Íþróttir og skjátími Jón Fannar Árnason skrifar 23. apríl 2020 07:15 Fólk ver mest af sínum tíma í tómstundir. Tómstundir geta verið allskonar t.d. að lesa bækur, fara í bíó, spila tölvuleiki o.s.frv. Ein tegund tómstunda eru íþróttir, það er einmitt það sem verður skoðað í þessum pistli. Það eru margir krakkar, unglingar og fullorðnir sem stunda íþróttir og fyrir mörgum þeirra skipta þær miklu máli. Síðan eru líka margir sem stunda ekki íþróttir og það er mikilvægt að fræða þann hóp um hvaða jákvæðu áhrif íþróttir hafa. Mikilvægt er að byrja snemma að stunda íþróttir. Ef maður er ekki byrjaður sem krakki að stunda íþróttir þá er hægt að byrja sem unglingur vegna þess að það er aldrei of seint. Ég var mikið í fótbolta sem barn og æfði fótbolta frá 6 – 18 ára. Það var helsta tómstundin mín. Ég æfði með Aftureldingu í Mosfellsbæ. Það var mjög gaman að æfa fótbolta, sérstaklega á sumrin. Það var eins ekki gaman að á veturna enda ískalt úti og það þurfti stundum að pína mig til þess að mæta á æfingar þá. Það voru innanhússæfingar bara einu sinni í viku. Það var mjög gaman þegar við fengum að æfa inni. Jákvæðar tómstundir draga verulega úr kvíða og þunglyndi hjá fólki og það gerði það sannarlega hjá mér líka. Það er hægt að skipta þessu í þrjú þemu: Tómstundir sem hjálpartæki: Ég komst í flæði og maður var ekki að hugsa um skólann eða neitt annað á meðan æfingin var í gangi. Æfingarnar minnkuðu stress og streitu. Tómstundir sem tjáningarform á sjálfsmynd og persónulegum þroska: Ég byrjaði mjög ungur að æfa fótbolta og hélt því áfram vegna þess að það færði mér gleði og ánægju. Tómstundir sem vettvangur félagslegra samskipta: Ég hlakkaði alltaf til að fara á æfingar til þess að hitta vinina, sérstaklega þá sem voru ekki í sama skóla og maður sjálfur. Íþróttir eru klárlega jákvæð tómstund, það geta held ég allir verið sammála um það. Of mikill skjátími er hins vegar neikvæð tómstund. Það var einmitt skjátími sem stoppaði mig stundum við að fara fótboltaæfingar á unglingsaldri. Ég held þetta eigi við hjá mörgum unglingum dag. Ég held að það sé fylgni á milli skjátíma, hreyfingarleysis og slæmrar geðheilsu. Ef ég var mikið í tölvunni t.d. að spila Fifa í Playstation þá bæði hafði ég minni tíma til þess að hreyfa mig og nennti því síður. Það er erfitt að rífa sig upp þegar maður er kannski búinn að vera 2-3 klukkutíma samfleytt í tölvunni og fara hreyfa sig. Þá er komið hreyfingarleysi sem hefur slæm áhrif á geðheilsuna. Þegar ég hreyfði mig þá minnkaði stressið og kvíðinn sem er mjög gott fyrir geðheilsuna. Þannig að mínu mati haldast þessir 3 þættir saman, beint og óbeint. Þessi pistill fjallaði um íþróttir og skjátíma. Íþróttir hafa mjög mikil jákvæð áhrif eins og fjallað hefur verið um en of mikill skjátími er neikvæður. Þetta getur líka haft áhrif á hvort annað vegna þess að of mikill skjátími hefur áhrif á íþróttaiðkun. Það gerði það hjá mér og örugglega fleirum. Mikilvægt er að hreyfa sig og þá er í lagi að vera í tölvunni eða símanum inn á milli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Fólk ver mest af sínum tíma í tómstundir. Tómstundir geta verið allskonar t.d. að lesa bækur, fara í bíó, spila tölvuleiki o.s.frv. Ein tegund tómstunda eru íþróttir, það er einmitt það sem verður skoðað í þessum pistli. Það eru margir krakkar, unglingar og fullorðnir sem stunda íþróttir og fyrir mörgum þeirra skipta þær miklu máli. Síðan eru líka margir sem stunda ekki íþróttir og það er mikilvægt að fræða þann hóp um hvaða jákvæðu áhrif íþróttir hafa. Mikilvægt er að byrja snemma að stunda íþróttir. Ef maður er ekki byrjaður sem krakki að stunda íþróttir þá er hægt að byrja sem unglingur vegna þess að það er aldrei of seint. Ég var mikið í fótbolta sem barn og æfði fótbolta frá 6 – 18 ára. Það var helsta tómstundin mín. Ég æfði með Aftureldingu í Mosfellsbæ. Það var mjög gaman að æfa fótbolta, sérstaklega á sumrin. Það var eins ekki gaman að á veturna enda ískalt úti og það þurfti stundum að pína mig til þess að mæta á æfingar þá. Það voru innanhússæfingar bara einu sinni í viku. Það var mjög gaman þegar við fengum að æfa inni. Jákvæðar tómstundir draga verulega úr kvíða og þunglyndi hjá fólki og það gerði það sannarlega hjá mér líka. Það er hægt að skipta þessu í þrjú þemu: Tómstundir sem hjálpartæki: Ég komst í flæði og maður var ekki að hugsa um skólann eða neitt annað á meðan æfingin var í gangi. Æfingarnar minnkuðu stress og streitu. Tómstundir sem tjáningarform á sjálfsmynd og persónulegum þroska: Ég byrjaði mjög ungur að æfa fótbolta og hélt því áfram vegna þess að það færði mér gleði og ánægju. Tómstundir sem vettvangur félagslegra samskipta: Ég hlakkaði alltaf til að fara á æfingar til þess að hitta vinina, sérstaklega þá sem voru ekki í sama skóla og maður sjálfur. Íþróttir eru klárlega jákvæð tómstund, það geta held ég allir verið sammála um það. Of mikill skjátími er hins vegar neikvæð tómstund. Það var einmitt skjátími sem stoppaði mig stundum við að fara fótboltaæfingar á unglingsaldri. Ég held þetta eigi við hjá mörgum unglingum dag. Ég held að það sé fylgni á milli skjátíma, hreyfingarleysis og slæmrar geðheilsu. Ef ég var mikið í tölvunni t.d. að spila Fifa í Playstation þá bæði hafði ég minni tíma til þess að hreyfa mig og nennti því síður. Það er erfitt að rífa sig upp þegar maður er kannski búinn að vera 2-3 klukkutíma samfleytt í tölvunni og fara hreyfa sig. Þá er komið hreyfingarleysi sem hefur slæm áhrif á geðheilsuna. Þegar ég hreyfði mig þá minnkaði stressið og kvíðinn sem er mjög gott fyrir geðheilsuna. Þannig að mínu mati haldast þessir 3 þættir saman, beint og óbeint. Þessi pistill fjallaði um íþróttir og skjátíma. Íþróttir hafa mjög mikil jákvæð áhrif eins og fjallað hefur verið um en of mikill skjátími er neikvæður. Þetta getur líka haft áhrif á hvort annað vegna þess að of mikill skjátími hefur áhrif á íþróttaiðkun. Það gerði það hjá mér og örugglega fleirum. Mikilvægt er að hreyfa sig og þá er í lagi að vera í tölvunni eða símanum inn á milli.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar