Útrýming reykingamannsins 4. júní 2011 00:01 Mikið var ég ánægður þegar reykingabannið á veitinga- og skemmtistöðum var kynnt fyrir nokkrum árum. Góð reynsla á reykingabanninu hefur verið notuð til að réttlæta nýtt frumvarp sem nokkrir alþingismenn með Siv Friðleifsdóttur í broddi fylkingar kynntu á dögunum. Frumvarpið markar næstu skref í hertum aðgerðum gegn reykingamanninum, en nú á að minnka aðgengið í þrepum, banna reykingar á lóðum opinberra bygginga, á gangstéttum, í almenningsgörðum, á baðströndum og á svölum fjölbýlishúsa. Loks á að banna leikurum að reykja í kvikmyndum. Aðgerðirnar eiga að verða til þess að Ísland verði útópískt griðland fólks sem reykir ekki. Reykingamenn verða sjúklingar í miklum minnihluta, enda þurfa þeir að fá lækni til að skrifa upp á veikindi sín og sækja retturnar í apótek gegn afhendingu lyfseðils – verði frumvarpið samþykkt. Hugmyndirnar meika fullkominn sens, enda hefur umræða síðustu daga sýnt okkur að neyslustýring landlæknis á lyfjum gefur góða raun. Ef apótekin eru lokuð er undantekningalaust einhver ósérhlífinn öðlingur búinn að útvega sér aukaskammti sem hann er tilbúinn að deila með öðrum á næsta götuhorni – gegn vægu gjaldi að sjálfsögðu. Blessuð börnin hafa notið sérstaklega góðs af núverandi kerfi og geta hæglega útvegað sér lyf hvenær sólarhringsins sem er. Það er því engin tilviljun að nýja reykingafrumvarpið sé sett fram með verndun barnanna okkar í huga. Allir vita að börn sýna því sem er bannað einstaklega lítinn áhuga. Fleiri reglur og skert aðgengi mun því verða til þess að börn eyði frekar tíma sínum í heimanám og að aðstoða foreldra sína við heimilisstörfin. Reynslan af kerfinu góða er verðmæt og kemur sér eflaust vel ef landlæknir neyðist til að taka að sér neyslustýringu á tóbaki. Útrýming reykingamannsins er því í sjónmáli þökk sé skilvirkum aðgerðum frumvarps sem er á engan hátt gallað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Mikið var ég ánægður þegar reykingabannið á veitinga- og skemmtistöðum var kynnt fyrir nokkrum árum. Góð reynsla á reykingabanninu hefur verið notuð til að réttlæta nýtt frumvarp sem nokkrir alþingismenn með Siv Friðleifsdóttur í broddi fylkingar kynntu á dögunum. Frumvarpið markar næstu skref í hertum aðgerðum gegn reykingamanninum, en nú á að minnka aðgengið í þrepum, banna reykingar á lóðum opinberra bygginga, á gangstéttum, í almenningsgörðum, á baðströndum og á svölum fjölbýlishúsa. Loks á að banna leikurum að reykja í kvikmyndum. Aðgerðirnar eiga að verða til þess að Ísland verði útópískt griðland fólks sem reykir ekki. Reykingamenn verða sjúklingar í miklum minnihluta, enda þurfa þeir að fá lækni til að skrifa upp á veikindi sín og sækja retturnar í apótek gegn afhendingu lyfseðils – verði frumvarpið samþykkt. Hugmyndirnar meika fullkominn sens, enda hefur umræða síðustu daga sýnt okkur að neyslustýring landlæknis á lyfjum gefur góða raun. Ef apótekin eru lokuð er undantekningalaust einhver ósérhlífinn öðlingur búinn að útvega sér aukaskammti sem hann er tilbúinn að deila með öðrum á næsta götuhorni – gegn vægu gjaldi að sjálfsögðu. Blessuð börnin hafa notið sérstaklega góðs af núverandi kerfi og geta hæglega útvegað sér lyf hvenær sólarhringsins sem er. Það er því engin tilviljun að nýja reykingafrumvarpið sé sett fram með verndun barnanna okkar í huga. Allir vita að börn sýna því sem er bannað einstaklega lítinn áhuga. Fleiri reglur og skert aðgengi mun því verða til þess að börn eyði frekar tíma sínum í heimanám og að aðstoða foreldra sína við heimilisstörfin. Reynslan af kerfinu góða er verðmæt og kemur sér eflaust vel ef landlæknir neyðist til að taka að sér neyslustýringu á tóbaki. Útrýming reykingamannsins er því í sjónmáli þökk sé skilvirkum aðgerðum frumvarps sem er á engan hátt gallað.