Aðeins Poppland greiðir tónlistarmönnum 14. nóvember 2012 10:00 Tónlistarmenn fá borgað fyrir að koma í Stúdíó 12 og spila í Popplandi. Poppland er eini útvarpsþáttur Rásar 2 og um leið á Íslandi þar sem tónlistarmenn fá greitt fyrir að koma og spila. Fyrir spilamennsku í öðrum útvarpsþáttum á borð við Virka morgna á Rás 2 og hjá útvarpsstöðvum 365-miðla er aftur á móti ekkert greitt. „Það er sérstakt samkomulag við þá sem koma í Stúdíó 12 og við borgum fyrir það. Það hefur ekki alltaf verið þannig en við erum búin að gera það undanfarin tvö ár," segir Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður í Popplandi á Rás 2. „Það voru fundnir peningar í það að borga þeim sem koma og spila í Stúdíói 12. Ef fólk mætir svo með gítar og spilar hjá Andra Frey og Gunnu Dís þá er ekki greitt fyrir það." Hann segir það meira mál þegar tónlistarmenn mæta í Stúdíó 12 og þess vegna sé eðlilegt að þeir fái eitthvað greitt fyrir það. „Við biðjum fólk um að mæta einum og hálfum klukkutíma fyrr. Við biðjum um hin og þessi lög og fáum í rauninni tónlistarmennina með okkur í ákveðna dagskrárgerð." Aðspurður segist hann ekki vita hvort verið sé að brjóta fjögurra ára gamlan samning RÚV við Félag íslenskra hljómlistarmanna, FÍH, með því að greiða ekki fyrir spilamennsku í öðrum útvarpsþáttum. Fréttablaðið greindi í gær frá því að engin tónlistaratriðið eru lengur í Kastljósi vegna þess að sjónvarpsþátturinn hefur ekki efni á að borga tónlistarmönnunum og efna þannig samning sinn við FÍH. Óli Palli segist vera á þeirri skoðun að RÚV eigi að vera ein af stoðunum við íslenskt menningarlíf og styðja þannig vel við íslenska tónlist. Sjálfur hefur hann lengi haft áhuga á að stýra eigin sjónvarpsþætti, til dæmis í líkingu við þátt Jools Holland hjá BBC. „Ég hef lýst áhuga mínum við nokkra dagskrárstjóra að vera með tónlistarþætti. Það hefur ekki verið tekið illa í það en það hefur ekki verið tekin sú ákvörðun enn þá að setja slíkt á dagskrá." - fb Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Poppland er eini útvarpsþáttur Rásar 2 og um leið á Íslandi þar sem tónlistarmenn fá greitt fyrir að koma og spila. Fyrir spilamennsku í öðrum útvarpsþáttum á borð við Virka morgna á Rás 2 og hjá útvarpsstöðvum 365-miðla er aftur á móti ekkert greitt. „Það er sérstakt samkomulag við þá sem koma í Stúdíó 12 og við borgum fyrir það. Það hefur ekki alltaf verið þannig en við erum búin að gera það undanfarin tvö ár," segir Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður í Popplandi á Rás 2. „Það voru fundnir peningar í það að borga þeim sem koma og spila í Stúdíói 12. Ef fólk mætir svo með gítar og spilar hjá Andra Frey og Gunnu Dís þá er ekki greitt fyrir það." Hann segir það meira mál þegar tónlistarmenn mæta í Stúdíó 12 og þess vegna sé eðlilegt að þeir fái eitthvað greitt fyrir það. „Við biðjum fólk um að mæta einum og hálfum klukkutíma fyrr. Við biðjum um hin og þessi lög og fáum í rauninni tónlistarmennina með okkur í ákveðna dagskrárgerð." Aðspurður segist hann ekki vita hvort verið sé að brjóta fjögurra ára gamlan samning RÚV við Félag íslenskra hljómlistarmanna, FÍH, með því að greiða ekki fyrir spilamennsku í öðrum útvarpsþáttum. Fréttablaðið greindi í gær frá því að engin tónlistaratriðið eru lengur í Kastljósi vegna þess að sjónvarpsþátturinn hefur ekki efni á að borga tónlistarmönnunum og efna þannig samning sinn við FÍH. Óli Palli segist vera á þeirri skoðun að RÚV eigi að vera ein af stoðunum við íslenskt menningarlíf og styðja þannig vel við íslenska tónlist. Sjálfur hefur hann lengi haft áhuga á að stýra eigin sjónvarpsþætti, til dæmis í líkingu við þátt Jools Holland hjá BBC. „Ég hef lýst áhuga mínum við nokkra dagskrárstjóra að vera með tónlistarþætti. Það hefur ekki verið tekið illa í það en það hefur ekki verið tekin sú ákvörðun enn þá að setja slíkt á dagskrá." - fb
Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira