Betra eftirlit sparar raforku 28. september 2011 05:00 Áhrifarík nýjung Hilmir Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri íslenska nýsköpunarfyrirtækisins ReMake Electric, með eftirlitsbúnaðinn sem hefur vakið mikla lukku. Fréttablaðið/Stefán Fyrirtækið ReMake Electric er eitt af fjölmörgum nýsköpunarfyrirtækjum hér á landi sem eru í örum vexti. Fyrirtækið sérhæfir sig í raforkunýtingarlausnum og var stofnað í júní 2009, en hafði þá verið í þróun í tæp tvö ár þar á undan. ReMake hefur þróað nýstárlegan búnað sem auðveldar fyrirtækjum og heimilum að fylgjast með raforkunotkun, að sögn Hilmis Inga Jónssonar, framkvæmdastjóra ReMake. „Þetta er rafskynjunarbúnaður sem er settur í rafmagnstöflur og þar mælum við eftir þörfum hvers viðskiptavinar allt rafmagn sem fer í gegnum skápinn þannig að viðkomandi fær nákvæma yfirsýn yfir það hvenær og hvar rafmagn er notað og hvert álagið er og hvað það kostar. Þetta er einfaldur búnaður í uppsetningu og rekstri og við hönnum kerfið þannig að það vinnur fyrir þig og er ekki að trufla þig meira en þú biður um.“ Með betri yfirsýn geti viðskiptavinir sparað raforkunotkun sína og aukið öryggi, segir Hilmir. „Kerfið getur líka skipt sköpum í að fyrirbyggja eldhættu. Þannig er til dæmis hægt að stilla kerfið þannig að ekki eigi að vera kveikt á helluborði á ákveðnum tíma sólarhrings og ef svo er, fær notandinn skilaboð í símann sem lætur vita af því.“ Hilmir segir mikinn áhuga á kerfinu, sérstaklega erlendis. „Íslendingar eru ekki eins meðvitaðir. Við sjáum það að erlendis eru allir á kafi í þessu, en hér heima er enn lítið verið að spá í orkunotkun. Fólk kveikir bara og slekkur ljós án þess að velta því mikið fyrir sér hvað gerist í millitíðinni. Þetta er hins vegar ekki ósvipað því að keyra bíl. Ef þú ekur ekki skynsamlega þá eyðir þú meira bensíni.“ Hann bætir því við að meira eftirlit með eyðslu geti haft í för með sér mikinn sparnað fyrir heimili og fyrirtæki. „Fyrirtækin geta líka sparað sér verulegar fjárhæðir í viðhaldi á tækjum með frekara eftirliti. Með skynjaranum er til dæmis hægt að sjá hvenær stór og dýr tæki eyða óvenju mikilli orku. Þá er hægt að bregðast strax við og koma í veg fyrir skemmdir eða bilanir sem gætu annars orðið mikið dýrari.“ Hilmir segir undirtektir hafa verið afar góðar. Arion banki hefur þegar tekið kerfið í notkun og mörg önnur stórfyrirtæki hafa sýnt áhuga. - þj Fréttir Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Fyrirtækið ReMake Electric er eitt af fjölmörgum nýsköpunarfyrirtækjum hér á landi sem eru í örum vexti. Fyrirtækið sérhæfir sig í raforkunýtingarlausnum og var stofnað í júní 2009, en hafði þá verið í þróun í tæp tvö ár þar á undan. ReMake hefur þróað nýstárlegan búnað sem auðveldar fyrirtækjum og heimilum að fylgjast með raforkunotkun, að sögn Hilmis Inga Jónssonar, framkvæmdastjóra ReMake. „Þetta er rafskynjunarbúnaður sem er settur í rafmagnstöflur og þar mælum við eftir þörfum hvers viðskiptavinar allt rafmagn sem fer í gegnum skápinn þannig að viðkomandi fær nákvæma yfirsýn yfir það hvenær og hvar rafmagn er notað og hvert álagið er og hvað það kostar. Þetta er einfaldur búnaður í uppsetningu og rekstri og við hönnum kerfið þannig að það vinnur fyrir þig og er ekki að trufla þig meira en þú biður um.“ Með betri yfirsýn geti viðskiptavinir sparað raforkunotkun sína og aukið öryggi, segir Hilmir. „Kerfið getur líka skipt sköpum í að fyrirbyggja eldhættu. Þannig er til dæmis hægt að stilla kerfið þannig að ekki eigi að vera kveikt á helluborði á ákveðnum tíma sólarhrings og ef svo er, fær notandinn skilaboð í símann sem lætur vita af því.“ Hilmir segir mikinn áhuga á kerfinu, sérstaklega erlendis. „Íslendingar eru ekki eins meðvitaðir. Við sjáum það að erlendis eru allir á kafi í þessu, en hér heima er enn lítið verið að spá í orkunotkun. Fólk kveikir bara og slekkur ljós án þess að velta því mikið fyrir sér hvað gerist í millitíðinni. Þetta er hins vegar ekki ósvipað því að keyra bíl. Ef þú ekur ekki skynsamlega þá eyðir þú meira bensíni.“ Hann bætir því við að meira eftirlit með eyðslu geti haft í för með sér mikinn sparnað fyrir heimili og fyrirtæki. „Fyrirtækin geta líka sparað sér verulegar fjárhæðir í viðhaldi á tækjum með frekara eftirliti. Með skynjaranum er til dæmis hægt að sjá hvenær stór og dýr tæki eyða óvenju mikilli orku. Þá er hægt að bregðast strax við og koma í veg fyrir skemmdir eða bilanir sem gætu annars orðið mikið dýrari.“ Hilmir segir undirtektir hafa verið afar góðar. Arion banki hefur þegar tekið kerfið í notkun og mörg önnur stórfyrirtæki hafa sýnt áhuga. - þj
Fréttir Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira