Ásmundur: Félagið afar ósátt við vinnubrögð KSÍ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. maí 2015 07:00 Ásmundur Arnarsson er ósáttur við frestunina. vísir/anton Sú ákvörðun að fresta leik Fylkis og Breiðabliks til fimmtudags vakti athygli og undrun margra. Fylkismenn voru harkalega gagnrýndir í þætti Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld en Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, vísar umfjölluninni til föðurhúsanna. „Það er mín skoðun að lið eigi að spila á sínum heimavelli, sé þess yfirhöfuð kostur,“ sagði Ásmundur en Fylkismenn voru gagnrýndir fyrir að færa leikinn ekki í knattspyrnuhús eða gervigrasvöllinn í Laugardal. „Fyrir utan þá staðreynd að gervigrasið í Laugardal stenst ekki ströngustu kröfur leyfiskerfis KSÍ þá voru menn ekki ánægðir með það hraðmót sem fór fram á gervigrasinu í fyrra,“ sagði Ásmundur og vísaði til þess að fjölmargir leikir fóru fram í Laugardalnum í upphafi tímabilsins eftir mikla vetrarhörku á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að það eigi ekki að þvinga félög til að spila á öðrum völlum en sínum heimavelli. „Stórlið úti í heimi eru ekki beðin um að spila á heimavöllum annarra liða ef heimavöllurinn þeirra er ekki leikfær. Þess fyrir utan leggur félagið áherslu á að spila á velli sem er löglegur og stenst allar kröfur.“ Fylkisvöllur er ekki tilbúinn eftir kaldan vetur og kuldakast síðustu daga og vikna hefur ekki hjálpað til. Starfsmenn Fylkis hafa lengi vitað í hvað stefndi og segir Ásmundur að leitað hafi verið allra mögulegra lausna. „Félagið reyndi að fá leiknum frestað fram í júní til að gefa vellinum tvær vikur í viðbót. Því var hafnað og er félagið afar ósátt við vinnubrögð KSÍ í því máli. Við könnuðum einnig hvort Breiðablik vildi skipta á heimaleikjum og í fyrstu kom það til greina. Svo reyndist erfitt að ná í Blikana en það kom loks upp úr krafsinu að völlurinn þeirra var ekki heldur tilbúinn,“ segir Ásmundur. „Við, leikmenn og þjálfarar, erum mjög svekktir að það þurfti að fresta leiknum. Við vildum ekkert fremur en að spila og reyndum að þrýsta á það eins mikið og mögulegt var. Það reyndist einfaldlega útilokað og því varð þetta niðurstaðan. Þetta er salómonsdómur sem enginn er sáttur við.“ Fyrr í vetur kom fram vilji forráðamanna Fylkis til að skipta grasinu á aðalvelli félagsins út fyrir gervigras. Ásmundur er hlynntur þeirri þróun. „Það er auðvitað skemmtilegra að spila á grasi en þegar allt er tekið til er ég hlynntur breytingunni. Það er ekkert vit að nýta ekki öll mannvirki í kringum völlinn nema bara fyrir meistaraflokk karla og kvenna í nokkra mánuði á ári. Það á að nýta aðstöðuna allt árið og í öllum flokkum.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Sjá meira
Sú ákvörðun að fresta leik Fylkis og Breiðabliks til fimmtudags vakti athygli og undrun margra. Fylkismenn voru harkalega gagnrýndir í þætti Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld en Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, vísar umfjölluninni til föðurhúsanna. „Það er mín skoðun að lið eigi að spila á sínum heimavelli, sé þess yfirhöfuð kostur,“ sagði Ásmundur en Fylkismenn voru gagnrýndir fyrir að færa leikinn ekki í knattspyrnuhús eða gervigrasvöllinn í Laugardal. „Fyrir utan þá staðreynd að gervigrasið í Laugardal stenst ekki ströngustu kröfur leyfiskerfis KSÍ þá voru menn ekki ánægðir með það hraðmót sem fór fram á gervigrasinu í fyrra,“ sagði Ásmundur og vísaði til þess að fjölmargir leikir fóru fram í Laugardalnum í upphafi tímabilsins eftir mikla vetrarhörku á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að það eigi ekki að þvinga félög til að spila á öðrum völlum en sínum heimavelli. „Stórlið úti í heimi eru ekki beðin um að spila á heimavöllum annarra liða ef heimavöllurinn þeirra er ekki leikfær. Þess fyrir utan leggur félagið áherslu á að spila á velli sem er löglegur og stenst allar kröfur.“ Fylkisvöllur er ekki tilbúinn eftir kaldan vetur og kuldakast síðustu daga og vikna hefur ekki hjálpað til. Starfsmenn Fylkis hafa lengi vitað í hvað stefndi og segir Ásmundur að leitað hafi verið allra mögulegra lausna. „Félagið reyndi að fá leiknum frestað fram í júní til að gefa vellinum tvær vikur í viðbót. Því var hafnað og er félagið afar ósátt við vinnubrögð KSÍ í því máli. Við könnuðum einnig hvort Breiðablik vildi skipta á heimaleikjum og í fyrstu kom það til greina. Svo reyndist erfitt að ná í Blikana en það kom loks upp úr krafsinu að völlurinn þeirra var ekki heldur tilbúinn,“ segir Ásmundur. „Við, leikmenn og þjálfarar, erum mjög svekktir að það þurfti að fresta leiknum. Við vildum ekkert fremur en að spila og reyndum að þrýsta á það eins mikið og mögulegt var. Það reyndist einfaldlega útilokað og því varð þetta niðurstaðan. Þetta er salómonsdómur sem enginn er sáttur við.“ Fyrr í vetur kom fram vilji forráðamanna Fylkis til að skipta grasinu á aðalvelli félagsins út fyrir gervigras. Ásmundur er hlynntur þeirri þróun. „Það er auðvitað skemmtilegra að spila á grasi en þegar allt er tekið til er ég hlynntur breytingunni. Það er ekkert vit að nýta ekki öll mannvirki í kringum völlinn nema bara fyrir meistaraflokk karla og kvenna í nokkra mánuði á ári. Það á að nýta aðstöðuna allt árið og í öllum flokkum.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Sjá meira