Jafnréttisskólinn útskrifar nemendur frá þrettán þjóðríkjum Heimsljós kynnir 22. maí 2019 09:15 Glaðbeittur hópur útskriftarnema eftir athöfnina gær. gunnisal Í gær útskrifuðust 23 nemendur með diplóma á meistarastigi í alþjóðlegum jafnréttisfræðum frá Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (HSÞ) við Háskóla Íslands. „Við vitum að kynjajafnrétti er ekki aðeins undirstaða mannréttinda heldur einnig forsenda fyrir friðsæla, blómlega og sjálfbæra veröld. Kynjajafnréttið er reyndar þungamiðja allra heimsmarkmiðanna sautján – sem snúast meðal annars að því að útrýma fátækt og hungri, kynda undir framfarir, grósku og uppbyggingu friðsælla samfélaga, til að tryggja verndun jarðarinnar og náttúruauðlinda,” sagði Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri í ávarpi við útskriftina í gær. Sturla nefndi í ávarpi sínu að kynjajafnrétti og valdefling kvenna og stúlkna væri bæði sérstakt markmið í nýrri þróunarsamvinnustefnu sem nýlega var samþykkt á Alþingi en einnig þverlægt málefni sem ætti hvarvetna að hafa í hávegum í þróunarstarfi. „Jafnréttisskólinn hefur og verður áfram mikilvægur samstarfsaðili við að efla jafnrétti í þróunarsamvinnu Íslands. Sú menntun sem skólinn hefur veitt hefur haft jákvæð áhrif í heimalöndum nemenda eins og staðfest var í óháðri úttekt fyrir tveimur árum,“ sagði hann. Þetta er í tólfa sinn sem Jafnréttisskólinn útskrifar nema en að þessu sinni komu nemendur frá Afganistan, Bosníu & Hersegóvínu, Eþíópíu, Gana, Kenya, Malaví, Mósambík, Nígeríu, Palestínu, Serbíu, Úganda og í fyrsta sinn frá Kosovo og Indlandi. Alls hafa 132 nemendur frá 22 löndum verið útskrifaðir en markmið skólans er að veita sérfræðingum frá þróunarríkjum, átakasvæðum og fyrrverandi átakasvæðum þjálfun á sviði jafnréttismála og efla þá í að vinna að jafnri stöðu karla og kvenna og almennri valdeflingu jaðarsettra hópa í heimalöndum sínum. Jón Atli Benediktsson háskólarektor sagði í ræðu útskriftarnemana vera von um bætta framtíð fyrir komandi kynslóðir. Hassan Waddimba frá Úganda var valinn af samnemendum til að halda erindi fyrir hönd útskriftarnema. “Við höfum lært að þrátt fyrir ólík þjóðerni, trú, félagslegan bakgrunn, kyn og kynhneigð, þá glímum við öll við sömu áskoranirnar,” sagði hann.Najla Attaallah hlaut verðlaun VigdísarNajla Attaallah og Vígdís Finnbogadóttir.Frú Vigdís Finnbogadóttir, sem jafnframt er verndari skólans, afhenti verðlaun Jafnréttisskólans fyrir framúrskarandi lokaverkefni sem við hana eru kennd. Aldrei hafa jafn mörg framúrskarandi verkefni komið til greina en sex verkefni hlutu ágætiseinkunn. Eitt verkefni stóð þó upp úr og verðlaunin komu í hlut Najlaa Attaallah frá Gaza í Palestínu fyrir verkefnaáætlun um árangursríka kynjasamþættingu við hönnun og byggingu skóla hjá Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna í Gaza (UNRWA). Leiðbeinandi Najlaa við lokaverkefnið var Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur. Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna heyrir undir Hugvísindasvið Háskóla Íslands en starfsemi hans og áherslur eru þverfaglegar. Á Íslandi starfa fjórir skólar undir hatti Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Þeir eru auk Jafnréttisskólans, Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn og Landgræðsluskólinn og þeir eru allir hluti af framlagi Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent
Í gær útskrifuðust 23 nemendur með diplóma á meistarastigi í alþjóðlegum jafnréttisfræðum frá Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (HSÞ) við Háskóla Íslands. „Við vitum að kynjajafnrétti er ekki aðeins undirstaða mannréttinda heldur einnig forsenda fyrir friðsæla, blómlega og sjálfbæra veröld. Kynjajafnréttið er reyndar þungamiðja allra heimsmarkmiðanna sautján – sem snúast meðal annars að því að útrýma fátækt og hungri, kynda undir framfarir, grósku og uppbyggingu friðsælla samfélaga, til að tryggja verndun jarðarinnar og náttúruauðlinda,” sagði Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri í ávarpi við útskriftina í gær. Sturla nefndi í ávarpi sínu að kynjajafnrétti og valdefling kvenna og stúlkna væri bæði sérstakt markmið í nýrri þróunarsamvinnustefnu sem nýlega var samþykkt á Alþingi en einnig þverlægt málefni sem ætti hvarvetna að hafa í hávegum í þróunarstarfi. „Jafnréttisskólinn hefur og verður áfram mikilvægur samstarfsaðili við að efla jafnrétti í þróunarsamvinnu Íslands. Sú menntun sem skólinn hefur veitt hefur haft jákvæð áhrif í heimalöndum nemenda eins og staðfest var í óháðri úttekt fyrir tveimur árum,“ sagði hann. Þetta er í tólfa sinn sem Jafnréttisskólinn útskrifar nema en að þessu sinni komu nemendur frá Afganistan, Bosníu & Hersegóvínu, Eþíópíu, Gana, Kenya, Malaví, Mósambík, Nígeríu, Palestínu, Serbíu, Úganda og í fyrsta sinn frá Kosovo og Indlandi. Alls hafa 132 nemendur frá 22 löndum verið útskrifaðir en markmið skólans er að veita sérfræðingum frá þróunarríkjum, átakasvæðum og fyrrverandi átakasvæðum þjálfun á sviði jafnréttismála og efla þá í að vinna að jafnri stöðu karla og kvenna og almennri valdeflingu jaðarsettra hópa í heimalöndum sínum. Jón Atli Benediktsson háskólarektor sagði í ræðu útskriftarnemana vera von um bætta framtíð fyrir komandi kynslóðir. Hassan Waddimba frá Úganda var valinn af samnemendum til að halda erindi fyrir hönd útskriftarnema. “Við höfum lært að þrátt fyrir ólík þjóðerni, trú, félagslegan bakgrunn, kyn og kynhneigð, þá glímum við öll við sömu áskoranirnar,” sagði hann.Najla Attaallah hlaut verðlaun VigdísarNajla Attaallah og Vígdís Finnbogadóttir.Frú Vigdís Finnbogadóttir, sem jafnframt er verndari skólans, afhenti verðlaun Jafnréttisskólans fyrir framúrskarandi lokaverkefni sem við hana eru kennd. Aldrei hafa jafn mörg framúrskarandi verkefni komið til greina en sex verkefni hlutu ágætiseinkunn. Eitt verkefni stóð þó upp úr og verðlaunin komu í hlut Najlaa Attaallah frá Gaza í Palestínu fyrir verkefnaáætlun um árangursríka kynjasamþættingu við hönnun og byggingu skóla hjá Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna í Gaza (UNRWA). Leiðbeinandi Najlaa við lokaverkefnið var Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur. Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna heyrir undir Hugvísindasvið Háskóla Íslands en starfsemi hans og áherslur eru þverfaglegar. Á Íslandi starfa fjórir skólar undir hatti Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Þeir eru auk Jafnréttisskólans, Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn og Landgræðsluskólinn og þeir eru allir hluti af framlagi Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent