Fórnarlömb María Elísabet Bragadóttir skrifar 30. mars 2016 07:00 Slátraðir þú lambi um helgina? Sennilega ekki. Nema þú sért slátrari og það eru náttúrulega einhverjar líkur á því. En snæddirðu lamb á páskadegi? Á því eru talsverðar líkur. Lamb er vinsæll málsverður á Íslandi. Ég borðaði ekki lamb en ég sat við hvítdúkað veisluborð á sunnudagskvöldi og fyrir miðju var stórt fat með niðursneiddum lambsskrokki. Einu sinni hljóp þetta lamb frjálst úti í haga. Eða kannski haltraði það um með mislangar lappir. Ég veit ekkert hvernig karakter þetta lamb var. Ef til vill var það dauðyfli. Skelfilega þunglynt og löturhægt í öllum hreyfingum. Nennti ekki að leika með hinum lömbunum. Þráði jafnvel mest af öllu að deyja. Lífsþreyttasta lamb á Íslandi. Himinlifandi að vera leitt í slátrun. Dýr eru kjöt og kjöt er matur og matur er manns gaman nema ég sé að ruglast á málsháttum. Aldrei verið mín sterka hlið. Skrifaði einu sinni í ritgerð að brennt barn yrði sjaldan biskup. Hvað um það. Hugsanlega voru þessi kríli, sem meginþorri þjóðarinnar tuggði og skolaði niður með páskaöli, öll fórnarlömb. Vera kann að fórnin sé lömbunum eðlileg, svo menn geti gert sér dagamun. Málleysingjarnir upplifa þetta jafnvel sem gang lífsins en skortir orðin: Mig langar ekki að verða kind. Vill einhver æðri dýrategund deyða mig áður en ég verð að rollu? Pakka mér í loftþéttar umbúðir og koma mér fyrir í kæli? Hægelda mig í 24 klukkustundir? Tala um að framparturinn á mér sé feitur og góður? Jesú Kristur var fórnarlamb. Húðstrýktur og krossfestur. Guðs lamb sem bar synd heimsins. Engum datt samt í hug að borða hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Elísabet Bragadóttir Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Slátraðir þú lambi um helgina? Sennilega ekki. Nema þú sért slátrari og það eru náttúrulega einhverjar líkur á því. En snæddirðu lamb á páskadegi? Á því eru talsverðar líkur. Lamb er vinsæll málsverður á Íslandi. Ég borðaði ekki lamb en ég sat við hvítdúkað veisluborð á sunnudagskvöldi og fyrir miðju var stórt fat með niðursneiddum lambsskrokki. Einu sinni hljóp þetta lamb frjálst úti í haga. Eða kannski haltraði það um með mislangar lappir. Ég veit ekkert hvernig karakter þetta lamb var. Ef til vill var það dauðyfli. Skelfilega þunglynt og löturhægt í öllum hreyfingum. Nennti ekki að leika með hinum lömbunum. Þráði jafnvel mest af öllu að deyja. Lífsþreyttasta lamb á Íslandi. Himinlifandi að vera leitt í slátrun. Dýr eru kjöt og kjöt er matur og matur er manns gaman nema ég sé að ruglast á málsháttum. Aldrei verið mín sterka hlið. Skrifaði einu sinni í ritgerð að brennt barn yrði sjaldan biskup. Hvað um það. Hugsanlega voru þessi kríli, sem meginþorri þjóðarinnar tuggði og skolaði niður með páskaöli, öll fórnarlömb. Vera kann að fórnin sé lömbunum eðlileg, svo menn geti gert sér dagamun. Málleysingjarnir upplifa þetta jafnvel sem gang lífsins en skortir orðin: Mig langar ekki að verða kind. Vill einhver æðri dýrategund deyða mig áður en ég verð að rollu? Pakka mér í loftþéttar umbúðir og koma mér fyrir í kæli? Hægelda mig í 24 klukkustundir? Tala um að framparturinn á mér sé feitur og góður? Jesú Kristur var fórnarlamb. Húðstrýktur og krossfestur. Guðs lamb sem bar synd heimsins. Engum datt samt í hug að borða hann.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun