Treyjur stelpnanna seldust betur en treyjur karlanna hjá Man. Utd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2020 10:31 Tobin Heath og Christen Press eftir fyrsta leikinn með Manchester United sem var á móti Brighton and Hove Albion. Getty/Matthew Ashton Það er óhætt að segja að koma bandarísku heimsmeistaranna Christen Press og Tobin Heath hafi vakið lukku hjá stuðningsmönnum kvennaliðs Manchester United. Kvennalið Manchester United var stofnað 28. maí 2018 og ári síðar var liðið komið upp í úrvalsdeildina. Liðið endaði í fjórða sæti á sínu fyrsta tímabili en markmiðið er að gera enn betur. Sales of Christen Press and Tobin Heath shirts outsold any of those of Manchester United s men s players for the first three days after their high-profile signings [@MikeKeegan_DM]#MUFC pic.twitter.com/6zVZgsJlDK— VAVEL Women s Football (@wosovavel) October 5, 2020 Stórt skref í því var að semja við tvo leikmenn úr heimsmeistaralið Bandaríkjanna en það eru framherjarnir Christen Press og Tobin Heath. Báðar skrifuðu þær undir eins árs samning við liðið 9. september síðastliðinn. Koma þeirra vakti mikla athygli og það sást ekki síst á treyjusölu hjá Manchester United. Í fyrsta skipti í sögu Manchester United þá seldust fleiri treyjur merktar leikmönnum kvennaliðsins en leikmönnum karlaliðsins. Munaði mestu um treyjur merktar þeim Christen Press og Tobin Heath. Þær seldust betur en treyjur karlanna fyrstu þrjá dagana eftir að þær voru tilkynntar sem nýir leikmenn liðsins. Christen Press and Tobin Heath shirts outsold those of every Manchester United men's player for the first three days after their signings, according to @MikeKeegan_DM pic.twitter.com/FXNHhd6B4t— B/R Football (@brfootball) October 5, 2020 Tobin Heath er 32 ára gömul og spilaði síðast með Portland Thorns. Hún varð bandarískur meistari hjá Portland Thorns með Dagnýju Brynjarsdóttur. Tobin Heath hefur skorað 33 mörk í 168 landsleikjum og er bæði tvöfaldur heimsmeistari og tvöfaldur Ólympíumeistari með liðinu. Christen Press er 31 ára gömul og spilaði síðast með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur hjá Utah Royals. Press hefur skorað 58 mörk í 138 landsleikjum og er tvöfaldur heimsmeistari með liðinu. Hún var hins vegar ekki með þegar liðið vann Ólympíugullin 2008 og 2012. Þær eru líka byrjaðar að láta að sér kveða hjá Manchester United en hér fyrir neðan má sjá Tobin Heath leggja upp mark í sigri á Brighton. Þær komu báðar inn á sem varamenn í þessum 3-0 sigri. Assist number of the season for @TobinHeath Goal number of the season for @JaneRoss10 #MUWomen pic.twitter.com/aNeQPG7N0r— Manchester United Women (@ManUtdWomen) October 4, 2020 Enski boltinn Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira
Það er óhætt að segja að koma bandarísku heimsmeistaranna Christen Press og Tobin Heath hafi vakið lukku hjá stuðningsmönnum kvennaliðs Manchester United. Kvennalið Manchester United var stofnað 28. maí 2018 og ári síðar var liðið komið upp í úrvalsdeildina. Liðið endaði í fjórða sæti á sínu fyrsta tímabili en markmiðið er að gera enn betur. Sales of Christen Press and Tobin Heath shirts outsold any of those of Manchester United s men s players for the first three days after their high-profile signings [@MikeKeegan_DM]#MUFC pic.twitter.com/6zVZgsJlDK— VAVEL Women s Football (@wosovavel) October 5, 2020 Stórt skref í því var að semja við tvo leikmenn úr heimsmeistaralið Bandaríkjanna en það eru framherjarnir Christen Press og Tobin Heath. Báðar skrifuðu þær undir eins árs samning við liðið 9. september síðastliðinn. Koma þeirra vakti mikla athygli og það sást ekki síst á treyjusölu hjá Manchester United. Í fyrsta skipti í sögu Manchester United þá seldust fleiri treyjur merktar leikmönnum kvennaliðsins en leikmönnum karlaliðsins. Munaði mestu um treyjur merktar þeim Christen Press og Tobin Heath. Þær seldust betur en treyjur karlanna fyrstu þrjá dagana eftir að þær voru tilkynntar sem nýir leikmenn liðsins. Christen Press and Tobin Heath shirts outsold those of every Manchester United men's player for the first three days after their signings, according to @MikeKeegan_DM pic.twitter.com/FXNHhd6B4t— B/R Football (@brfootball) October 5, 2020 Tobin Heath er 32 ára gömul og spilaði síðast með Portland Thorns. Hún varð bandarískur meistari hjá Portland Thorns með Dagnýju Brynjarsdóttur. Tobin Heath hefur skorað 33 mörk í 168 landsleikjum og er bæði tvöfaldur heimsmeistari og tvöfaldur Ólympíumeistari með liðinu. Christen Press er 31 ára gömul og spilaði síðast með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur hjá Utah Royals. Press hefur skorað 58 mörk í 138 landsleikjum og er tvöfaldur heimsmeistari með liðinu. Hún var hins vegar ekki með þegar liðið vann Ólympíugullin 2008 og 2012. Þær eru líka byrjaðar að láta að sér kveða hjá Manchester United en hér fyrir neðan má sjá Tobin Heath leggja upp mark í sigri á Brighton. Þær komu báðar inn á sem varamenn í þessum 3-0 sigri. Assist number of the season for @TobinHeath Goal number of the season for @JaneRoss10 #MUWomen pic.twitter.com/aNeQPG7N0r— Manchester United Women (@ManUtdWomen) October 4, 2020
Enski boltinn Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira