„Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2025 10:33 Hörður Axel Vilhjálmsson lék í rúm tuttugu ár í meistaraflokki. vísir/diego Hörður Axel Vilhjálmsson lék sinn síðasta leik á ferlinum þegar Álftanes tapaði fyrir Tindastóli í gær. Eftir leikinn fóru sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds yfir feril Harðar Axels. Stólarnir unnu leikinn í Kaldalónshöllinni á Álftanesi í gær, 90-105, og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaeinvíginu. Eftir leikinn tilkynnti Hörður Axel í viðtali að hann væri hættur í körfubolta. Strákarnir í Bónus Körfuboltakvöldi fóru yfir feril Harðar Axels og mærðu þennan stoðsendingahæsta leikmann í sögu efstu deildar á Íslandi. „Hann á glæsilegan feril. Hann hlýtur að gera hann upp þannig, að hann hafi staðið sig mjög vel og áorkað heilan helling. Hann getur skilið sáttur við þetta og ég sagði honum einfaldlega að njóta þess sem er framundan. Ég vona bara, hvenær sem það verður, að hann komi aftur inn í körfuboltaheiminn aftur, í einhverju hlutverki,“ sagði Helgi Már Magnússon sem lék með Herði Axel í landsliðinu, meðal annars á EM 2015. Arnar Guðjónsson var um tíma aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og þekkir Hörð Axel vel. „Það kemur alltaf að þessu á endanum en hann á frábæran feril. Hann spilar víða í Evrópu. Hann er leikstjórnandi landsliðsins á báðum stórmótunum sem það hefur farið á þannig að það er verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril,“ sagði Arnar. „Umræðan hefur oft litast af því að hann á ekki titil á Íslandi en hann hefur unnið Pro A í Þýskalandi og unnið það að lið fari tvisvar á stórmót sem hafði aldrei gerst áður. Það er eitthvað sem menn geta verið stoltir af og ekki margir sem hafa náð því.“ Hér á landi lék Hörður Axel með Fjölni, Njarðvík, Keflavík og Álftanesi. Hann lék einnig á Spáni, í Þýskalandi, Grikklandi, Tékklandi, Belgíu, Ítalíu og Kasakstan. Hörður Axel lék 86 leiki fyrir íslenska landsliðið. Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Stærsti leikur í sögu Álftaness í kvöld og tímabilið undir. Leikurinn var mjög jafn í byrjun og átti raunar eftir að verða það þar til undir lok þriðja leikhluta. Þá settu gestirnir í gírinn og völtuðu yfir heimamenn. 3. maí 2025 18:33 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Stólarnir unnu leikinn í Kaldalónshöllinni á Álftanesi í gær, 90-105, og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaeinvíginu. Eftir leikinn tilkynnti Hörður Axel í viðtali að hann væri hættur í körfubolta. Strákarnir í Bónus Körfuboltakvöldi fóru yfir feril Harðar Axels og mærðu þennan stoðsendingahæsta leikmann í sögu efstu deildar á Íslandi. „Hann á glæsilegan feril. Hann hlýtur að gera hann upp þannig, að hann hafi staðið sig mjög vel og áorkað heilan helling. Hann getur skilið sáttur við þetta og ég sagði honum einfaldlega að njóta þess sem er framundan. Ég vona bara, hvenær sem það verður, að hann komi aftur inn í körfuboltaheiminn aftur, í einhverju hlutverki,“ sagði Helgi Már Magnússon sem lék með Herði Axel í landsliðinu, meðal annars á EM 2015. Arnar Guðjónsson var um tíma aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og þekkir Hörð Axel vel. „Það kemur alltaf að þessu á endanum en hann á frábæran feril. Hann spilar víða í Evrópu. Hann er leikstjórnandi landsliðsins á báðum stórmótunum sem það hefur farið á þannig að það er verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril,“ sagði Arnar. „Umræðan hefur oft litast af því að hann á ekki titil á Íslandi en hann hefur unnið Pro A í Þýskalandi og unnið það að lið fari tvisvar á stórmót sem hafði aldrei gerst áður. Það er eitthvað sem menn geta verið stoltir af og ekki margir sem hafa náð því.“ Hér á landi lék Hörður Axel með Fjölni, Njarðvík, Keflavík og Álftanesi. Hann lék einnig á Spáni, í Þýskalandi, Grikklandi, Tékklandi, Belgíu, Ítalíu og Kasakstan. Hörður Axel lék 86 leiki fyrir íslenska landsliðið.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Stærsti leikur í sögu Álftaness í kvöld og tímabilið undir. Leikurinn var mjög jafn í byrjun og átti raunar eftir að verða það þar til undir lok þriðja leikhluta. Þá settu gestirnir í gírinn og völtuðu yfir heimamenn. 3. maí 2025 18:33 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Stærsti leikur í sögu Álftaness í kvöld og tímabilið undir. Leikurinn var mjög jafn í byrjun og átti raunar eftir að verða það þar til undir lok þriðja leikhluta. Þá settu gestirnir í gírinn og völtuðu yfir heimamenn. 3. maí 2025 18:33