með völd eða sækjast eftir þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 25. septem-ber eru þau ummæli höfð úr grein Bjarna Benediktssonar í Morgunblaðinu frá deginum áður að verði ráðherrar fyrri stjórnar sóttir til sakar fyrir landsdómi á grunni mats, mætti allt eins sækja núverandi ráðherra til sakar á sams konar grunni. Vafalítið hefur Bjarni þarna rétt að mæla þótt það séu ef til vill ekki lög sem hann mælir. Líklegt að hann hafi þarna fundið kjarna þess sem nú er um að tefla fyrir þingi. Þessi kjarni er það að skoða hvort við búum við stjórn og stjórnarfar sem dygðu til að gæta öryggis lands og þjóðar og efla hag landsmanna og samfélagsins alls. Skýrslan mikla og góða sýnir að svo var ekki hin síðari ár. Bjarni virðist sjálfur telja að svo sé ekki nú. Samfellan í þjóðmálum frá því fyrir hrun og kreppu er augljós. Fátt eitt hefur breyst í athafnalífi eða áformum nema helst til hins verra. Menn hugsa enn einkum um fjármál í gervi peningamála einvörðungu. Völd yfir peningamálunum eru enn í höndum þeirra sem með þau fóru fyrir hrun og í hruninu. Áformum um stórvægilegar framkvæmdir eru enn hin sömu og nokkuð lengi fyrir hrun. Nú herðir á áformunum á þeim rökum að greiða verði fyrir mistökin sem ollu hruninu og sköpuðu kreppuna. Fólk þetta ber fyrir sig að það hafi ekki vitað það sem það vissi eða mátti vita og átti að vita. Einnig bera menn fyrir sig skort valdheimilda til skynsamlegra athafna. Vitneskjuskorturinn og valdþurrðin vara enn. En ef samfellan er svona – og hún er það svo sem sjá má og heyra í fréttum á hverjum degi – þá er það sem sjá má sem ágalla stjórnar og stjórnarfars nú sönnun sektar í þeim efnum sem þingið kærir líklega fyrir landsdómi. Mótbárur Bjarna eru því sönnun í því máli sem hann vill kæfa. Kjarni máls þess er réttlát stjórn samfélagsins nú og til frambúðar. Meginmál eru þar öryggi lands og þjóðar og velferð landsmanna og samfélagsins alls. Viturlegur dómur um það sem var fyrir hrun, orsakaði hrunið og stendur enn getur verið og ætti að vera undirstaða sanngjarnrar og réttlátrar skipanar þeirra meginstofnana sem fara með mál okkar í heild. Dómur almennings sem ekki er flokksbundinn eða hagsmunabundinn er þegar genginn og eindreginn: stjórnvöld brugðust og bregðast enn. Refsingar sem almenningi þættu hæfilegar eru ekki miðaðar við svokallaða pólitíska ábyrgð, né heldur við ákvæði í lögum um ábyrgð valda-aðila ýmissa heldur miklu hörkulegri en lög gætu kveðið á um. En refsing skiptir hér ekki máli heldur miklu fremur sakfellingin ein. Hún sýndi svo ekki yrði um villst að svona átti þetta ekki að vera, svona má það ekki vera, svona viljum við ekki hafa það. Þetta beinist ekki aðeins að þeim sem kunna að verða sakfelldir heldur fremur að þeim sem nú fara með völd eða sækjast eftir þeim.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun