Er allt í himnalagi? Jón Steindór Valdimarsson skrifar 26. maí 2021 08:30 Senn líður að lokum þessa kjörtímabils ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Þar er Sjálfstæðisflokkurinn með flesta þingmenn, þá Vinstri grænir og loks Framsóknarflokkurinn. Reyndar hafa tveir þingmenn VG helst úr lestinni og gengið til liðs við Samfylkingu og Pírata. Kosningar verða í lok september en allir forystumenn stjórnarflokkanna hafa lýst því yfir að þeirra fyrsti kostur að þeim loknum sé að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram. Það blasir því við að flokkarnir þrír vilja halda áfram sinni vegferð. Spurningin sem kjósendur þurfa því að spyrja sig hvort það sé skynsamlegt að svo verði. Við það mat er rétt að huga að nokkrum staðreyndum á sviði efnahagsmála. Verðstöðugleiki hefur ekki náðst Verðbólgumarkmið Seðlabankans er að halda verðbólgu sem næst 2,5% yfir hvert 12 mánaða tímabil. Frá því að ríkisstjórnin tók við völdum hefur verðbólgan verið mæld 41 sinni. Í 36 skipti hefur hún verið yfir verðbólgumarkmiðinu, flest þeirra fyrir Covid. Síðustu 12 mánuði hefur hún verið yfir markmiði og fjarlægst þau enn frekar. Nýjasta mælingin sýnir verðbólgu sem nemur 4,6%. Ekki er í augsýn að hún lækki. Verðbólga hækkar mest á Íslandi Ekki er nóg með að verðbólga nálgist að vera tvöfalt meiri en sett markmið gera ráð fyrir. Hún hefur hækkað hlutfallslega langmest á Íslandi miðað við helstu samkeppnislönd innan OECD. Á mannamáli þýðir það að verðlag hefur hækkað hlutfallslega mest á Íslandi undanfarin misseri. Met í atvinnuleysi Atvinnuleysi er í hæstu hæðum. Atvinnuþátttaka hefur aldrei verið minni. Ný drög að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að atvinnuleysi verð áfram mikið. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi árið 2023 verði enn á bilinu 4–5%. Það er umtalsvert hærra en meðalatvinnuleysi sl. áratuga og skýrt merki um viðvarandi hærra atvinnuleysi á Íslandi en áður hefur þekkst. Aftur sker Ísland sig úr samanburðarlöndum. Hér hefur atvinnuleysið aukist hlutfallslega mest undanfarin misseri. Það er ekki gott met að eiga. Vextir á uppleið Íslendingar búa að jafnaði við mun hærra vaxtastig en önnur Evrópuríki. Oft er talað um Íslandsálagið í því samhengi. Það er því ekkert nýtt. Íslandsálagið hefur haldið sér í þrengingum síðustu missera. Vissulega lækkuðu vextir en voru samt hærri en annars staðar. Nú er vaxtahækkunarferli hafið á Íslandi. Þar tökum við vafasama forystu. Háir vextir valda heimilum og fyrirtækjum búsifjum. Ungt fólk lendir í vandræðum Margt ungt fólk hefur sótt inn á fasteignamarkaðinn að undanförnu. Það hefur gert það meðal annars vegna þess að því hefur á margan hátt verið gert það auðveldara. Á sama tíma hafa vextir verið sögulega lágir. Þetta hefur kallað fram mikla eftirspurn sem markaðurinn hefur ekki geta sinnt að fullu og fasteignaverð hefur rokið upp. Þetta þýðir að margt ungt fólk hefur spennt bogann mjög hátt, og reyndar ekki bara ungt fólk. Nú blasir við þessu skuldsetta unga fólki þrálát verðbólga og hækkandi vextir. Það er ekki góð blanda og hætt við að margir lendi í miklum greiðsluerfiðleikum. Ósjálfbær ríkissjóður Ríkissjóður var orðinn ósjálfbær fyrir Covid. Við í Viðreisn bentum margoft á þetta og vöruðum við. Sama hefur fjármálaráð gert og fjöldi sérfræðinga. Ríkisstjórnin lét sér þetta í léttu rúmi liggja og hélt sínu striki. Nú talar ríkisstjórnin um að á næstu árum þurfi „afkomubætandi aðgerðir“ upp á tugi milljarða. Þetta eru skrautyrði til þess að forðast að tala um niðurskurð og skattahækkanir. Ríkisstjórnin hefur ekki valdið hlutverki sínu Allt það sem að framan er rakið eru blákaldar staðreyndir. Þær sýna svo ekki verður um villst að það er ekki allt í himnalagi. Það eru mörg og erfið verkefni fram undan. Núverandi ríkisstjórn á sér þann draum helstan að halda áfram. Er heppilegt að sá draumur rætist? Það held ég ekki. Á kjördag getum við gefið skýr skilaboð og hafið sókn til raunverulegra umbóta. Það skulum við gera. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Senn líður að lokum þessa kjörtímabils ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Þar er Sjálfstæðisflokkurinn með flesta þingmenn, þá Vinstri grænir og loks Framsóknarflokkurinn. Reyndar hafa tveir þingmenn VG helst úr lestinni og gengið til liðs við Samfylkingu og Pírata. Kosningar verða í lok september en allir forystumenn stjórnarflokkanna hafa lýst því yfir að þeirra fyrsti kostur að þeim loknum sé að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram. Það blasir því við að flokkarnir þrír vilja halda áfram sinni vegferð. Spurningin sem kjósendur þurfa því að spyrja sig hvort það sé skynsamlegt að svo verði. Við það mat er rétt að huga að nokkrum staðreyndum á sviði efnahagsmála. Verðstöðugleiki hefur ekki náðst Verðbólgumarkmið Seðlabankans er að halda verðbólgu sem næst 2,5% yfir hvert 12 mánaða tímabil. Frá því að ríkisstjórnin tók við völdum hefur verðbólgan verið mæld 41 sinni. Í 36 skipti hefur hún verið yfir verðbólgumarkmiðinu, flest þeirra fyrir Covid. Síðustu 12 mánuði hefur hún verið yfir markmiði og fjarlægst þau enn frekar. Nýjasta mælingin sýnir verðbólgu sem nemur 4,6%. Ekki er í augsýn að hún lækki. Verðbólga hækkar mest á Íslandi Ekki er nóg með að verðbólga nálgist að vera tvöfalt meiri en sett markmið gera ráð fyrir. Hún hefur hækkað hlutfallslega langmest á Íslandi miðað við helstu samkeppnislönd innan OECD. Á mannamáli þýðir það að verðlag hefur hækkað hlutfallslega mest á Íslandi undanfarin misseri. Met í atvinnuleysi Atvinnuleysi er í hæstu hæðum. Atvinnuþátttaka hefur aldrei verið minni. Ný drög að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að atvinnuleysi verð áfram mikið. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi árið 2023 verði enn á bilinu 4–5%. Það er umtalsvert hærra en meðalatvinnuleysi sl. áratuga og skýrt merki um viðvarandi hærra atvinnuleysi á Íslandi en áður hefur þekkst. Aftur sker Ísland sig úr samanburðarlöndum. Hér hefur atvinnuleysið aukist hlutfallslega mest undanfarin misseri. Það er ekki gott met að eiga. Vextir á uppleið Íslendingar búa að jafnaði við mun hærra vaxtastig en önnur Evrópuríki. Oft er talað um Íslandsálagið í því samhengi. Það er því ekkert nýtt. Íslandsálagið hefur haldið sér í þrengingum síðustu missera. Vissulega lækkuðu vextir en voru samt hærri en annars staðar. Nú er vaxtahækkunarferli hafið á Íslandi. Þar tökum við vafasama forystu. Háir vextir valda heimilum og fyrirtækjum búsifjum. Ungt fólk lendir í vandræðum Margt ungt fólk hefur sótt inn á fasteignamarkaðinn að undanförnu. Það hefur gert það meðal annars vegna þess að því hefur á margan hátt verið gert það auðveldara. Á sama tíma hafa vextir verið sögulega lágir. Þetta hefur kallað fram mikla eftirspurn sem markaðurinn hefur ekki geta sinnt að fullu og fasteignaverð hefur rokið upp. Þetta þýðir að margt ungt fólk hefur spennt bogann mjög hátt, og reyndar ekki bara ungt fólk. Nú blasir við þessu skuldsetta unga fólki þrálát verðbólga og hækkandi vextir. Það er ekki góð blanda og hætt við að margir lendi í miklum greiðsluerfiðleikum. Ósjálfbær ríkissjóður Ríkissjóður var orðinn ósjálfbær fyrir Covid. Við í Viðreisn bentum margoft á þetta og vöruðum við. Sama hefur fjármálaráð gert og fjöldi sérfræðinga. Ríkisstjórnin lét sér þetta í léttu rúmi liggja og hélt sínu striki. Nú talar ríkisstjórnin um að á næstu árum þurfi „afkomubætandi aðgerðir“ upp á tugi milljarða. Þetta eru skrautyrði til þess að forðast að tala um niðurskurð og skattahækkanir. Ríkisstjórnin hefur ekki valdið hlutverki sínu Allt það sem að framan er rakið eru blákaldar staðreyndir. Þær sýna svo ekki verður um villst að það er ekki allt í himnalagi. Það eru mörg og erfið verkefni fram undan. Núverandi ríkisstjórn á sér þann draum helstan að halda áfram. Er heppilegt að sá draumur rætist? Það held ég ekki. Á kjördag getum við gefið skýr skilaboð og hafið sókn til raunverulegra umbóta. Það skulum við gera. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar