Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar 14. maí 2025 08:00 Fíknisjúkdómar eru eitt alvarlegasta heilbrigðisvandamál samtímans. Sjúkdómar sem hafa víðtæk áhrif – ekki aðeins á einstaklinga, heldur einnig fjölskyldur þeirra og samfélagið allt. Áfengis- og vímuefnafíkn getur valdið líkamlegu og andlegu heilsutjóni, félagslegri einangrun, atvinnumissi og jafnvel ótímabærum dauðsföllum. Þess vegna skiptir höfuðmáli að tryggja fólki aðgang að viðeigandi meðferð – og einkum og sér í lagi meðferð sem hentar hverjum og einum best. Á Íslandi stendur fíknisjúkum til boða að bæði fagleg og góð meðferð , en það er aftur á móti ekki svo að ein meðferð henti endilega öllum. Nauðsynlegt er að tryggja að fjölbreytt úrræði standi sjúklingum til boða þegar þeir eru tilbúnir að leita sér meðferðar. Einstaklingsbundin nálgun er lykillinn að árangri í þessum efnum. Jafnvel svo að í sumum tilfellum getur verið mikill ávinningur falist í því að sækja meðferð út fyrir landsteinana. Breytt umhverfi, fjölbreyttari úrræði, eða sérhæfð meðferðarúrræði sem standa ekki til boða hér á landi geta skipt sköpum í bataferlinu. Ég hef ítrekað talað fyrir nauðsyn þess á þingi að að Sjúkratryggingar taki þátt í að niðurgreiða kostnaðar við meðferð erlendis jafnt sem hérlendis. Nú síðast lagði ég fram fyrirspurn á heilbrigðisráðherra um þetta efni. Fyrirspurnin sneri annars vegar að því hversu oft Sjúkratryggingar hafi tekið þátt í að niðurgreiða áfengis- og vímuefnameðferðir erlendir síðastliðin fimm ár. Í svari ráðuneytisins segir að upplýsingar séu ekki tiltækar fyrir árin 2020 og 2021 en árið 2022 hefðu 13 umsóknir borist stofnuninni og átta þeirra samþykktar. Ári seinna barst engin slík umsókn og árið 2024 voru þær átta talsins þótt enn hafi aðeins komið til útgjalda vegna fjögurra þeirra. Hins vegar falaðist ég eftir sýn ráðherrans til mikilvægi niðurgreiðslu slíkra meðferða erlendis og hvort til skoðana væri að gera samninga þess efnis. Ráðuneytið svaraði því þannig til að sjúkratryggðir ættu rétt á að sækja sér heilbrigðisþjónustu yfir landamæri EES-ríkja en samþykki Sjúkratrygginga þyrfti til. Þótt fáir leitist eftir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga vegna áfengis- og vímuefnameðferðar erlendis sé þessi réttur mikilvægur hverjum þeim sem telja auknar líkur á að meðferð erlendis skili meiri árangri. Takmarkaður fjöldi slíkra umsókna hefur þó ekki gefið tilefni til samningagerðar við erlenda meðferðaraðila. Þá séu ekki fordæmi fyrir því að samið sé við erlenda aðila ef meðferð er í boði hér á landi. Spurningin sem blasir nú við er hvers vegna aðeins örfáar umsóknir um meðferð á erlendri grundu hafi hingað til borist Sjúkratryggingum? Ég tel að ástæðan hljóti að vera sú að fólk fái almennt þau svör að slíkt sé aðeins gert í undantekningartilfellum. Þær fáu umsóknir sem þó berast eru svo nýttar sem rök fyrir því að ekki þurfi að gera sérstaka samninga við erlenda meðferðaraðila. Ég er ósammála þessari nálgun, á sama tíma og við þurfum að semja við og styrkja þá öflugu aðila sem sinna fíknisjúkum hér á landi þá er í sumum tilfellum nauðsynlegt fyrir sjúklinga að komast af landi brott í nýtt umhverfi og fá þar meðferð við hæfi. Við verðum að nálgast fíknisjúkdóma sem það heilsufarsvandamál sem þeir eru – af ábyrgð, með samúð og með lausnamiðaðri nálgun. Það ætti að vera sjálfsagt að þeir sem þurfa á því að halda fái tækifæri til að nýta bestu meðferð sem völ er á – hvort sem hana er að finna hér heima eða erlendis. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Fíkn Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Fíknisjúkdómar eru eitt alvarlegasta heilbrigðisvandamál samtímans. Sjúkdómar sem hafa víðtæk áhrif – ekki aðeins á einstaklinga, heldur einnig fjölskyldur þeirra og samfélagið allt. Áfengis- og vímuefnafíkn getur valdið líkamlegu og andlegu heilsutjóni, félagslegri einangrun, atvinnumissi og jafnvel ótímabærum dauðsföllum. Þess vegna skiptir höfuðmáli að tryggja fólki aðgang að viðeigandi meðferð – og einkum og sér í lagi meðferð sem hentar hverjum og einum best. Á Íslandi stendur fíknisjúkum til boða að bæði fagleg og góð meðferð , en það er aftur á móti ekki svo að ein meðferð henti endilega öllum. Nauðsynlegt er að tryggja að fjölbreytt úrræði standi sjúklingum til boða þegar þeir eru tilbúnir að leita sér meðferðar. Einstaklingsbundin nálgun er lykillinn að árangri í þessum efnum. Jafnvel svo að í sumum tilfellum getur verið mikill ávinningur falist í því að sækja meðferð út fyrir landsteinana. Breytt umhverfi, fjölbreyttari úrræði, eða sérhæfð meðferðarúrræði sem standa ekki til boða hér á landi geta skipt sköpum í bataferlinu. Ég hef ítrekað talað fyrir nauðsyn þess á þingi að að Sjúkratryggingar taki þátt í að niðurgreiða kostnaðar við meðferð erlendis jafnt sem hérlendis. Nú síðast lagði ég fram fyrirspurn á heilbrigðisráðherra um þetta efni. Fyrirspurnin sneri annars vegar að því hversu oft Sjúkratryggingar hafi tekið þátt í að niðurgreiða áfengis- og vímuefnameðferðir erlendir síðastliðin fimm ár. Í svari ráðuneytisins segir að upplýsingar séu ekki tiltækar fyrir árin 2020 og 2021 en árið 2022 hefðu 13 umsóknir borist stofnuninni og átta þeirra samþykktar. Ári seinna barst engin slík umsókn og árið 2024 voru þær átta talsins þótt enn hafi aðeins komið til útgjalda vegna fjögurra þeirra. Hins vegar falaðist ég eftir sýn ráðherrans til mikilvægi niðurgreiðslu slíkra meðferða erlendis og hvort til skoðana væri að gera samninga þess efnis. Ráðuneytið svaraði því þannig til að sjúkratryggðir ættu rétt á að sækja sér heilbrigðisþjónustu yfir landamæri EES-ríkja en samþykki Sjúkratrygginga þyrfti til. Þótt fáir leitist eftir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga vegna áfengis- og vímuefnameðferðar erlendis sé þessi réttur mikilvægur hverjum þeim sem telja auknar líkur á að meðferð erlendis skili meiri árangri. Takmarkaður fjöldi slíkra umsókna hefur þó ekki gefið tilefni til samningagerðar við erlenda meðferðaraðila. Þá séu ekki fordæmi fyrir því að samið sé við erlenda aðila ef meðferð er í boði hér á landi. Spurningin sem blasir nú við er hvers vegna aðeins örfáar umsóknir um meðferð á erlendri grundu hafi hingað til borist Sjúkratryggingum? Ég tel að ástæðan hljóti að vera sú að fólk fái almennt þau svör að slíkt sé aðeins gert í undantekningartilfellum. Þær fáu umsóknir sem þó berast eru svo nýttar sem rök fyrir því að ekki þurfi að gera sérstaka samninga við erlenda meðferðaraðila. Ég er ósammála þessari nálgun, á sama tíma og við þurfum að semja við og styrkja þá öflugu aðila sem sinna fíknisjúkum hér á landi þá er í sumum tilfellum nauðsynlegt fyrir sjúklinga að komast af landi brott í nýtt umhverfi og fá þar meðferð við hæfi. Við verðum að nálgast fíknisjúkdóma sem það heilsufarsvandamál sem þeir eru – af ábyrgð, með samúð og með lausnamiðaðri nálgun. Það ætti að vera sjálfsagt að þeir sem þurfa á því að halda fái tækifæri til að nýta bestu meðferð sem völ er á – hvort sem hana er að finna hér heima eða erlendis. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun