Sjálfræði Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 29. janúar 2019 07:00 Umsagnarfrestur fyrir frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á lögum um þungunarrof – frumvarp sem í óbreyttri mynd heimilar þungunarrof til loka 22. viku þungunar – er liðinn og ef það er eitthvað sem blasir við þegar rýnt er í innsend erindi þá er það sú staðreynd að trúfélög eiga lítið erindi í þarfa umræðu um líkamlegt sjálfræði kvenna. Þetta ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart, enda hafa boðberar fagnaðarerindis af öllum gerðum gert tilkall til yfirráða yfir æxlunarfærum kvenna í gegnum aldirnar. Á sama tíma er gleðilegt að sjá þau jákvæðu viðbrögð sem frumvarpið fær frá þeim sem löngun hafa haft til að kynna sér málið af yfirvegun. Umræðan um þungunarrof verður aldrei einföld. Því sem betur fer eru skiptar skoðanir um málið. Við erum nefnilega svo lánsöm að búa í lýðræðislegu fjölhyggjusamfélagi þar sem allir eiga rétt á að koma sínum skoðunum á framfæri. En til þess að eiga farsæla umræðu um þungunarof þurfum við að hafa í huga hver kjarni málsins er í raun og veru. Í gær voru 84 ár síðan Ísland varð eitt fyrsta landið í heiminum til að lögleiða fóstureyðingar. Erfiður veruleiki fóstureyðinga hefur verið hluti af okkar samfélagi í hartnær öld, og engin breyting mun verða þar á í fyrirsjáanlegri framtíð. Umræðan um fóstureyðingar snýst því um ákveðna grunnþjónustu í okkar samfélagi og hvernig við veitum hana með skilvirkum og skynsamlegum hætti þar sem við virðum sjálfsákvörðunarrétt verðandi mæðra og, umfram allt, treystum dómgreind þeirra. Okkur ber skylda til að veita konum sem finna sig í þeirri átakanlegu stöðu að taka ákvörðun um framhald þungunar bestu mögulegu þjónustu, líkamlega og andlega. Það frumvarp sem nú er til umræðu byggir greinilega á þessari mikilvægu hugsjón og hún virðist vandlega rökstudd af nýjustu vísindum og þekkingu á þessu sviði. Og um leið ber að hafa í huga að örfá tilfelli á ári koma upp þar sem þungunarrof eftir 22. viku meðgöngu er gert. En með rýmri viðmiðunartíma fá verðandi foreldrar mun betri mynd af stöðu mála og heilsu ófædds barns. Þungunarrof er vafalaust siðferðilegt álitaefni, en það verður seint talið siðferðilegt vandamál. Sem álitamál á það erindi í upplýsta umræðu um hvenær líf raunverulega kviknar; af hverju sum pör vilja ekki eignast börn sem líklega munu glíma við fötlun, hver réttur ófædds barns er og önnur margslungin siðferðileg álitaefni. Baráttufólk fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna sem og þau sem eru á öndverðum meiði ættu að vera óhrædd við að ræða þessar mikilvægu spurningar. Það er hér, á vettvangi sálgæslu og stuðnings, sem trúfélög eiga að beita sér, líkt og þau hafa gert svo ágætlega í aldanna rás. Í komandi umræðu um þungunarrof munum við fylgjast með þeim sem sjá pólitísk sóknarfæri í fordæmingunni. Þau munu lítið hjálpa við að afmá þá skömm sem margir upplifa við þungunarrof og munu gera lítið úr þeim félagslegu aðstæðum sem oft og tíðum búa að baki ákvörðuninni. Þau sem raunverulega hafa áhuga á að hjálpa til munu yfirgefa skotgrafirnar, viðurkenna sjálfsákvörðunarrétt kvenna og stuðla að upplýstri ákvarðanatöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Umsagnarfrestur fyrir frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á lögum um þungunarrof – frumvarp sem í óbreyttri mynd heimilar þungunarrof til loka 22. viku þungunar – er liðinn og ef það er eitthvað sem blasir við þegar rýnt er í innsend erindi þá er það sú staðreynd að trúfélög eiga lítið erindi í þarfa umræðu um líkamlegt sjálfræði kvenna. Þetta ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart, enda hafa boðberar fagnaðarerindis af öllum gerðum gert tilkall til yfirráða yfir æxlunarfærum kvenna í gegnum aldirnar. Á sama tíma er gleðilegt að sjá þau jákvæðu viðbrögð sem frumvarpið fær frá þeim sem löngun hafa haft til að kynna sér málið af yfirvegun. Umræðan um þungunarrof verður aldrei einföld. Því sem betur fer eru skiptar skoðanir um málið. Við erum nefnilega svo lánsöm að búa í lýðræðislegu fjölhyggjusamfélagi þar sem allir eiga rétt á að koma sínum skoðunum á framfæri. En til þess að eiga farsæla umræðu um þungunarof þurfum við að hafa í huga hver kjarni málsins er í raun og veru. Í gær voru 84 ár síðan Ísland varð eitt fyrsta landið í heiminum til að lögleiða fóstureyðingar. Erfiður veruleiki fóstureyðinga hefur verið hluti af okkar samfélagi í hartnær öld, og engin breyting mun verða þar á í fyrirsjáanlegri framtíð. Umræðan um fóstureyðingar snýst því um ákveðna grunnþjónustu í okkar samfélagi og hvernig við veitum hana með skilvirkum og skynsamlegum hætti þar sem við virðum sjálfsákvörðunarrétt verðandi mæðra og, umfram allt, treystum dómgreind þeirra. Okkur ber skylda til að veita konum sem finna sig í þeirri átakanlegu stöðu að taka ákvörðun um framhald þungunar bestu mögulegu þjónustu, líkamlega og andlega. Það frumvarp sem nú er til umræðu byggir greinilega á þessari mikilvægu hugsjón og hún virðist vandlega rökstudd af nýjustu vísindum og þekkingu á þessu sviði. Og um leið ber að hafa í huga að örfá tilfelli á ári koma upp þar sem þungunarrof eftir 22. viku meðgöngu er gert. En með rýmri viðmiðunartíma fá verðandi foreldrar mun betri mynd af stöðu mála og heilsu ófædds barns. Þungunarrof er vafalaust siðferðilegt álitaefni, en það verður seint talið siðferðilegt vandamál. Sem álitamál á það erindi í upplýsta umræðu um hvenær líf raunverulega kviknar; af hverju sum pör vilja ekki eignast börn sem líklega munu glíma við fötlun, hver réttur ófædds barns er og önnur margslungin siðferðileg álitaefni. Baráttufólk fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna sem og þau sem eru á öndverðum meiði ættu að vera óhrædd við að ræða þessar mikilvægu spurningar. Það er hér, á vettvangi sálgæslu og stuðnings, sem trúfélög eiga að beita sér, líkt og þau hafa gert svo ágætlega í aldanna rás. Í komandi umræðu um þungunarrof munum við fylgjast með þeim sem sjá pólitísk sóknarfæri í fordæmingunni. Þau munu lítið hjálpa við að afmá þá skömm sem margir upplifa við þungunarrof og munu gera lítið úr þeim félagslegu aðstæðum sem oft og tíðum búa að baki ákvörðuninni. Þau sem raunverulega hafa áhuga á að hjálpa til munu yfirgefa skotgrafirnar, viðurkenna sjálfsákvörðunarrétt kvenna og stuðla að upplýstri ákvarðanatöku.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar