Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. desember 2020 08:16 Húsið er eitt það verðmætasta á landinu og státar meðal annars af sundlaug og útsýni til sjávar. Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. Greint er frá kaupunum í Markaðnum í dag, fylgiblaði Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Þar segir að samkvæmt heimildum Markaðarins nemi kaupverð hússins á sjötta hundrað milljónum króna. Það er vel yfir fasteignamati sem er 221 milljón króna. Húsið er rúmlega 600 fermetrar og keypti Skúli það árið 2016 af Eiríki Sigurðssyni sem kenndur var við verslanir 10-11. Kaupveðrið var á sínum tíma sagt um 300 milljónir króna. Húsið var fyrst skráð á félag í eigu Skúla og síðar fært yfir á nafn hans. Skúli veðsetti húsið og fleiri eignir sínar haustið 2018 þegar flugfélag hans, WOW air, reri lífróður. Fram kom í umfjöllun Stundarinnar í desember sama ár að Skúli hefði veðsett húsið fyrir lánum sem hann tók hjá Arion banka. Sjálfur hafði Skúli lýst því að hann hefði fjárfest sjálfur fyrir 700 milljónir í skuldabréfaútboði WOW air hausið 2018 og lagt „hús mitt og fleiri eignir að veði“. Í september var síðan greint frá því að Arion banki hefði eignast húsið. Þegar það var auglýst til sölu á þeim tíma var óskað eftir tilboðum í það en ári áður hafði Skotsilfur Fréttablaðsins haft eftir heimildum að ásett verð væri um 700 milljónir króna. Að því er segir í frétt Markaðarins er Davíð á meðal ríkustu núlifandi Íslendinga eftir að Unity var skráð í kauphöllina í New York um miðjan september. Er markaðsvirði félagsins, sem hefur hækkað um 200 prósent frá skráningu, nú um 41,7 milljarðar Bandaríkjadala eða jafnvirði um 5.500 milljarðar íslenskra króna. Davíð á um fjögur prósent í Unity og er eignarhlutur hans því metinn á um 200 milljarða króna. Hann stofnaði fyrirtækið ásamt tveimur öðrum árið 2004. Hann hefur búið erlendis um langt skeið en ætlar nú að flytja heim, að því er fram kemur í Markaðnum. Hús og heimili WOW Air Íslenskir bankar Seltjarnarnes Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Sjá meira
Greint er frá kaupunum í Markaðnum í dag, fylgiblaði Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Þar segir að samkvæmt heimildum Markaðarins nemi kaupverð hússins á sjötta hundrað milljónum króna. Það er vel yfir fasteignamati sem er 221 milljón króna. Húsið er rúmlega 600 fermetrar og keypti Skúli það árið 2016 af Eiríki Sigurðssyni sem kenndur var við verslanir 10-11. Kaupveðrið var á sínum tíma sagt um 300 milljónir króna. Húsið var fyrst skráð á félag í eigu Skúla og síðar fært yfir á nafn hans. Skúli veðsetti húsið og fleiri eignir sínar haustið 2018 þegar flugfélag hans, WOW air, reri lífróður. Fram kom í umfjöllun Stundarinnar í desember sama ár að Skúli hefði veðsett húsið fyrir lánum sem hann tók hjá Arion banka. Sjálfur hafði Skúli lýst því að hann hefði fjárfest sjálfur fyrir 700 milljónir í skuldabréfaútboði WOW air hausið 2018 og lagt „hús mitt og fleiri eignir að veði“. Í september var síðan greint frá því að Arion banki hefði eignast húsið. Þegar það var auglýst til sölu á þeim tíma var óskað eftir tilboðum í það en ári áður hafði Skotsilfur Fréttablaðsins haft eftir heimildum að ásett verð væri um 700 milljónir króna. Að því er segir í frétt Markaðarins er Davíð á meðal ríkustu núlifandi Íslendinga eftir að Unity var skráð í kauphöllina í New York um miðjan september. Er markaðsvirði félagsins, sem hefur hækkað um 200 prósent frá skráningu, nú um 41,7 milljarðar Bandaríkjadala eða jafnvirði um 5.500 milljarðar íslenskra króna. Davíð á um fjögur prósent í Unity og er eignarhlutur hans því metinn á um 200 milljarða króna. Hann stofnaði fyrirtækið ásamt tveimur öðrum árið 2004. Hann hefur búið erlendis um langt skeið en ætlar nú að flytja heim, að því er fram kemur í Markaðnum.
Hús og heimili WOW Air Íslenskir bankar Seltjarnarnes Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Sjá meira