Gerir ráð fyrir 30 milljarða framlagi frá ríki vegna SpKef 21. mars 2012 07:00 Landsbankinn bókfærði 30,6 milljarða króna kröfu á ríkissjóð í ársreikningi sínum fyrir árið 2011 vegna yfirtöku bankans á SpKef sparisjóði í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsbankans sem birtur var á föstudag. Úrskurðarnefnd sem skipuð var til að skera úr um verðmæti eigna SpKef hefur þó ekki skilað niðurstöðu og því alls óljóst hver raunveruleg krafa bankans á ríkissjóð, sem telur sig skulda honum um 11 milljarða króna, verður. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið sagði bankinn að „ef niðurstaða úrskurðarnefndarinnar verður sú að ríkissjóður á að borga minna en þessi krafa er bókuð á, þá er hugsanlegt að framkvæma þurfi virðisrýrnun.[…] Á móti virðisrýrnun kröfunnar á ríkissjóð, kæmi þá væntanlega virðisaukning lánasafnsins, þar sem það myndi þá teljast verðmætara en við töldum það vera." Málflutningur fyrir úrskurðarnefnd sem á að skera úr um verðmæti eigna SpKef verður dagana 28. og 29. mars næstkomandi. Í kjölfarið mun nefndin taka sér umhugsunarfrest til að komast að niðurstöðu og er búist við að hún skili niðurstöðum í apríl. Landsbankinn tók starfsemi SpKef sparisjóðs yfir í byrjun mars 2011, eða fyrir rúmu ári. Þá voru innlán og eignir færðar yfir í Landsbankann. Síðan hefur komið í ljós að þær eignir voru mun lakari en lagt var upp með. Íslenska ríkið, sem tryggir öll innlán vegna yfirlýsingar sem gefin var út við efnahagshrunið haustið 2008, telur að það eigi að greiða 11,1 milljarð króna með innlánunum. Landsbankinn metur upphæðina hins vegar um 30,6 milljarða króna. Til að leysa þennan ágreining var sett á fót úrskurðarnefnd í lok síðasta árs. Í henni sitja Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður, sem er formaður nefndarinnar, Sigríður Guðmundsdóttir endurskoðandi og Jón Bjarnason endurskoðandi. Á þessu ári hefur verið unnið að undirbúningi málsins og málsaðilar hafa skilað inn greinargerðum til nefndarinnar. Hvorki Landsbankinn né fjármálaráðuneytið hafa viljað gera þær greinargerðir opinberar. - þsj Fréttir Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Landsbankinn bókfærði 30,6 milljarða króna kröfu á ríkissjóð í ársreikningi sínum fyrir árið 2011 vegna yfirtöku bankans á SpKef sparisjóði í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsbankans sem birtur var á föstudag. Úrskurðarnefnd sem skipuð var til að skera úr um verðmæti eigna SpKef hefur þó ekki skilað niðurstöðu og því alls óljóst hver raunveruleg krafa bankans á ríkissjóð, sem telur sig skulda honum um 11 milljarða króna, verður. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið sagði bankinn að „ef niðurstaða úrskurðarnefndarinnar verður sú að ríkissjóður á að borga minna en þessi krafa er bókuð á, þá er hugsanlegt að framkvæma þurfi virðisrýrnun.[…] Á móti virðisrýrnun kröfunnar á ríkissjóð, kæmi þá væntanlega virðisaukning lánasafnsins, þar sem það myndi þá teljast verðmætara en við töldum það vera." Málflutningur fyrir úrskurðarnefnd sem á að skera úr um verðmæti eigna SpKef verður dagana 28. og 29. mars næstkomandi. Í kjölfarið mun nefndin taka sér umhugsunarfrest til að komast að niðurstöðu og er búist við að hún skili niðurstöðum í apríl. Landsbankinn tók starfsemi SpKef sparisjóðs yfir í byrjun mars 2011, eða fyrir rúmu ári. Þá voru innlán og eignir færðar yfir í Landsbankann. Síðan hefur komið í ljós að þær eignir voru mun lakari en lagt var upp með. Íslenska ríkið, sem tryggir öll innlán vegna yfirlýsingar sem gefin var út við efnahagshrunið haustið 2008, telur að það eigi að greiða 11,1 milljarð króna með innlánunum. Landsbankinn metur upphæðina hins vegar um 30,6 milljarða króna. Til að leysa þennan ágreining var sett á fót úrskurðarnefnd í lok síðasta árs. Í henni sitja Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður, sem er formaður nefndarinnar, Sigríður Guðmundsdóttir endurskoðandi og Jón Bjarnason endurskoðandi. Á þessu ári hefur verið unnið að undirbúningi málsins og málsaðilar hafa skilað inn greinargerðum til nefndarinnar. Hvorki Landsbankinn né fjármálaráðuneytið hafa viljað gera þær greinargerðir opinberar. - þsj
Fréttir Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira