Maradona í sárum Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2016 12:30 Maradona og Higuaín á góðri stundu. vísir/getty Diego Maradona, einn besti fótboltamaður sögunnar, er í sárum vegna yfirvofandi sölu Napoli á framherjanum Gonzalo Higuaín til Ítalíumeistara Juventus. Sky Italia hélt því fram um helgina að Argentínumaðurinn væri búinn að standast læknisskoðun hjá Juventus og semja um kaup og kjör en hann kostar Ítalíumeistarana líklega 79 milljónir punda og verður því langdýrasti leikmaðurinn seldur innan Ítalíu. Þessi 28 ára gamli framherji skoraði 36 mörk í 35 leikjum fyrir Napoli á síðustu leiktíð og var fyrsti maðurinn sem skorar yfir 30 mörk í Seríu A í áratug. „Þetta mál með Higuaín særir mig því hann er að fara til Juventus sem er beinn samkeppnisaðili,“ skrifar Maradona á Facebok-síðu sína en Maradona er goðsögn í lifanda lífi hjá Napoli eftir að vinna tvo titla með félaginu á níunda áratug síðustu aldar. „Við getum samt ekki kennt leikmanninum um. Leikmaðurinn ber bara ábyrgð á sjálfum sér. Það eru þessir feitu viðskiptakettir sem glotta mest í þessu máli. Það hugsar enginn um stuðningsmennina,“ segir Diego Maradona. Maradona þjálfaði Higuaín frá 2008-2010 þegar hann stýrði argentínska landsliðinu en orðum hans var ekki beint að leikmanninum eins og hann segir. Hann er ósáttur með Aurelio De Laurentiis, forseta Napoli. „Ég er þreyttur á að segja þetta en í dag skiptir meiru máli að vera góður viðskiptamaður en góður forseti félags. Þetta var ekki svona þegar ég var að spila. Það er slæmt að FIFA heldur áfram að sofa,“ segir Diego Maradona. Ítalski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira
Diego Maradona, einn besti fótboltamaður sögunnar, er í sárum vegna yfirvofandi sölu Napoli á framherjanum Gonzalo Higuaín til Ítalíumeistara Juventus. Sky Italia hélt því fram um helgina að Argentínumaðurinn væri búinn að standast læknisskoðun hjá Juventus og semja um kaup og kjör en hann kostar Ítalíumeistarana líklega 79 milljónir punda og verður því langdýrasti leikmaðurinn seldur innan Ítalíu. Þessi 28 ára gamli framherji skoraði 36 mörk í 35 leikjum fyrir Napoli á síðustu leiktíð og var fyrsti maðurinn sem skorar yfir 30 mörk í Seríu A í áratug. „Þetta mál með Higuaín særir mig því hann er að fara til Juventus sem er beinn samkeppnisaðili,“ skrifar Maradona á Facebok-síðu sína en Maradona er goðsögn í lifanda lífi hjá Napoli eftir að vinna tvo titla með félaginu á níunda áratug síðustu aldar. „Við getum samt ekki kennt leikmanninum um. Leikmaðurinn ber bara ábyrgð á sjálfum sér. Það eru þessir feitu viðskiptakettir sem glotta mest í þessu máli. Það hugsar enginn um stuðningsmennina,“ segir Diego Maradona. Maradona þjálfaði Higuaín frá 2008-2010 þegar hann stýrði argentínska landsliðinu en orðum hans var ekki beint að leikmanninum eins og hann segir. Hann er ósáttur með Aurelio De Laurentiis, forseta Napoli. „Ég er þreyttur á að segja þetta en í dag skiptir meiru máli að vera góður viðskiptamaður en góður forseti félags. Þetta var ekki svona þegar ég var að spila. Það er slæmt að FIFA heldur áfram að sofa,“ segir Diego Maradona.
Ítalski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira