Náttúruperlur við Rauðufossa Ólafur Örn Haraldsson skrifar 8. desember 2016 07:00 Það er stefna og starf Ferðafélags Íslands að kynna íslenska náttúru og hvetja fólk til að njóta hennar en um leið að vernda hana. Þetta kemur meðal annars fram í árbókum félagsins sem gefnar hafa verið út samfellt í 90 ár frá stofnun félagsins. Árbækur félagsins eru ein víðtækasta og vandaðasta heimild um náttúrufar, staðhætti, byggðir og óbyggðir landsins. Það var því ekki rétta orðalagið sem ég notaði á samfélagsmiðli og í blaðaviðtali þegar ég vildi benda á hversu ofurviðkvæm náttúra við uppsprettu Rauðufossakvíslar væri. Þetta var mín ónákvæmni og því töldu einhverjir að ætlunin hafi verið að halda svæðinu leyndu. Það er fjarri því að þetta sé ætlun Ferðafélagsins eða árbókarhöfundar. Þetta þarf að leiðrétta. Þvert á móti er svæðinu haldið mjög á lofti í árbók Ferðafélagsins 2010 sem undirritaður samdi og eru náttúruunnendur hvattir til að ganga þar en gæta að viðkvæmri náttúru. Í bókinni var svæðinu lýst heildstætt með fallegum myndum og texta sbr. hér að neðan. Í árbók Ferðafélagsins 2010 (bls. 74) eru birtar glæsilegar myndir af Rauðufossakvíslinni á bls. 72–75, fegurð svæðisins lýst og göngumenn hvattir til að leita þangað. Þar segir m.a. í texta: „Það er til mikils að vinna að skoða Rauðufossa og svæðið upp að Rauðufossafjöllum en þar leynast fagrir og óvenjulegir staðir … Göngumaður ætti að snúa för sinni upp með Rauðufossakvísl fyrir ofan fossinn … Fegurðin á þessari göngu er fyrst og fremst í ánni sjálfri og við hana því að þar er gróður einstaklega fallegur, bæði á árbökkum og í grynnsta vatninu. Hér er lögð þung áhersla á að svæðið er viðkvæmt enda í 700-800 m hæð, dýjamosi við ána og þurr mosi á melum og önnur náttúrufegurð bíður þess seint bætur ef margir spora ógætilega. Því eru náttúruunnendur, sem leggja þessa göngu á sig, beðnir um að hlífa náttúrunni, taka sveig fram hjá viðkæmum stöðum, þannig að hún fái að standa óspillt og öllum til yndis sem þangað koma. Við Rauðufossafjöll og Dalakvísl er ósnortin fegurð og öræfakyrrð. Þeir sem leita að sterkum áhrifum óbyggðanna finna þau þarna.“Tilgangurinn að kynna landið Tilgangur Ferðafélags Íslands er að kynna landið og opna fyrir ferðamönnum og er það gert meðal annars með landlýsingum, kortagerð, uppbyggingu á aðstöðu fyrir ferðamenn og ferðum um landið. Þegar vakin er athygli á einstökum náttúruperlum landsins þarf um leið að tryggja verndun þeirra og stýringu ferðamanna um svæðið. Þar þurfa margir að koma að verki. Ferðafélag Íslands hefur í áratugi átt gott samstarf og samleið með Ómari Ragnarssyni og nú með vönduðum þáttum Láru Ómarsdóttur sem vinna að sömu markmiðum og félagið. Nú hefur komið á daginn að þegar eru skemmdir við upptök Rauðufossakvíslar. Styrkja þarf skipulag sem verndar þetta náttúrufyrirbrigði um leið og sem flestir fái að njóta. Þar þurfa bæði áhugafólk, fjallmenn á Landmannaafrétti, sveitarfélag, ferðaþjónusta og Umhverfisstofnun að koma að verki.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er stefna og starf Ferðafélags Íslands að kynna íslenska náttúru og hvetja fólk til að njóta hennar en um leið að vernda hana. Þetta kemur meðal annars fram í árbókum félagsins sem gefnar hafa verið út samfellt í 90 ár frá stofnun félagsins. Árbækur félagsins eru ein víðtækasta og vandaðasta heimild um náttúrufar, staðhætti, byggðir og óbyggðir landsins. Það var því ekki rétta orðalagið sem ég notaði á samfélagsmiðli og í blaðaviðtali þegar ég vildi benda á hversu ofurviðkvæm náttúra við uppsprettu Rauðufossakvíslar væri. Þetta var mín ónákvæmni og því töldu einhverjir að ætlunin hafi verið að halda svæðinu leyndu. Það er fjarri því að þetta sé ætlun Ferðafélagsins eða árbókarhöfundar. Þetta þarf að leiðrétta. Þvert á móti er svæðinu haldið mjög á lofti í árbók Ferðafélagsins 2010 sem undirritaður samdi og eru náttúruunnendur hvattir til að ganga þar en gæta að viðkvæmri náttúru. Í bókinni var svæðinu lýst heildstætt með fallegum myndum og texta sbr. hér að neðan. Í árbók Ferðafélagsins 2010 (bls. 74) eru birtar glæsilegar myndir af Rauðufossakvíslinni á bls. 72–75, fegurð svæðisins lýst og göngumenn hvattir til að leita þangað. Þar segir m.a. í texta: „Það er til mikils að vinna að skoða Rauðufossa og svæðið upp að Rauðufossafjöllum en þar leynast fagrir og óvenjulegir staðir … Göngumaður ætti að snúa för sinni upp með Rauðufossakvísl fyrir ofan fossinn … Fegurðin á þessari göngu er fyrst og fremst í ánni sjálfri og við hana því að þar er gróður einstaklega fallegur, bæði á árbökkum og í grynnsta vatninu. Hér er lögð þung áhersla á að svæðið er viðkvæmt enda í 700-800 m hæð, dýjamosi við ána og þurr mosi á melum og önnur náttúrufegurð bíður þess seint bætur ef margir spora ógætilega. Því eru náttúruunnendur, sem leggja þessa göngu á sig, beðnir um að hlífa náttúrunni, taka sveig fram hjá viðkæmum stöðum, þannig að hún fái að standa óspillt og öllum til yndis sem þangað koma. Við Rauðufossafjöll og Dalakvísl er ósnortin fegurð og öræfakyrrð. Þeir sem leita að sterkum áhrifum óbyggðanna finna þau þarna.“Tilgangurinn að kynna landið Tilgangur Ferðafélags Íslands er að kynna landið og opna fyrir ferðamönnum og er það gert meðal annars með landlýsingum, kortagerð, uppbyggingu á aðstöðu fyrir ferðamenn og ferðum um landið. Þegar vakin er athygli á einstökum náttúruperlum landsins þarf um leið að tryggja verndun þeirra og stýringu ferðamanna um svæðið. Þar þurfa margir að koma að verki. Ferðafélag Íslands hefur í áratugi átt gott samstarf og samleið með Ómari Ragnarssyni og nú með vönduðum þáttum Láru Ómarsdóttur sem vinna að sömu markmiðum og félagið. Nú hefur komið á daginn að þegar eru skemmdir við upptök Rauðufossakvíslar. Styrkja þarf skipulag sem verndar þetta náttúrufyrirbrigði um leið og sem flestir fái að njóta. Þar þurfa bæði áhugafólk, fjallmenn á Landmannaafrétti, sveitarfélag, ferðaþjónusta og Umhverfisstofnun að koma að verki.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar