Verulegur ábati er af flugstarfsemi 24. febrúar 2012 05:30 Á morgunverðarfundi Sérfræðingur IATA, Alþjóðasamtaka flugfélaga, kynnti í gær nýja skýrslu Oxford Economics um áhrif flugstarfsemi á efnahagslífið. Fréttablaðið/GVA Flugrekstur leiðir af sér verulegan þjóðhagslegan ábata fyrir efnahag Íslands og íslenska borgara, auk þess sem sumir þættir flugrekstrarins eru þess eðlis að ekkert getur komið í þeirra stað og þeir eru algerlega ómissandi fyrir nútímahagkerfi. Þetta er meginniðurstaða nýrrar landsskýrslu Oxford Economics um efnahagslegan ábata af flugrekstri á Íslandi. Skýrslan var kynnt á fundi á Hótel Nordica í gærmorgun, þar sem sérfræðingur Alþjóðasamtaka flugfélaga (IATA) fór yfir efni hennar. Meðal helstu niðurstaðna eru að hér á landi séu flugsamgöngur bæði betri og mikilvægari en í öðrum löndum og að flugsamgöngur hér væru betri en í ríflega 50 samanburðarlöndum. Þá væri efnahagslegt mikilvægi greinarinnar mun meira hér en á hinum Norðurlöndunum. Bent er á að efnahagslegur ábati sem leiðir af greininni felist í fleiri þáttum en þeim sem sjónum er venjulega beint að, sem eru þjóðhagsleg heildaráhrif sem metin eru út frá framlagi til vergrar landsframleiðslu, skatttekjum og fjölda starfa í greininni og aðfangakeðju hennar. „Aðalábatans nýtur viðskiptavinurinn, farþeginn eða farmsendandinn sem notar flugið." Þá eru tengingar milli borga og markaða sagðar fela í sér verðmætt samgöngukerfi, sem skapi ábata með því að greiða fyrir beinni erlendri fjárfestingu, starfsemi fyrirtækjaklasa, sérhæfingu og öðrum afleiddum áhrifum á framleiðslugetu hagkerfa. Bent er á að flugreksturinn skili 102,2 milljörðum króna, eða 6,6 prósentum, til vergrar landsframleiðslu. Þá standi hann undir 9.200 störfum, auk þess sem 11.400 manns starfi við afleidd störf í ferðaþjónustu. „Alls ferðaðist 2,1 milljón farþega árið 2010 til og frá Íslandi og 35.000 tonn af verðmætri flugfrakt voru flutt sömu leið. Árlega eru farnar 14.400 alþjóðlegar áætlunarferðir frá Íslandi til 56 flugvalla í 18 löndum. Sætaframboð í innanlandsflugi nemur meira en 547.000 sætum í 11.000 flugferðum til 5 flugvalla," að því er fram kemur í skýrslu Oxford Economics. Þá er flug sagt skipta sköpum í dreifingu varnings. „Þótt flutningur með flugfrakt nemi einungis 0,5 prósentum af heildarflutningi varnings í alþjóðaviðskiptum í tonnum talið nemur hann um 34,6 prósentum af heildinni að verðmæti." olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Sjá meira
Flugrekstur leiðir af sér verulegan þjóðhagslegan ábata fyrir efnahag Íslands og íslenska borgara, auk þess sem sumir þættir flugrekstrarins eru þess eðlis að ekkert getur komið í þeirra stað og þeir eru algerlega ómissandi fyrir nútímahagkerfi. Þetta er meginniðurstaða nýrrar landsskýrslu Oxford Economics um efnahagslegan ábata af flugrekstri á Íslandi. Skýrslan var kynnt á fundi á Hótel Nordica í gærmorgun, þar sem sérfræðingur Alþjóðasamtaka flugfélaga (IATA) fór yfir efni hennar. Meðal helstu niðurstaðna eru að hér á landi séu flugsamgöngur bæði betri og mikilvægari en í öðrum löndum og að flugsamgöngur hér væru betri en í ríflega 50 samanburðarlöndum. Þá væri efnahagslegt mikilvægi greinarinnar mun meira hér en á hinum Norðurlöndunum. Bent er á að efnahagslegur ábati sem leiðir af greininni felist í fleiri þáttum en þeim sem sjónum er venjulega beint að, sem eru þjóðhagsleg heildaráhrif sem metin eru út frá framlagi til vergrar landsframleiðslu, skatttekjum og fjölda starfa í greininni og aðfangakeðju hennar. „Aðalábatans nýtur viðskiptavinurinn, farþeginn eða farmsendandinn sem notar flugið." Þá eru tengingar milli borga og markaða sagðar fela í sér verðmætt samgöngukerfi, sem skapi ábata með því að greiða fyrir beinni erlendri fjárfestingu, starfsemi fyrirtækjaklasa, sérhæfingu og öðrum afleiddum áhrifum á framleiðslugetu hagkerfa. Bent er á að flugreksturinn skili 102,2 milljörðum króna, eða 6,6 prósentum, til vergrar landsframleiðslu. Þá standi hann undir 9.200 störfum, auk þess sem 11.400 manns starfi við afleidd störf í ferðaþjónustu. „Alls ferðaðist 2,1 milljón farþega árið 2010 til og frá Íslandi og 35.000 tonn af verðmætri flugfrakt voru flutt sömu leið. Árlega eru farnar 14.400 alþjóðlegar áætlunarferðir frá Íslandi til 56 flugvalla í 18 löndum. Sætaframboð í innanlandsflugi nemur meira en 547.000 sætum í 11.000 flugferðum til 5 flugvalla," að því er fram kemur í skýrslu Oxford Economics. Þá er flug sagt skipta sköpum í dreifingu varnings. „Þótt flutningur með flugfrakt nemi einungis 0,5 prósentum af heildarflutningi varnings í alþjóðaviðskiptum í tonnum talið nemur hann um 34,6 prósentum af heildinni að verðmæti." olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Sjá meira