Gamla góða Grafík lifnar við 15. nóvember 2011 21:00 Ein ástsælasta popphljómsveit landsins, hin ísfirska Grafík, á 30 ára afmæli þessa dagana. Í tilefni af því verður á næstu dögum frumsýnd glæný heimildarmynd og gefin út tvöföld plata með bestu lögum sveitarinnar. Heimildarmyndin spannar feril hljómsveitarinnar og hefur verið meira og minna í vinnslu síðan árið 2004. Leikstjórar myndarinnar eru ljósmyndarinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Bjarni Grímsson og Frosti Runólfsson en einnig kom Jónatan Garðarsson að verkinu. Hún verður frumsýnd á Ísafirði 24. nóvember en í Reykjavík verða frumsýning og tónleikar í Austurbæ 1. desember. Á plötunni verður úrval laga hljómsveitarinnar; smellir á borð við Mér finnst rigningin góð, Þúsund sinnum segðu já og Presley. Einnig koma út tvö ný lög. Annað þeirra heitir Bláir fuglar en það var samið rétt fyrir andlát trommuleikarans Rafns Jónssonar af þeim Helga Björnssyni, Rúnari Þórissyni og Rafni en textinn er eftir Helga. Margir bíða spenntir eftir myndinni um Grafík enda er saga hljómsveitarinnar fyrir margar sakir óvenjuleg og hefur yfir sér goðsagnakenndan blæ. „Upphaf ferilsins má rekja til þess að Rafn Ragnar Jónsson trommuleikari, Rúnar Þórisson gítarleikari og Örn Jónsson bassaleikari byrjuðu að taka upp lög saman í Hnífsdal um áramót 1980-1981. Sveitin vakti strax athygli og fékk góða dóma en náði ekki umtalsverðum vinsældum fyrr en platan Get ég tekið sjens kom út árið 1984. Sú plata sló rækilega í gegn með Helga Björnsson sem söngvara og þykir enn í dag vera ein best heppnaða poppplata okkar Íslendinga, enda inniheldur hún lög á borð við Sextán, 1000 sinnum og Mér finnst rigningin góð. Þá hefur platan Leyndarmál verið talin með bestu plötum níunda áratugsins en þá söng Andrea Gylfadóttir með Grafík. Einnig hafa ýmsir hljóðfæraleikarar komið við sögu sveitarinnar, t.d. Jakob Magnússon, Hjörtur Howser og Egill Rafnsson," segir í tilkynningu. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá sýnishorn úr myndinni. Í meðfylgjandi myndasafni má síðan sjá nokkrar óborganlegar myndir frá fyrstu árum sveitarinnar. Tónlist Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Ein ástsælasta popphljómsveit landsins, hin ísfirska Grafík, á 30 ára afmæli þessa dagana. Í tilefni af því verður á næstu dögum frumsýnd glæný heimildarmynd og gefin út tvöföld plata með bestu lögum sveitarinnar. Heimildarmyndin spannar feril hljómsveitarinnar og hefur verið meira og minna í vinnslu síðan árið 2004. Leikstjórar myndarinnar eru ljósmyndarinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Bjarni Grímsson og Frosti Runólfsson en einnig kom Jónatan Garðarsson að verkinu. Hún verður frumsýnd á Ísafirði 24. nóvember en í Reykjavík verða frumsýning og tónleikar í Austurbæ 1. desember. Á plötunni verður úrval laga hljómsveitarinnar; smellir á borð við Mér finnst rigningin góð, Þúsund sinnum segðu já og Presley. Einnig koma út tvö ný lög. Annað þeirra heitir Bláir fuglar en það var samið rétt fyrir andlát trommuleikarans Rafns Jónssonar af þeim Helga Björnssyni, Rúnari Þórissyni og Rafni en textinn er eftir Helga. Margir bíða spenntir eftir myndinni um Grafík enda er saga hljómsveitarinnar fyrir margar sakir óvenjuleg og hefur yfir sér goðsagnakenndan blæ. „Upphaf ferilsins má rekja til þess að Rafn Ragnar Jónsson trommuleikari, Rúnar Þórisson gítarleikari og Örn Jónsson bassaleikari byrjuðu að taka upp lög saman í Hnífsdal um áramót 1980-1981. Sveitin vakti strax athygli og fékk góða dóma en náði ekki umtalsverðum vinsældum fyrr en platan Get ég tekið sjens kom út árið 1984. Sú plata sló rækilega í gegn með Helga Björnsson sem söngvara og þykir enn í dag vera ein best heppnaða poppplata okkar Íslendinga, enda inniheldur hún lög á borð við Sextán, 1000 sinnum og Mér finnst rigningin góð. Þá hefur platan Leyndarmál verið talin með bestu plötum níunda áratugsins en þá söng Andrea Gylfadóttir með Grafík. Einnig hafa ýmsir hljóðfæraleikarar komið við sögu sveitarinnar, t.d. Jakob Magnússon, Hjörtur Howser og Egill Rafnsson," segir í tilkynningu. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá sýnishorn úr myndinni. Í meðfylgjandi myndasafni má síðan sjá nokkrar óborganlegar myndir frá fyrstu árum sveitarinnar.
Tónlist Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira