Hvar eru stóru spurningarnar? Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 27. október 2017 07:00 Mikið skelfing er hægt að gera pólitískar umræður á Íslandi leiðinlegar. Það sem fréttamenn virðast hafa mestan áhuga á er hvernig eigi að fjármagna þetta eða hitt og hvort það eigi að lækka eða hækka skatta. Lífið snýst ekki bara um peninga, sem betur fer. Hvar eru hugsjónirnar? Hvar eru stóru spurningar um það hvernig stjórnmálafólk vill þróa íslenskt þjóðfélag? Á að stefna að sjálfbæru samfélagi, meiri jöfnuði og jafnrétti eða svona 2007 samfélagi þar sem sumir græða og grilla? Eða kannski gjörbreyttu jafnréttissamfélagi þar sem umönnun og velferð eru lykilhugtök sem allt annað þjónar, þar með talið atvinnulífið?Vandi jarðarinnar og ofbeldismálin Hvernig ætla stjórnmálaflokkarnir að bregðast við loftslagsvandanum? Samkvæmt nýjustu fréttum erum við að auka útblástur gróðurhúsalofttegunda í stað þess að minnka hann. Loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra eru mesti vandinn sem mannkynið á við að glíma og í raun ætti umræðan að snúast langmest um hann. En nei, það er varla minnst á vanda jarðarinnar og gjörðir mannanna í þeim efnum, hvað þá ábyrgð okkar Íslendinga sem mengum og sóum hrikalega. Hvernig ætla flokkarnir að kveða niður kynbundið ofbeldi? Stjórnin sprakk út af ærumálum barnaníðinga og nauðgara. Fáum við markvissa aðgerðaáætlun gegn ofbeldi strax eftir kosningar (drög að henni er að finna í skúffum velferðarráðuneytisins) og verður strax gengið í að fullgilda Istanbúlsamning Evrópuráðsins? Hann snýst um skyldur stjórnvalda við að kveða niður ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Ísland á eitt Norðurlandanna eftir að fullgilda samninginn.Hvað um börnin? Hvað um launamisréttið sem við vorum minnt á enn og aftur 24. október? Verður jafnlaunavottuninni fylgt eftir og gengið í að endurmeta störf mikilvægra stétta eins og kennara, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða án þess að allt fari á annan endann? Það sárvantar bæði kennara og hjúkrunarfræðinga og það verður að grípa til aðgerða. Hvað um vanda þúsunda barna sem búa við vanrækslu? Verða skattalækkanir til að leysa mál þeirra? Ég held ekki. Það þarf heildstæða stefnu hvað varðar aðstæður barna, kjör þeirra og líðan. Hvað er mikilvægara í einu samfélagi en að búa vel að börnum? Það kostar auðvitað peninga en það er hægt að forgangsraða.Mannréttindi og stjórnarskrá Hvað um mannréttindi minnihlutahópa? Það hefur dregist árum saman að samþykkja tvær tilskipanir EU sem kveða á um jafnan rétt minnihlutahópa á vinnumarkaði. Ísland er eina landið innan EES sem ekki tryggir slík réttindi og það er til skammar. Ég gæti nefnt ýmislegt fleira eins og stefnuleysið í ferðamálum að ekki sé nú minnst á nýja stjórnarskrá. Sú sem við eigum frá 1944 var bráðabirgðasmíð en síðustu ríkisstjórnir hafa svikið okkur um að ljúka því verki, þrátt fyrir þjóðaratkvæði um tillögur Stjórnlagaráðs. Ótrúleg vinnubrögð þar á ferð. Nei, ræðum inntak þess sem við viljum gera á næstu árum ekki bara hvað aðgerðirnar kosta og hvaðan á að taka peningana. Ræðum siðferði og spillingu, lýðræði, mannréttindi, menningu og menntun en þó fyrst og fremst þá ábyrgð okkar að byggja upp sjálfbært, réttlátt þjóðfélag jöfnuðar, jafnréttis og friðar.Höfundur er fyrrverandi þingkona Kvennalistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Mikið skelfing er hægt að gera pólitískar umræður á Íslandi leiðinlegar. Það sem fréttamenn virðast hafa mestan áhuga á er hvernig eigi að fjármagna þetta eða hitt og hvort það eigi að lækka eða hækka skatta. Lífið snýst ekki bara um peninga, sem betur fer. Hvar eru hugsjónirnar? Hvar eru stóru spurningar um það hvernig stjórnmálafólk vill þróa íslenskt þjóðfélag? Á að stefna að sjálfbæru samfélagi, meiri jöfnuði og jafnrétti eða svona 2007 samfélagi þar sem sumir græða og grilla? Eða kannski gjörbreyttu jafnréttissamfélagi þar sem umönnun og velferð eru lykilhugtök sem allt annað þjónar, þar með talið atvinnulífið?Vandi jarðarinnar og ofbeldismálin Hvernig ætla stjórnmálaflokkarnir að bregðast við loftslagsvandanum? Samkvæmt nýjustu fréttum erum við að auka útblástur gróðurhúsalofttegunda í stað þess að minnka hann. Loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra eru mesti vandinn sem mannkynið á við að glíma og í raun ætti umræðan að snúast langmest um hann. En nei, það er varla minnst á vanda jarðarinnar og gjörðir mannanna í þeim efnum, hvað þá ábyrgð okkar Íslendinga sem mengum og sóum hrikalega. Hvernig ætla flokkarnir að kveða niður kynbundið ofbeldi? Stjórnin sprakk út af ærumálum barnaníðinga og nauðgara. Fáum við markvissa aðgerðaáætlun gegn ofbeldi strax eftir kosningar (drög að henni er að finna í skúffum velferðarráðuneytisins) og verður strax gengið í að fullgilda Istanbúlsamning Evrópuráðsins? Hann snýst um skyldur stjórnvalda við að kveða niður ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Ísland á eitt Norðurlandanna eftir að fullgilda samninginn.Hvað um börnin? Hvað um launamisréttið sem við vorum minnt á enn og aftur 24. október? Verður jafnlaunavottuninni fylgt eftir og gengið í að endurmeta störf mikilvægra stétta eins og kennara, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða án þess að allt fari á annan endann? Það sárvantar bæði kennara og hjúkrunarfræðinga og það verður að grípa til aðgerða. Hvað um vanda þúsunda barna sem búa við vanrækslu? Verða skattalækkanir til að leysa mál þeirra? Ég held ekki. Það þarf heildstæða stefnu hvað varðar aðstæður barna, kjör þeirra og líðan. Hvað er mikilvægara í einu samfélagi en að búa vel að börnum? Það kostar auðvitað peninga en það er hægt að forgangsraða.Mannréttindi og stjórnarskrá Hvað um mannréttindi minnihlutahópa? Það hefur dregist árum saman að samþykkja tvær tilskipanir EU sem kveða á um jafnan rétt minnihlutahópa á vinnumarkaði. Ísland er eina landið innan EES sem ekki tryggir slík réttindi og það er til skammar. Ég gæti nefnt ýmislegt fleira eins og stefnuleysið í ferðamálum að ekki sé nú minnst á nýja stjórnarskrá. Sú sem við eigum frá 1944 var bráðabirgðasmíð en síðustu ríkisstjórnir hafa svikið okkur um að ljúka því verki, þrátt fyrir þjóðaratkvæði um tillögur Stjórnlagaráðs. Ótrúleg vinnubrögð þar á ferð. Nei, ræðum inntak þess sem við viljum gera á næstu árum ekki bara hvað aðgerðirnar kosta og hvaðan á að taka peningana. Ræðum siðferði og spillingu, lýðræði, mannréttindi, menningu og menntun en þó fyrst og fremst þá ábyrgð okkar að byggja upp sjálfbært, réttlátt þjóðfélag jöfnuðar, jafnréttis og friðar.Höfundur er fyrrverandi þingkona Kvennalistans.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar