„Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2025 10:33 Hörður Axel Vilhjálmsson lék í rúm tuttugu ár í meistaraflokki. vísir/diego Hörður Axel Vilhjálmsson lék sinn síðasta leik á ferlinum þegar Álftanes tapaði fyrir Tindastóli í gær. Eftir leikinn fóru sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds yfir feril Harðar Axels. Stólarnir unnu leikinn í Kaldalónshöllinni á Álftanesi í gær, 90-105, og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaeinvíginu. Eftir leikinn tilkynnti Hörður Axel í viðtali að hann væri hættur í körfubolta. Strákarnir í Bónus Körfuboltakvöldi fóru yfir feril Harðar Axels og mærðu þennan stoðsendingahæsta leikmann í sögu efstu deildar á Íslandi. „Hann á glæsilegan feril. Hann hlýtur að gera hann upp þannig, að hann hafi staðið sig mjög vel og áorkað heilan helling. Hann getur skilið sáttur við þetta og ég sagði honum einfaldlega að njóta þess sem er framundan. Ég vona bara, hvenær sem það verður, að hann komi aftur inn í körfuboltaheiminn aftur, í einhverju hlutverki,“ sagði Helgi Már Magnússon sem lék með Herði Axel í landsliðinu, meðal annars á EM 2015. Arnar Guðjónsson var um tíma aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og þekkir Hörð Axel vel. „Það kemur alltaf að þessu á endanum en hann á frábæran feril. Hann spilar víða í Evrópu. Hann er leikstjórnandi landsliðsins á báðum stórmótunum sem það hefur farið á þannig að það er verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril,“ sagði Arnar. „Umræðan hefur oft litast af því að hann á ekki titil á Íslandi en hann hefur unnið Pro A í Þýskalandi og unnið það að lið fari tvisvar á stórmót sem hafði aldrei gerst áður. Það er eitthvað sem menn geta verið stoltir af og ekki margir sem hafa náð því.“ Hér á landi lék Hörður Axel með Fjölni, Njarðvík, Keflavík og Álftanesi. Hann lék einnig á Spáni, í Þýskalandi, Grikklandi, Tékklandi, Belgíu, Ítalíu og Kasakstan. Hörður Axel lék 86 leiki fyrir íslenska landsliðið. Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Stærsti leikur í sögu Álftaness í kvöld og tímabilið undir. Leikurinn var mjög jafn í byrjun og átti raunar eftir að verða það þar til undir lok þriðja leikhluta. Þá settu gestirnir í gírinn og völtuðu yfir heimamenn. 3. maí 2025 18:33 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Stólarnir unnu leikinn í Kaldalónshöllinni á Álftanesi í gær, 90-105, og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaeinvíginu. Eftir leikinn tilkynnti Hörður Axel í viðtali að hann væri hættur í körfubolta. Strákarnir í Bónus Körfuboltakvöldi fóru yfir feril Harðar Axels og mærðu þennan stoðsendingahæsta leikmann í sögu efstu deildar á Íslandi. „Hann á glæsilegan feril. Hann hlýtur að gera hann upp þannig, að hann hafi staðið sig mjög vel og áorkað heilan helling. Hann getur skilið sáttur við þetta og ég sagði honum einfaldlega að njóta þess sem er framundan. Ég vona bara, hvenær sem það verður, að hann komi aftur inn í körfuboltaheiminn aftur, í einhverju hlutverki,“ sagði Helgi Már Magnússon sem lék með Herði Axel í landsliðinu, meðal annars á EM 2015. Arnar Guðjónsson var um tíma aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og þekkir Hörð Axel vel. „Það kemur alltaf að þessu á endanum en hann á frábæran feril. Hann spilar víða í Evrópu. Hann er leikstjórnandi landsliðsins á báðum stórmótunum sem það hefur farið á þannig að það er verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril,“ sagði Arnar. „Umræðan hefur oft litast af því að hann á ekki titil á Íslandi en hann hefur unnið Pro A í Þýskalandi og unnið það að lið fari tvisvar á stórmót sem hafði aldrei gerst áður. Það er eitthvað sem menn geta verið stoltir af og ekki margir sem hafa náð því.“ Hér á landi lék Hörður Axel með Fjölni, Njarðvík, Keflavík og Álftanesi. Hann lék einnig á Spáni, í Þýskalandi, Grikklandi, Tékklandi, Belgíu, Ítalíu og Kasakstan. Hörður Axel lék 86 leiki fyrir íslenska landsliðið.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Stærsti leikur í sögu Álftaness í kvöld og tímabilið undir. Leikurinn var mjög jafn í byrjun og átti raunar eftir að verða það þar til undir lok þriðja leikhluta. Þá settu gestirnir í gírinn og völtuðu yfir heimamenn. 3. maí 2025 18:33 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Stærsti leikur í sögu Álftaness í kvöld og tímabilið undir. Leikurinn var mjög jafn í byrjun og átti raunar eftir að verða það þar til undir lok þriðja leikhluta. Þá settu gestirnir í gírinn og völtuðu yfir heimamenn. 3. maí 2025 18:33