Öflugur útflutningur skiptir okkur öll máli Helga Árnadóttir skrifar 26. október 2017 07:00 Við Íslendingar erum rík af náttúruauðlindum. Þær höfum við nýtt til að búa til eftirsóttar vörur og þjónustu sem hefur staðist samkeppni á erlendum mörkuðum. Þess vegna höfum við efnast og lífskjör okkar hafa stórbatnað á aðeins nokkrum áratugum. Fyrir nokkru efldist útflutningur okkar svo um munaði þegar ferðaþjónustan bættist í hóp öflugra útflutningsatvinnugreina eins og sjávarútvegs og orkufreks iðnaðar. Á besta tíma tók ferðaþjónustunni að vaxa ásmegin og efldist svo eftir var tekið. Nú er svo komið að útflutningstekjur okkar eru loksins orðnar hlutfallslega miklar í alþjóðlegum samanburði eða um 49% af landsframleiðslu. Enda eins gott, eyríki eins og Ísland á mjög mikið undir utanríkisviðskiptum. Gjaldeyrissköpun útflutningsatvinnugreinanna stendur nú undir innlendri neyslu og gott betur en það. Því hefur ekki verið þörf á erlendri skuldasöfnun eins og því miður við höfum þurft að reyna áður með tilheyrandi viðskiptahalla og skertum lífskjörum. Þessi þróun hefur skilað sér til allra. Atvinnuleysi er nánast horfið og það sem meira er, kaupmáttaraukningin hefur orðið gríðarleg eða um 14 sinnum meiri en að meðaltali í Evrópuríkjunum á síðasta ári. Mikilvægi útflutningsgreina fyrir þjóðarbúið er óumdeilt. Sem dæmi má nefna að áætlað er að um 50% af hagvexti síðustu ára megi rekja beint og óbeint til ferðaþjónustunnar. Til að tryggja að útflutningsgreinar vaxi og dafni er lykilatriði að tryggja samkeppnisstöðu þeirra. Ferðaþjónustan er sannarlega útflutningsatvinnugrein, salan fer fram erlendis, þar sem hún er í samkeppni við aðra áfangastaði, þó svo að afhending þjónustunnar fari fram á Íslandi. Nú eru blikur á lofti, samkeppnishæfni fer versnandi og rekstrarskilyrði á Íslandi erfið og óljós. Til þess að varðveita góða stöðu þarf útflutningur okkar að aukast til að byggja undir hagvöxt framtíðarinnar. Tækifæri til vaxtar eru svo sannarlega til staðar innan ferðaþjónustunnar. En til að svo geti orðið þarf að hlúa að greininni af fullri alvöru. Það þarf að fjárfesta í innviðum greinarinnar, tryggja sjálfbærni, stöðugleika og sýn til langrar framtíðar. Að tryggja sterka stöðu útflutningsgreina verður að vera í forgangi hjá nýrri ríkisstjórn. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helga Árnadóttir Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum rík af náttúruauðlindum. Þær höfum við nýtt til að búa til eftirsóttar vörur og þjónustu sem hefur staðist samkeppni á erlendum mörkuðum. Þess vegna höfum við efnast og lífskjör okkar hafa stórbatnað á aðeins nokkrum áratugum. Fyrir nokkru efldist útflutningur okkar svo um munaði þegar ferðaþjónustan bættist í hóp öflugra útflutningsatvinnugreina eins og sjávarútvegs og orkufreks iðnaðar. Á besta tíma tók ferðaþjónustunni að vaxa ásmegin og efldist svo eftir var tekið. Nú er svo komið að útflutningstekjur okkar eru loksins orðnar hlutfallslega miklar í alþjóðlegum samanburði eða um 49% af landsframleiðslu. Enda eins gott, eyríki eins og Ísland á mjög mikið undir utanríkisviðskiptum. Gjaldeyrissköpun útflutningsatvinnugreinanna stendur nú undir innlendri neyslu og gott betur en það. Því hefur ekki verið þörf á erlendri skuldasöfnun eins og því miður við höfum þurft að reyna áður með tilheyrandi viðskiptahalla og skertum lífskjörum. Þessi þróun hefur skilað sér til allra. Atvinnuleysi er nánast horfið og það sem meira er, kaupmáttaraukningin hefur orðið gríðarleg eða um 14 sinnum meiri en að meðaltali í Evrópuríkjunum á síðasta ári. Mikilvægi útflutningsgreina fyrir þjóðarbúið er óumdeilt. Sem dæmi má nefna að áætlað er að um 50% af hagvexti síðustu ára megi rekja beint og óbeint til ferðaþjónustunnar. Til að tryggja að útflutningsgreinar vaxi og dafni er lykilatriði að tryggja samkeppnisstöðu þeirra. Ferðaþjónustan er sannarlega útflutningsatvinnugrein, salan fer fram erlendis, þar sem hún er í samkeppni við aðra áfangastaði, þó svo að afhending þjónustunnar fari fram á Íslandi. Nú eru blikur á lofti, samkeppnishæfni fer versnandi og rekstrarskilyrði á Íslandi erfið og óljós. Til þess að varðveita góða stöðu þarf útflutningur okkar að aukast til að byggja undir hagvöxt framtíðarinnar. Tækifæri til vaxtar eru svo sannarlega til staðar innan ferðaþjónustunnar. En til að svo geti orðið þarf að hlúa að greininni af fullri alvöru. Það þarf að fjárfesta í innviðum greinarinnar, tryggja sjálfbærni, stöðugleika og sýn til langrar framtíðar. Að tryggja sterka stöðu útflutningsgreina verður að vera í forgangi hjá nýrri ríkisstjórn. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar