Takk, Magnús og Fréttablaðið Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 10. febrúar 2016 07:00 Í leiðara Fréttablaðsins, Skoðun, þann 1. febrúar sl., skrifar Magnús Guðmundsson lipurlega um áfengisfrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi. Rati frumvarpið í atkvæðagreiðslu segir hann svo um þingmenn: „Hver um sig getur sagt já og sett hagsmuni frjálsrar smávöruverslunar á oddinn eða greitt atkvæði á forsendum lýðheilsu og minni kostnaðar fyrir heilbrigðiskerfið og sagt nei.“ Takk, Magnús, fyrir þessi orð. Í þeim hverfist sannleikur þessa máls. Allar rannsóknir benda til þess sama, að með auknu aðgengi fylgi aukinn áfengisvandi og minni lýðheilsa. Aðgengi er því lykilorð. Rannsóknir þessar hafa haft áhrif á stefnumótun í flestöllum þróuðum ríkjum, þ. á m. á Íslandi. Hvaða stefnu hafa stjórnvöld á Íslandi þá hvað varðar aðgengi að áfengi? Jú, sú stefna er skýr og endurspeglast í þeirri stefnu sem heilbrigðisráðherra hefur samþykkt og birt undir heitinu Stefna í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020. Stefna þessi er auðfundin á veraldarvefnum fyrir þá sem hafa áhuga. Í stefnunni eru sex yfirmarkmið og er það fyrsta eftirtalið: „Að takmarka aðgengi að áfengi og öðrum vímugjöfum.“ Aðgengi er því lykilorð í stefnu Íslands. Aðgengi á að takmarka en ekki auka.Hagsmunir Aukið aðgengi að áfengi og þar með aukin neysla er í mótsögn við bætta lýðheilsu. Verri lýðheilsa mun íþyngja heilbrigðiskerfinu og leiða til aukins kostnaðar fyrir ríkissjóð. Það eru því ekki hagsmunir skattgreiðenda að frumvarpið verði samþykkt. Skattgreiðendum þykir flestum að þeir séu píndir nóg nú þegar. Hverjir græða þá á samþykkt frumvarpsins? Jú, þær verslanir sem ætla sér að selja áfengið, það blasir við. Verði frumvarpið samþykkt verður gríðarleg pressa á að aflétta auglýsingabanni á áfengi. Tekjur af áfengisauglýsingum eru einn stærsti tekjuliður dagblaða erlendis. Því hlýtur það að vera freistandi fyrir fjölmiðla að leggjast á sveif með þeim sem vilja að frumvarpið nái fram að ganga. Það er því þeim mun meiri ástæða til að þakka Magnúsi og Fréttablaðinu fyrir ofangreindan leiðara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins, Skoðun, þann 1. febrúar sl., skrifar Magnús Guðmundsson lipurlega um áfengisfrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi. Rati frumvarpið í atkvæðagreiðslu segir hann svo um þingmenn: „Hver um sig getur sagt já og sett hagsmuni frjálsrar smávöruverslunar á oddinn eða greitt atkvæði á forsendum lýðheilsu og minni kostnaðar fyrir heilbrigðiskerfið og sagt nei.“ Takk, Magnús, fyrir þessi orð. Í þeim hverfist sannleikur þessa máls. Allar rannsóknir benda til þess sama, að með auknu aðgengi fylgi aukinn áfengisvandi og minni lýðheilsa. Aðgengi er því lykilorð. Rannsóknir þessar hafa haft áhrif á stefnumótun í flestöllum þróuðum ríkjum, þ. á m. á Íslandi. Hvaða stefnu hafa stjórnvöld á Íslandi þá hvað varðar aðgengi að áfengi? Jú, sú stefna er skýr og endurspeglast í þeirri stefnu sem heilbrigðisráðherra hefur samþykkt og birt undir heitinu Stefna í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020. Stefna þessi er auðfundin á veraldarvefnum fyrir þá sem hafa áhuga. Í stefnunni eru sex yfirmarkmið og er það fyrsta eftirtalið: „Að takmarka aðgengi að áfengi og öðrum vímugjöfum.“ Aðgengi er því lykilorð í stefnu Íslands. Aðgengi á að takmarka en ekki auka.Hagsmunir Aukið aðgengi að áfengi og þar með aukin neysla er í mótsögn við bætta lýðheilsu. Verri lýðheilsa mun íþyngja heilbrigðiskerfinu og leiða til aukins kostnaðar fyrir ríkissjóð. Það eru því ekki hagsmunir skattgreiðenda að frumvarpið verði samþykkt. Skattgreiðendum þykir flestum að þeir séu píndir nóg nú þegar. Hverjir græða þá á samþykkt frumvarpsins? Jú, þær verslanir sem ætla sér að selja áfengið, það blasir við. Verði frumvarpið samþykkt verður gríðarleg pressa á að aflétta auglýsingabanni á áfengi. Tekjur af áfengisauglýsingum eru einn stærsti tekjuliður dagblaða erlendis. Því hlýtur það að vera freistandi fyrir fjölmiðla að leggjast á sveif með þeim sem vilja að frumvarpið nái fram að ganga. Það er því þeim mun meiri ástæða til að þakka Magnúsi og Fréttablaðinu fyrir ofangreindan leiðara.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar