Hjúkrunar- og geðheilbrigðþjónusta fyrir heimilislausa, já takk! Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir skrifar 12. október 2021 21:00 Í tilefni alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins og alþjóðadags heimilisleysis 10. október síðastliðinn finn ég mig knúna til að opinberlega heiðra samstarfsfélaga mína og alla starfsmenn sem vinna í framlínunni með heimilislausum. Starfsfólkið sem brennur fyrir bættum hag sinna skjólstæðinga og sér ranglætið í misskiptingunni í samfélaginu sem blasir við þeim alla vinnudaga. Frá því allra fyrstu aðgerðir voru skipulagðar á Íslandi vegna heimsfaraldursins af völdum Covid-19 var mikið púður lagt í að halda uppi þjónustu við heimilislausa hjá Reykjavíkurborg. Við fundum sérstaklega mikið fyrir því hvað samdráttur og takmarkanir hjá annarri þjónustu í samfélaginu hafði neikvæð áhrif á stöðu okkar skjólstæðinga. Á öllum starfsstöðum var fólk að hlaupa hraðar. Vettvangsþjónustan gat ekkert annað gert en að reima á sig skóna. Hin leiðin hefði verið að líta í hina áttina þar sem ekkert tók við. Þar hljóp fólk heilu maraþonin og setti sjálfa sig í hálfgert sjálfskipað sóttkví til að takmarka smitleiðir að skjólstæðingum sínum. Starfsfólk í búsetunni, neyðarskýlum, vettvangi, ráðgjafar, stjórnendur og við öll með tölu sem málaflokkur tókum meira á okkur en nokkru sinni fyrr. Við bættum í, endurskipulögðum, eyddum miklum tíma í að biðja aðra um aðstoð og hvetja kerfi innan samfélagsins til samstarfs. Eljan og seiglan sem starfsfólk sýndi er svo mikilfengleg að hvert þeirra á skilið orðu frá forsetanum. Veikindi starfsfólks voru í lágmarki þegar mest á reyndi fyrst um sinn, allir lögðu sitt af mörkum. Árangurinn stóð ekki á sínu. Þetta snerist ekki bara um að takmarka smit innan hópsins (sem gekk reyndar stórkostlega upp) heldur snerist þetta fyrst og fremst um að reyna að halda uppi þjónustu þegar önnur þjónusta í samfélaginu var ekki í boði eða verulega takmörkuð. Alls staðar var fjölgun hjá okkur. Aldrei hafa jafn margir fengið úthlutað húsnæði fyrir heimilislausa á svo skömmum tíma, aldrei hafa jafn margir verið á skrá hjá VoR teyminu og aldrei hefur yfirvinnan og vinnuálagið sprengt alla skala. Ég get ekki sagt að aldrei hafi verið eins skert aðgengi að hjúkrunarúrræðum eða geðheilbrigðisþjónustu þar sem það hefur alltaf verið skert. Starfsfólk fann samt fyrir meiri skerðingu og upplifði gríðarlegt álag þegar kerfið tók ekki við og greip ekki bolta þegar á þurfti að halda. Ég þori því að fullyrða að þetta skerta aðgengi er helsti álagsþáttur fyrir starfsfólk málaflokksins. Það að geta ekki treyst á að fá hjúkrunar- og geðheilbrigðisþjónustu fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Þegar á botninn er hvolft verður að horfa til þess að þegar löng og endurtekin álagstímabil líða hjá og lognið færist yfir. Að þá fyrst koma hinar raunverulegu afleiðingar álagsins í ljós. Þá getum við búist við storminum. Samfélagið er á þessu tímabili núna og því er mikilvægt að halda vel á spöðunum. Við í málaflokknum peppum hvort annað, bókum starfsdaga, bókum fræðslur, bókum handleiðslu og allt það sem við getum gert innan okkar litla ramma. Hvetjum fólk til að leysa út uppsafnað frí, vonumst til að geðheilbrigðiskerfið taki við sér og fleiri fái hjúkrunarþjónustu. Vonumst til að fólkið okkar hætti að vera flokkað sem frábending hér og þar. Þetta er mikilvæg umræða því þegar allt kemur til alls þá eru þessir starfsmenn í aukinni hættu á alvarlegum heilsufarslegum afleiðingum streitu. Sem getur haft neikvæð áhrif á vinnuumhverfi og þjónustuþegana sjálfa. Justine Levesque rannsóknarfulltrúi hjá kanadísku rannsóknarsetri um heimilisleysi (HomelessHub) tekur þetta saman í nýrri samantekt sem birt var á vefnum þeirra 6. október síðastliðinn. Þar kemur meðal annars fram að þegar starfsmenn eru útbrunnir, hafa takmarkaðan aðgang að úrræðum samfélagsins fyrir sína skjólstæðinga og upplifa skort á stuðning í vinnu hefur það neikvæð áhrif á þeirra þjónustuþega. Þjónustuþegana sem nú þegar eru að stríða við heimilisleysi og óstöðugleika í húsnæðismálum. Niðurstaðan er að ef við fjárfestum ekki í starfsfólki sem vinnur með heimilislausum og tryggjum samfellu í félags- og heilbrigðisþjónustu. Þá mun starfsfólk ekki geta haldið áfram að mæta þjónustuþörfum hópsins. Þetta snýst því ekki bara um notendur heldur líka starfsfólkið. Hjúkrunar- og geðheilbrigðþjónusta fyrir heimilislausa, já takk! Höfundur er deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar og formaður fagdeildar geðhjúkrunarfræðinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í tilefni alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins og alþjóðadags heimilisleysis 10. október síðastliðinn finn ég mig knúna til að opinberlega heiðra samstarfsfélaga mína og alla starfsmenn sem vinna í framlínunni með heimilislausum. Starfsfólkið sem brennur fyrir bættum hag sinna skjólstæðinga og sér ranglætið í misskiptingunni í samfélaginu sem blasir við þeim alla vinnudaga. Frá því allra fyrstu aðgerðir voru skipulagðar á Íslandi vegna heimsfaraldursins af völdum Covid-19 var mikið púður lagt í að halda uppi þjónustu við heimilislausa hjá Reykjavíkurborg. Við fundum sérstaklega mikið fyrir því hvað samdráttur og takmarkanir hjá annarri þjónustu í samfélaginu hafði neikvæð áhrif á stöðu okkar skjólstæðinga. Á öllum starfsstöðum var fólk að hlaupa hraðar. Vettvangsþjónustan gat ekkert annað gert en að reima á sig skóna. Hin leiðin hefði verið að líta í hina áttina þar sem ekkert tók við. Þar hljóp fólk heilu maraþonin og setti sjálfa sig í hálfgert sjálfskipað sóttkví til að takmarka smitleiðir að skjólstæðingum sínum. Starfsfólk í búsetunni, neyðarskýlum, vettvangi, ráðgjafar, stjórnendur og við öll með tölu sem málaflokkur tókum meira á okkur en nokkru sinni fyrr. Við bættum í, endurskipulögðum, eyddum miklum tíma í að biðja aðra um aðstoð og hvetja kerfi innan samfélagsins til samstarfs. Eljan og seiglan sem starfsfólk sýndi er svo mikilfengleg að hvert þeirra á skilið orðu frá forsetanum. Veikindi starfsfólks voru í lágmarki þegar mest á reyndi fyrst um sinn, allir lögðu sitt af mörkum. Árangurinn stóð ekki á sínu. Þetta snerist ekki bara um að takmarka smit innan hópsins (sem gekk reyndar stórkostlega upp) heldur snerist þetta fyrst og fremst um að reyna að halda uppi þjónustu þegar önnur þjónusta í samfélaginu var ekki í boði eða verulega takmörkuð. Alls staðar var fjölgun hjá okkur. Aldrei hafa jafn margir fengið úthlutað húsnæði fyrir heimilislausa á svo skömmum tíma, aldrei hafa jafn margir verið á skrá hjá VoR teyminu og aldrei hefur yfirvinnan og vinnuálagið sprengt alla skala. Ég get ekki sagt að aldrei hafi verið eins skert aðgengi að hjúkrunarúrræðum eða geðheilbrigðisþjónustu þar sem það hefur alltaf verið skert. Starfsfólk fann samt fyrir meiri skerðingu og upplifði gríðarlegt álag þegar kerfið tók ekki við og greip ekki bolta þegar á þurfti að halda. Ég þori því að fullyrða að þetta skerta aðgengi er helsti álagsþáttur fyrir starfsfólk málaflokksins. Það að geta ekki treyst á að fá hjúkrunar- og geðheilbrigðisþjónustu fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Þegar á botninn er hvolft verður að horfa til þess að þegar löng og endurtekin álagstímabil líða hjá og lognið færist yfir. Að þá fyrst koma hinar raunverulegu afleiðingar álagsins í ljós. Þá getum við búist við storminum. Samfélagið er á þessu tímabili núna og því er mikilvægt að halda vel á spöðunum. Við í málaflokknum peppum hvort annað, bókum starfsdaga, bókum fræðslur, bókum handleiðslu og allt það sem við getum gert innan okkar litla ramma. Hvetjum fólk til að leysa út uppsafnað frí, vonumst til að geðheilbrigðiskerfið taki við sér og fleiri fái hjúkrunarþjónustu. Vonumst til að fólkið okkar hætti að vera flokkað sem frábending hér og þar. Þetta er mikilvæg umræða því þegar allt kemur til alls þá eru þessir starfsmenn í aukinni hættu á alvarlegum heilsufarslegum afleiðingum streitu. Sem getur haft neikvæð áhrif á vinnuumhverfi og þjónustuþegana sjálfa. Justine Levesque rannsóknarfulltrúi hjá kanadísku rannsóknarsetri um heimilisleysi (HomelessHub) tekur þetta saman í nýrri samantekt sem birt var á vefnum þeirra 6. október síðastliðinn. Þar kemur meðal annars fram að þegar starfsmenn eru útbrunnir, hafa takmarkaðan aðgang að úrræðum samfélagsins fyrir sína skjólstæðinga og upplifa skort á stuðning í vinnu hefur það neikvæð áhrif á þeirra þjónustuþega. Þjónustuþegana sem nú þegar eru að stríða við heimilisleysi og óstöðugleika í húsnæðismálum. Niðurstaðan er að ef við fjárfestum ekki í starfsfólki sem vinnur með heimilislausum og tryggjum samfellu í félags- og heilbrigðisþjónustu. Þá mun starfsfólk ekki geta haldið áfram að mæta þjónustuþörfum hópsins. Þetta snýst því ekki bara um notendur heldur líka starfsfólkið. Hjúkrunar- og geðheilbrigðþjónusta fyrir heimilislausa, já takk! Höfundur er deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar og formaður fagdeildar geðhjúkrunarfræðinga
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar