Freyr: Löglegt mark tekið af okkur | Óttar mögulega brotinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. maí 2015 21:31 Óttar Bjarni borinn af velli í kvöld. vísir/stefán Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, segir að hann sé ekkert mjög sáttur við að hafa fengið aðeins eitt stig á Stjörnuvellinum í kvöld. „Ég er ekki sáttur við stigið, ekkert rosalega. En úr því sem komið var tökum við það. En mér finnst illa að okkur vegið þar sem við skorum löglegt mark sem er tekið af okkur,“ sagði Freyr og átti þar við atvik sem átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks. Kolbeinn Kárason skoraði þá mark sem var dæmt af vegna brots á Gunnari Nielsen, markverði Stjörnunnar. „Mér fannst þetta helvíti dýrt. Við vorum með tvo stóra menn sem standa alveg kyrrir og þeir hafa alveg skýr skilaboð með það að þeir eiga ekki að hamast í markverðinum. Þeir bara voru þarna.“ „Markvörðurinn dettur svo þarna fyrir framan hann og við neglum honum í þaknetið. Ég sá ekki alveg hvað gerðist en ég er með heimildir fyrir því að það hafi verið í 100 prósent lagi með þetta mark.“ Hann hrósaði sínum mönnum fyrir leikskipulagið en Leiknir spilaði með fimm manna varnarlínu í dag. „Mér fannst þetta frábært. Við náðum að loka á flest allt sem þeir voru að reyna að gera og fannst við spila vel úr því sem við höfðum.“ Freyr þurfti að gera þrjár breytingar á byrjunarliði sínu í dag vegna meiðsla og þá fór Óttar Bjarni Guðmundsson af velli vegna meiðsla í lok fyrri hálfleiks. „Lið sem er nýliði í deildinni vill ekki lenda í þessu. Strákarnir eru þó ekkert að detta í einhvern fórnarlambagír við það að fá nýtt upplegg og mér fannst þeir bregðast hratt við. Ég er stoltur af þeim, þetta heppnaðist mjög vel.“ Óttar var fluttur upp á sjúkrahús og Freyr segir að útlitið sé ekki gott. „Hann fékk högg á lærlegginn og hann er í myndatöku til að kanna hvort hann sé brotinn. Hann er mjög kvalinn.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Stjarnan - Leiknir 1-1 | Meistararnir í vandræðum með nýliðana Stjarnan tapaði sínum fyrstu stigum í Pepsi-deild karla í kvöld. 17. maí 2015 00:01 Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, segir að hann sé ekkert mjög sáttur við að hafa fengið aðeins eitt stig á Stjörnuvellinum í kvöld. „Ég er ekki sáttur við stigið, ekkert rosalega. En úr því sem komið var tökum við það. En mér finnst illa að okkur vegið þar sem við skorum löglegt mark sem er tekið af okkur,“ sagði Freyr og átti þar við atvik sem átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks. Kolbeinn Kárason skoraði þá mark sem var dæmt af vegna brots á Gunnari Nielsen, markverði Stjörnunnar. „Mér fannst þetta helvíti dýrt. Við vorum með tvo stóra menn sem standa alveg kyrrir og þeir hafa alveg skýr skilaboð með það að þeir eiga ekki að hamast í markverðinum. Þeir bara voru þarna.“ „Markvörðurinn dettur svo þarna fyrir framan hann og við neglum honum í þaknetið. Ég sá ekki alveg hvað gerðist en ég er með heimildir fyrir því að það hafi verið í 100 prósent lagi með þetta mark.“ Hann hrósaði sínum mönnum fyrir leikskipulagið en Leiknir spilaði með fimm manna varnarlínu í dag. „Mér fannst þetta frábært. Við náðum að loka á flest allt sem þeir voru að reyna að gera og fannst við spila vel úr því sem við höfðum.“ Freyr þurfti að gera þrjár breytingar á byrjunarliði sínu í dag vegna meiðsla og þá fór Óttar Bjarni Guðmundsson af velli vegna meiðsla í lok fyrri hálfleiks. „Lið sem er nýliði í deildinni vill ekki lenda í þessu. Strákarnir eru þó ekkert að detta í einhvern fórnarlambagír við það að fá nýtt upplegg og mér fannst þeir bregðast hratt við. Ég er stoltur af þeim, þetta heppnaðist mjög vel.“ Óttar var fluttur upp á sjúkrahús og Freyr segir að útlitið sé ekki gott. „Hann fékk högg á lærlegginn og hann er í myndatöku til að kanna hvort hann sé brotinn. Hann er mjög kvalinn.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Stjarnan - Leiknir 1-1 | Meistararnir í vandræðum með nýliðana Stjarnan tapaði sínum fyrstu stigum í Pepsi-deild karla í kvöld. 17. maí 2015 00:01 Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Stjarnan - Leiknir 1-1 | Meistararnir í vandræðum með nýliðana Stjarnan tapaði sínum fyrstu stigum í Pepsi-deild karla í kvöld. 17. maí 2015 00:01