Tölum saman um betri hverfi Jón Gnarr skrifar 14. janúar 2013 06:00 Í fyrra óskaði Reykjavíkurborg eftir hugmyndum frá borgarbúum að smærri verkefnum í hverfum borgarinnar. Borgarbúar tóku vel við sér og komu með nærri 400 góðar hugmyndir. Embættismenn og hverfaráð Reykjavíkurborgar fóru síðan yfir hugmyndirnar og var kosið á milli 182 hugmynda í rafrænum íbúakosningum. Þar af kusu borgarbúar 124 hugmyndir sem komu til framkvæmda í fyrrasumar og haust. Hafa nú yfir 100 verkefni verið framkvæmd. Aðeins lítill hluti bíður vors. Þetta tilraunaverkefni tókst afar vel og ég þori að fullyrða að mikill meirihluti þessara verkefna er í anda þeirra hugmynda sem íbúar settu fram. Kjörsókn var um 8,1%, í sumum hverfum um og yfir 10 prósent. Samt má enn gera betur. Óánægjuraddir heyrðust varðandi einstök verkefni og snerust þær m.a. um að borgin framkvæmdi hugmyndirnar eftir sínu höfði en ekki íbúanna. Þá kom fram sú gagnrýni að dýrari verkefni vantaði á hugmyndalistana sem kosið var um. Í ár vil ég sjá enn fleiri borgarbúa taka þátt og við þurfum einnig að tryggja virkara samráð um framkvæmdirnar. Í dag verður opnað fyrir góðar hugmyndir í verkefnið Betri hverfi á samráðsvefnum Betri Reykjavík. Þar geta Reykvíkingar sett inn nýjar hugmyndir, skoðað og stutt við hugmyndir annarra. Hægt verður að setja inn hugmyndir til 15. febrúar nk. Rafrænar íbúakosningar um efstu hugmyndir verða síðan haldnar dagana 14.-19. mars. Reykjavíkurborg leggur aftur 300 milljónir í svokallaða hverfapotta á þessu ári til að koma þeim verkefnum í framkvæmd sem kosin verða. Á næstu vikum mun ég funda með íbúum í hverfum Reykjavíkur og fara yfir verkefni síðasta árs og óska eftir uppbyggilegum hugmyndum. Þar mun íbúum gefast kostur á því að bjóða fram þjónustu sína varðandi eftirfylgni verkefna. Með því viljum við tryggja að verkefnin sem koma til framkvæmda verði í anda þeirra hugmynda sem íbúar setja fram. Ég hlakka til og hvet alla Reykvíkinga til að mæta á fundina. Reykjavík er frábær borg en við getum gert hana enn betri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrra óskaði Reykjavíkurborg eftir hugmyndum frá borgarbúum að smærri verkefnum í hverfum borgarinnar. Borgarbúar tóku vel við sér og komu með nærri 400 góðar hugmyndir. Embættismenn og hverfaráð Reykjavíkurborgar fóru síðan yfir hugmyndirnar og var kosið á milli 182 hugmynda í rafrænum íbúakosningum. Þar af kusu borgarbúar 124 hugmyndir sem komu til framkvæmda í fyrrasumar og haust. Hafa nú yfir 100 verkefni verið framkvæmd. Aðeins lítill hluti bíður vors. Þetta tilraunaverkefni tókst afar vel og ég þori að fullyrða að mikill meirihluti þessara verkefna er í anda þeirra hugmynda sem íbúar settu fram. Kjörsókn var um 8,1%, í sumum hverfum um og yfir 10 prósent. Samt má enn gera betur. Óánægjuraddir heyrðust varðandi einstök verkefni og snerust þær m.a. um að borgin framkvæmdi hugmyndirnar eftir sínu höfði en ekki íbúanna. Þá kom fram sú gagnrýni að dýrari verkefni vantaði á hugmyndalistana sem kosið var um. Í ár vil ég sjá enn fleiri borgarbúa taka þátt og við þurfum einnig að tryggja virkara samráð um framkvæmdirnar. Í dag verður opnað fyrir góðar hugmyndir í verkefnið Betri hverfi á samráðsvefnum Betri Reykjavík. Þar geta Reykvíkingar sett inn nýjar hugmyndir, skoðað og stutt við hugmyndir annarra. Hægt verður að setja inn hugmyndir til 15. febrúar nk. Rafrænar íbúakosningar um efstu hugmyndir verða síðan haldnar dagana 14.-19. mars. Reykjavíkurborg leggur aftur 300 milljónir í svokallaða hverfapotta á þessu ári til að koma þeim verkefnum í framkvæmd sem kosin verða. Á næstu vikum mun ég funda með íbúum í hverfum Reykjavíkur og fara yfir verkefni síðasta árs og óska eftir uppbyggilegum hugmyndum. Þar mun íbúum gefast kostur á því að bjóða fram þjónustu sína varðandi eftirfylgni verkefna. Með því viljum við tryggja að verkefnin sem koma til framkvæmda verði í anda þeirra hugmynda sem íbúar setja fram. Ég hlakka til og hvet alla Reykvíkinga til að mæta á fundina. Reykjavík er frábær borg en við getum gert hana enn betri.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar