Heimurinn er að minnka! Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 7. október 2019 09:30 Eitt af því sem ég dýrka við Internetið er hvað það hefur minnkað þessa litlu/stóru veröld okkar. Fyrir ekkert svo mörgum árum síðan, reyndar alveg ótrúlega stutt síðan, að ef maður vildi fá fréttir þá voru bréfaskriftir eina leiðin. Núna tökum við upp gemsann okkar og face time-um einhvern sem er þess vegna hinum megin á hnettinum. Þegar börnin mín verða fullorðin, í hvernig heimi munu þau lifa í? Amma mín ólst upp í torfbæ, í hvernig heimi munu barnabörnin mín lifa í? Eitt af því sem mér hefur fundist dásamlegt við þessa þróun er tækifærið til að kynnast öðrum menningarheimum. Síðastliðin þrjú ár þá höfum við verið með erlenda barnapíur, hálfgert au pair. Ekki það að við höfðum eitthvað á móti þessum íslensku, alls ekki, en ég vildi gefa krökkunum mínum tækifæri til að sjá heiminn okkar (Ísland) með augum einhvers sem var ekki vanur því að forsetinn geti gengið um óáreittur og án þess að vera með lífverði á hægri og vinstri hönd. Sem eitt lítið dæmi þá var barnapían okkar sl. sumar frá Chile. Fyrsta daginn sem hann var að passa þá fer sonur minn (8 ára) út að leika með vinum sínum og á meðan hringir barnapían í mömmu sína úti í Chile. Hún fékk algjört áfall þegar sonur hennar sagði að barnið sem hann ætti að vera að passa væri bara eitt úti, það gæti eitthvað komið fyrir. Hann (barnapían) þurfti virkilega að sannfæra mömmu sína um að þetta væri allt í lagi, hann væri öruggur, börn hérna á Íslandi væru örugg. Þetta virkilega opnað augun mín, það er svo margt sem við tökum fyrir sem sjálfsagt, en er í raun forréttindi. Ég vona að þessi „minni heimur“ sem við lifum í núna verði til þess að auka víðsýni, að fólk gerir sér grein fyrir því að við erum öll eins. Núna í sumar yfir smá tímabil þá vorum við 6 í heimili, ekkert merkilegt við það, en það sem er merkilegt er að við vorum frá 5 mismunandi löndum. Ég og maðurinn minn fædd á Íslandi, börnin mín tvö bæði ættleidd frá sitt hvoru landinu, barnapían mín frá Chile og svo skiptineminn okkar, bónusdóttir mín, frá Tælandi. Þannig að, verið óhrædd við að kynnast nýju fólki, nýjum hlutum. Heimurinn er svo dásamlegur og ótrúlega spennandi og hreinlega bíður eftir þér að vera uppgötvaður. Og mundu, ef þú fléttir aldrei blaðsíðunni, þá kemstu ekkert áfram með bókina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristbjörg Ólafsdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem ég dýrka við Internetið er hvað það hefur minnkað þessa litlu/stóru veröld okkar. Fyrir ekkert svo mörgum árum síðan, reyndar alveg ótrúlega stutt síðan, að ef maður vildi fá fréttir þá voru bréfaskriftir eina leiðin. Núna tökum við upp gemsann okkar og face time-um einhvern sem er þess vegna hinum megin á hnettinum. Þegar börnin mín verða fullorðin, í hvernig heimi munu þau lifa í? Amma mín ólst upp í torfbæ, í hvernig heimi munu barnabörnin mín lifa í? Eitt af því sem mér hefur fundist dásamlegt við þessa þróun er tækifærið til að kynnast öðrum menningarheimum. Síðastliðin þrjú ár þá höfum við verið með erlenda barnapíur, hálfgert au pair. Ekki það að við höfðum eitthvað á móti þessum íslensku, alls ekki, en ég vildi gefa krökkunum mínum tækifæri til að sjá heiminn okkar (Ísland) með augum einhvers sem var ekki vanur því að forsetinn geti gengið um óáreittur og án þess að vera með lífverði á hægri og vinstri hönd. Sem eitt lítið dæmi þá var barnapían okkar sl. sumar frá Chile. Fyrsta daginn sem hann var að passa þá fer sonur minn (8 ára) út að leika með vinum sínum og á meðan hringir barnapían í mömmu sína úti í Chile. Hún fékk algjört áfall þegar sonur hennar sagði að barnið sem hann ætti að vera að passa væri bara eitt úti, það gæti eitthvað komið fyrir. Hann (barnapían) þurfti virkilega að sannfæra mömmu sína um að þetta væri allt í lagi, hann væri öruggur, börn hérna á Íslandi væru örugg. Þetta virkilega opnað augun mín, það er svo margt sem við tökum fyrir sem sjálfsagt, en er í raun forréttindi. Ég vona að þessi „minni heimur“ sem við lifum í núna verði til þess að auka víðsýni, að fólk gerir sér grein fyrir því að við erum öll eins. Núna í sumar yfir smá tímabil þá vorum við 6 í heimili, ekkert merkilegt við það, en það sem er merkilegt er að við vorum frá 5 mismunandi löndum. Ég og maðurinn minn fædd á Íslandi, börnin mín tvö bæði ættleidd frá sitt hvoru landinu, barnapían mín frá Chile og svo skiptineminn okkar, bónusdóttir mín, frá Tælandi. Þannig að, verið óhrædd við að kynnast nýju fólki, nýjum hlutum. Heimurinn er svo dásamlegur og ótrúlega spennandi og hreinlega bíður eftir þér að vera uppgötvaður. Og mundu, ef þú fléttir aldrei blaðsíðunni, þá kemstu ekkert áfram með bókina.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar