Hvar og hvernig eiga lífeyrissjóðir að ávaxta fjármuni sína? Bolli Héðinsson skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Í viðskiptaháskólum í Bandaríkjunum og víðar er notuð sú aðferð að kenna „case“, þ.e. farið er yfir frásagnir þar sem lýst er tilteknum aðstæðum sem nemendur eiga síðan að draga raunhæfar ályktanir af. Ein þessara frásagna, sem orðin er klassík og kennd í mörgum skólum vestanhafs, greinir frá vinnuvélaframleiðanda í borg einni í miðríkjum Bandaríkjanna þar sem verksmiðjan var nánast eini vinnuveitandinn í borginni og nágrenni hennar. Allt gekk eins og í sögu, vélarnar seldust í stórum stíl, starfsmennirnir voru vel launaðir og lífeyrissjóður þeirra efldist að sama skapi. Á meðan allt lék í lyndi þótti forráðamönnum lífeyrissjóðsins einsýnt að heppilegast væri að fjárfesta í verðbréfum vinnuvélaframleiðandans sjálfs, bæði var fyrirtækið arðbært og með því væri verið að senda rétt skilaboð um tiltrú starfsmannanna á fyrirtækinu sem þeir unnu hjá. Síðan fór allt á versta veg. Vinnuvélaframleiðandinn varð gjaldþrota, verksmiðjunni var lokað, starfsmennirnir töpuðu störfum sínum og einnig áunnum lífeyrisrétti þar sem lífeyrissjóðurinn hafði nær eingöngu fjárfest í verðbréfum vinnuveitandans. Þegar hér er komið sögu í umfjölluninni í viðskiptaháskólanum brosa stúdentarnir góðlátlega að ráðamönnum lífeyrissjóðsins og umræða hefst um það hvernig þeir gátu verið svo skammsýnir að fylgja ekki einföldustu reglum fjárstýringar um að dreifa áhættu og hafa ekki öll eggin í sömu körfunni.Hvar er norski olíusjóðurinn ávaxtaður? Norðmenn tóku snemma þá ákvörðun að ávinningur þeirra af olíuvinnslu yrði að stærstum hluta ávaxtaður í tryggum fjárfestingum annars staðar en í Noregi. Þannig yrðu þeir best varðir fyrir áföllum þegar grípa þyrfti til fjármunanna í sjóðnum. Íslendingar guma oft af íslenska lífeyriskerfinu sem því fullkomnasta í heimi þar sem það er fjármagnað að fullu með iðgjöldum sjóðfélaga. Reglulega eru uppi kröfur um að lífeyrissjóðirnir leggi fé í alls kyns verkefni innanlands sem aðrir fjárfestar sjá sér ekki hag í að leggja fjármuni sína í. Hversu skynsamlegt er að íslenskir lífeyrissjóðir leggi fjármuni sína yfirleitt í íslenskar fjárfestingar? Gildir einu hvort það eru verðbréf ríkissjóðs eða fyrirtæki í nýsköpun því allt saman eru þetta fjárfestingar góðra gjalda verðar. Eigum við kannski að láta frásögnina af vinnuvélaframleiðandanum í miðríkjum Bandaríkjanna verða okkur víti til varnaðar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Í viðskiptaháskólum í Bandaríkjunum og víðar er notuð sú aðferð að kenna „case“, þ.e. farið er yfir frásagnir þar sem lýst er tilteknum aðstæðum sem nemendur eiga síðan að draga raunhæfar ályktanir af. Ein þessara frásagna, sem orðin er klassík og kennd í mörgum skólum vestanhafs, greinir frá vinnuvélaframleiðanda í borg einni í miðríkjum Bandaríkjanna þar sem verksmiðjan var nánast eini vinnuveitandinn í borginni og nágrenni hennar. Allt gekk eins og í sögu, vélarnar seldust í stórum stíl, starfsmennirnir voru vel launaðir og lífeyrissjóður þeirra efldist að sama skapi. Á meðan allt lék í lyndi þótti forráðamönnum lífeyrissjóðsins einsýnt að heppilegast væri að fjárfesta í verðbréfum vinnuvélaframleiðandans sjálfs, bæði var fyrirtækið arðbært og með því væri verið að senda rétt skilaboð um tiltrú starfsmannanna á fyrirtækinu sem þeir unnu hjá. Síðan fór allt á versta veg. Vinnuvélaframleiðandinn varð gjaldþrota, verksmiðjunni var lokað, starfsmennirnir töpuðu störfum sínum og einnig áunnum lífeyrisrétti þar sem lífeyrissjóðurinn hafði nær eingöngu fjárfest í verðbréfum vinnuveitandans. Þegar hér er komið sögu í umfjölluninni í viðskiptaháskólanum brosa stúdentarnir góðlátlega að ráðamönnum lífeyrissjóðsins og umræða hefst um það hvernig þeir gátu verið svo skammsýnir að fylgja ekki einföldustu reglum fjárstýringar um að dreifa áhættu og hafa ekki öll eggin í sömu körfunni.Hvar er norski olíusjóðurinn ávaxtaður? Norðmenn tóku snemma þá ákvörðun að ávinningur þeirra af olíuvinnslu yrði að stærstum hluta ávaxtaður í tryggum fjárfestingum annars staðar en í Noregi. Þannig yrðu þeir best varðir fyrir áföllum þegar grípa þyrfti til fjármunanna í sjóðnum. Íslendingar guma oft af íslenska lífeyriskerfinu sem því fullkomnasta í heimi þar sem það er fjármagnað að fullu með iðgjöldum sjóðfélaga. Reglulega eru uppi kröfur um að lífeyrissjóðirnir leggi fé í alls kyns verkefni innanlands sem aðrir fjárfestar sjá sér ekki hag í að leggja fjármuni sína í. Hversu skynsamlegt er að íslenskir lífeyrissjóðir leggi fjármuni sína yfirleitt í íslenskar fjárfestingar? Gildir einu hvort það eru verðbréf ríkissjóðs eða fyrirtæki í nýsköpun því allt saman eru þetta fjárfestingar góðra gjalda verðar. Eigum við kannski að láta frásögnina af vinnuvélaframleiðandanum í miðríkjum Bandaríkjanna verða okkur víti til varnaðar?
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar