Krónan á þunnum ís, 1. hluti Zack Vogel skrifar 4. september 2012 06:00 Íslandi hefur tekist vel upp í glímu sinni við afleiðingar bankakreppunnar og þjóðir heims líta nú til landsins í leit að lausnum á eigin vandamálum. Þetta þýðir ekki að Ísland sé komið á lygnan sjó. Þvert á móti stendur landið frammi fyrir óleystum vandamálum sem takast þarf á við á næstu árum. Á Íslandi búa 315.000 íbúar og þeir halda úti óháðum gjaldmiðli án þess að festa gengi hans við nokkurn annan gjaldmiðil. Þessi gjaldmiðill er íslenska krónan. Íslendingar þurfa að svara þeirri spurningu hvort það sé heppilegt fyrirkomulag að búa áfram við krónuna. Fleiri afgerandi spurningar krefjast svara. Þessar spurningar snúast um gjaldeyrishöft, eftirlit með starfsemi bankastofnana og fyrirkomulag og samhengi ríkisfjármála og peningamála. En lykilatriðið er að ákveða fyrirkomulag gjaldmiðilsmála. Íslensk stjórnvöld þurfa að ákveða hvort halda skuli í krónuna sem lögeyri eða hvort taka skuli upp erlenda mynt sem lögeyri. Evra, Bandaríkjadalur og Kanadadalur hafa verið nefndir sem möguleikar ásamt fleiri myntum. Hvort sem niðurstaðan verður að halda krónunni eða sleppa henni mun sú stefnumörkun krefjast þolinmæði, ákveðni og fórna, en þar með eru líkindi leiðanna að mestu upptalin. Það er skynsamlegt fyrir íslensk stjórnvöld að vinna áfram að framgangi umsóknar að Evrópusambandinu og Evrópska myntsamstarfinu (ERM) með upptöku evru í huga. Upptaka evru sem lögeyris á Íslandi mun taka mörg ár. Hindranir kunna að verða á þeirri leið sem geri hana ófæra. Biðin eftir evrunni gæti þó orðið landinu til blessunar ef tíminn væri nýttur til kerfisbreytinga sem auðvelduðu Íslendingum að sníða agnúa af því gjaldmiðilskerfi sem þeir nú búa við. Fýsilegt kann að virðast að taka upp aðra mynt en evru í stað krónunnar vegna þess óróleika og verðbólguhættu sem er á evrusvæðinu nú. Upptaka þjóðmyntar annars lands er mjög áhættusöm vegna þess að ólíklegt er að hagsveifla og þar með peningastefna heimalands myntarinnar og Íslands séu í takt. Einhliða upptaka þjóðmyntar annars lands yki stórlega líkindin á nýrri djúpri kreppu á Íslandi. Rekja má ástæðu þess að Íslendingar vilja losa sig við krónuna til reynslu þeirra frá október 2008. Enginn Íslendingur hefur áhuga á að endurupplifa þá óvissu og það verðmætatap sem fylgdi gengisfalli krónunnar. Ég vil halda því fram að þessi martraðarkennda reynsla Íslendinga sé nánast ávallt niðurstaðan þegar stjórnvöld sem búa við fljótandi gengi leyfa myntinni að styrkjast mikið umfram jafnvægisgildi sitt. Íslensk stjórnvöld gengu lengra en að leyfa myntinni að styrkjast, stjórnvaldsaðgerðir beinlínis ýttu undir frekari styrkingu þó það hafi ekki verið ætlunin. Hækkun stýrivaxta án þess að gripið væri til takmarkana á innflæði erlends fjármagns dró slíkt fjármagn til landsins í áður óþekktum mæli. Innflæði fjármagns fylgdi bóla í fasteignaverði og verði annarra eigna, útblásinn bankageiri, útrás og útlánaþensla. Allt þetta má í mismiklum mæli rekja til haftalausrar styrkingar gengis krónunnar á sínum tíma. Það að taka upp Kanadadal, evru eða Bandaríkjadal yrði til þess að lækka verðbólgu og vexti, draga úr gengissveiflum og auðvelda Íslendingum að eiga viðskipti við aðrar þjóðir. En þessi ávinningur er ekki ókeypis. Kostnaðurinn felst í því að íslensk stjórnvöld tapa stjórntækjum. Sé ekið eftir rólegri fáfarinni götu er hægt að taka hendur af stýri um stund. En deilist vegurinn í tvennt eða ef bíll kemur úr gagnstæðri átt er mikilvægt að grípa um stýrið til að forðast vandræði. Að taka upp mynt annars lands þar sem efnahagslífið lýtur öðrum lögmálum og þar sem hagsveiflan er ekki í takt við hagsveiflu á Íslandi svipar til þess að láta stýrið á bílnum í hendur geðstirðs frænda í aftursætinu. Uppbygging atvinnulífs á Íslandi er sérstök. Þar fer mikið fyrir áli og fiski. Hagsveifla á Íslandi kann að vera í takt við Kanada og Evrópu um hríð, en komi til þess að hagsveiflur þessara landa færist úr takti væri Ísland fórnarlamb peningastefnu sem sniðin væri að vandamálum annars lands. Að taka upp mynt annars lands þýðir að ekki er hægt að nota peningapólitísk og gengispólitísk stjórntæki til að takast á við sérstök íslensk hagstjórnarvandamál. Það er umstang og óvissa fólgin í því að skipta um mynt. Því kann mörgum að þykja eðlilegt að halda krónunni til að forðast slík óþægindi. En það kostar líka talsvert umstang og fórnir að halda krónunni. Gengi krónunnar þarf að veikjast hægt og bítandi uns þess er ekki lengur þörf að beita valdboði til að halda erlendu fjármagni föngnu innanlands. Hægt og bítandi þarf að snúa gjaldeyrishöftum við þannig að hægt sé að nota ríkisfjármálin til að örva jafnan og góðan hagvöxt og til að halda verðbólgu í skefjum. Ekki ætti að nota stýrivaxtahækkanir sem agn til að lokka að erlenda fjárfesta, þvert á móti er slíkum hækkunum ætlað að kæla hagkerfið niður þegar þörf er á. Þá þarf að halda krónunni viðvarandi veikri þannig að grimmir og fjárhagslega sterkir gjaldmiðlaspekúlantar sýni henni ekki áhuga. Íslenska hagkerfið er einfaldlega of lítið til að landið geti varið stöðu sterks gjaldmiðils, til þess þyrfti óhóflega stóran gjaldeyrisvarasjóð. Íslensk stjórnvöld og Seðlabankinn þyrftu að setja á fót nefnd sem hefði það markmið, með gjaldeyrismarkaðsinngripum, að halda krónunni 10-20% veikari en svari til jafnvægisgengis hennar. Smæð landsins ætti að hjálpa til við að halda krónunni veikri og landsmenn ættu ekki undir neinum kringumstæðum að reyna að styrkja veikt gengi hennar. Í næstu grein mun ég fjalla um reynslu ríkja Suður-Ameríku og draga tillögur mínar saman. Zack Vogel keypti og seldi skuldatryggingar nýlega þróaðra ríkja fyrir Morgan Stanley og Deutsche Bank. Hann vinnur nú að því að greina viðbrögð Íslands, Argentínu, Grikklands og annarra kreppuhrjáðra landa við fjármálakreppum, nýjum og gömlum. Hann er lektor við viðskiptafræðideild Skidmore College í Saratoga Springs, New York. Námskeið Vogels um Global Credit Crisis mun fjalla ítarlega um valkosti þá sem Ísland stendur frammi fyrir á gjaldmiðilssviðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Íslandi hefur tekist vel upp í glímu sinni við afleiðingar bankakreppunnar og þjóðir heims líta nú til landsins í leit að lausnum á eigin vandamálum. Þetta þýðir ekki að Ísland sé komið á lygnan sjó. Þvert á móti stendur landið frammi fyrir óleystum vandamálum sem takast þarf á við á næstu árum. Á Íslandi búa 315.000 íbúar og þeir halda úti óháðum gjaldmiðli án þess að festa gengi hans við nokkurn annan gjaldmiðil. Þessi gjaldmiðill er íslenska krónan. Íslendingar þurfa að svara þeirri spurningu hvort það sé heppilegt fyrirkomulag að búa áfram við krónuna. Fleiri afgerandi spurningar krefjast svara. Þessar spurningar snúast um gjaldeyrishöft, eftirlit með starfsemi bankastofnana og fyrirkomulag og samhengi ríkisfjármála og peningamála. En lykilatriðið er að ákveða fyrirkomulag gjaldmiðilsmála. Íslensk stjórnvöld þurfa að ákveða hvort halda skuli í krónuna sem lögeyri eða hvort taka skuli upp erlenda mynt sem lögeyri. Evra, Bandaríkjadalur og Kanadadalur hafa verið nefndir sem möguleikar ásamt fleiri myntum. Hvort sem niðurstaðan verður að halda krónunni eða sleppa henni mun sú stefnumörkun krefjast þolinmæði, ákveðni og fórna, en þar með eru líkindi leiðanna að mestu upptalin. Það er skynsamlegt fyrir íslensk stjórnvöld að vinna áfram að framgangi umsóknar að Evrópusambandinu og Evrópska myntsamstarfinu (ERM) með upptöku evru í huga. Upptaka evru sem lögeyris á Íslandi mun taka mörg ár. Hindranir kunna að verða á þeirri leið sem geri hana ófæra. Biðin eftir evrunni gæti þó orðið landinu til blessunar ef tíminn væri nýttur til kerfisbreytinga sem auðvelduðu Íslendingum að sníða agnúa af því gjaldmiðilskerfi sem þeir nú búa við. Fýsilegt kann að virðast að taka upp aðra mynt en evru í stað krónunnar vegna þess óróleika og verðbólguhættu sem er á evrusvæðinu nú. Upptaka þjóðmyntar annars lands er mjög áhættusöm vegna þess að ólíklegt er að hagsveifla og þar með peningastefna heimalands myntarinnar og Íslands séu í takt. Einhliða upptaka þjóðmyntar annars lands yki stórlega líkindin á nýrri djúpri kreppu á Íslandi. Rekja má ástæðu þess að Íslendingar vilja losa sig við krónuna til reynslu þeirra frá október 2008. Enginn Íslendingur hefur áhuga á að endurupplifa þá óvissu og það verðmætatap sem fylgdi gengisfalli krónunnar. Ég vil halda því fram að þessi martraðarkennda reynsla Íslendinga sé nánast ávallt niðurstaðan þegar stjórnvöld sem búa við fljótandi gengi leyfa myntinni að styrkjast mikið umfram jafnvægisgildi sitt. Íslensk stjórnvöld gengu lengra en að leyfa myntinni að styrkjast, stjórnvaldsaðgerðir beinlínis ýttu undir frekari styrkingu þó það hafi ekki verið ætlunin. Hækkun stýrivaxta án þess að gripið væri til takmarkana á innflæði erlends fjármagns dró slíkt fjármagn til landsins í áður óþekktum mæli. Innflæði fjármagns fylgdi bóla í fasteignaverði og verði annarra eigna, útblásinn bankageiri, útrás og útlánaþensla. Allt þetta má í mismiklum mæli rekja til haftalausrar styrkingar gengis krónunnar á sínum tíma. Það að taka upp Kanadadal, evru eða Bandaríkjadal yrði til þess að lækka verðbólgu og vexti, draga úr gengissveiflum og auðvelda Íslendingum að eiga viðskipti við aðrar þjóðir. En þessi ávinningur er ekki ókeypis. Kostnaðurinn felst í því að íslensk stjórnvöld tapa stjórntækjum. Sé ekið eftir rólegri fáfarinni götu er hægt að taka hendur af stýri um stund. En deilist vegurinn í tvennt eða ef bíll kemur úr gagnstæðri átt er mikilvægt að grípa um stýrið til að forðast vandræði. Að taka upp mynt annars lands þar sem efnahagslífið lýtur öðrum lögmálum og þar sem hagsveiflan er ekki í takt við hagsveiflu á Íslandi svipar til þess að láta stýrið á bílnum í hendur geðstirðs frænda í aftursætinu. Uppbygging atvinnulífs á Íslandi er sérstök. Þar fer mikið fyrir áli og fiski. Hagsveifla á Íslandi kann að vera í takt við Kanada og Evrópu um hríð, en komi til þess að hagsveiflur þessara landa færist úr takti væri Ísland fórnarlamb peningastefnu sem sniðin væri að vandamálum annars lands. Að taka upp mynt annars lands þýðir að ekki er hægt að nota peningapólitísk og gengispólitísk stjórntæki til að takast á við sérstök íslensk hagstjórnarvandamál. Það er umstang og óvissa fólgin í því að skipta um mynt. Því kann mörgum að þykja eðlilegt að halda krónunni til að forðast slík óþægindi. En það kostar líka talsvert umstang og fórnir að halda krónunni. Gengi krónunnar þarf að veikjast hægt og bítandi uns þess er ekki lengur þörf að beita valdboði til að halda erlendu fjármagni föngnu innanlands. Hægt og bítandi þarf að snúa gjaldeyrishöftum við þannig að hægt sé að nota ríkisfjármálin til að örva jafnan og góðan hagvöxt og til að halda verðbólgu í skefjum. Ekki ætti að nota stýrivaxtahækkanir sem agn til að lokka að erlenda fjárfesta, þvert á móti er slíkum hækkunum ætlað að kæla hagkerfið niður þegar þörf er á. Þá þarf að halda krónunni viðvarandi veikri þannig að grimmir og fjárhagslega sterkir gjaldmiðlaspekúlantar sýni henni ekki áhuga. Íslenska hagkerfið er einfaldlega of lítið til að landið geti varið stöðu sterks gjaldmiðils, til þess þyrfti óhóflega stóran gjaldeyrisvarasjóð. Íslensk stjórnvöld og Seðlabankinn þyrftu að setja á fót nefnd sem hefði það markmið, með gjaldeyrismarkaðsinngripum, að halda krónunni 10-20% veikari en svari til jafnvægisgengis hennar. Smæð landsins ætti að hjálpa til við að halda krónunni veikri og landsmenn ættu ekki undir neinum kringumstæðum að reyna að styrkja veikt gengi hennar. Í næstu grein mun ég fjalla um reynslu ríkja Suður-Ameríku og draga tillögur mínar saman. Zack Vogel keypti og seldi skuldatryggingar nýlega þróaðra ríkja fyrir Morgan Stanley og Deutsche Bank. Hann vinnur nú að því að greina viðbrögð Íslands, Argentínu, Grikklands og annarra kreppuhrjáðra landa við fjármálakreppum, nýjum og gömlum. Hann er lektor við viðskiptafræðideild Skidmore College í Saratoga Springs, New York. Námskeið Vogels um Global Credit Crisis mun fjalla ítarlega um valkosti þá sem Ísland stendur frammi fyrir á gjaldmiðilssviðinu.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun