Til þín íslenska. Frá mér sem er að læra þig Alondra Silva Munoz skrifar 16. nóvember 2021 19:30 Til þín, íslenska. Flókna ástin mín. (Mis)skilið ástin mín. Orsök mín fyrir sársauka og ávinning. Íslenskan mín. Þetta er með ást, til þín. Ég er með játningu. Ein af mörgum ástæðum þess að ég flutti til Íslands var ást mín á íslenska tungumálinu. Ég er oft leið þegar ég átta mig á því að aðstæður mínar (upptekin vegna meistaranáms og rækta starfsframann síðustu ár) hafa oft leitt til þess að ég hef ekki haft eins mikið tækifæri til að bæta mig í Íslensku og mig hafði dreymt um fyrir mörgum árum. Eins og margir aðrir íslenskunemar þá er samband mitt við Íslenskuna flókið. Ég elska málið vegna þess að mér finnst það fallegt, þó það sé flókið. Að læra nýtt tungumál sem innflytjandi getur verið snúið. Þú vilt geta lært tungumálið, þú vilt ekki vera útundan, en þú vilt heldur ekki týna sjálfinu vegna þess að þú hefur aðeins byrjendatól tungumálsins. Ég hef verið að læra og æfa Íslensku í nokkuð ár núna, og þar sem þetta er fimmta tungumálið sem ég læri, þá verð ég að segja að ég iðrast einskis. Það tók mig mörg ár að safna hugrekki til að tjá mig í hinum ýmsu aðstæðum á Íslensku. Ég hafði einfaldlega ekki færnina til þess fyrr. Í dag get ég sagt að Íslenskan hjálpar mér heima við, í vinnunni, í sjálfboðaliðastörfum og með ástinni minni. Ég er stolt af því hvert ég er komin, hægt en örugglega. Þetta kostaði 5+ tungumálaskóla, 8+ námskeið, heilmikið fjármagn og helling af hugrekki. En nú ertu að lesa mín orð á Íslensku! (með smá hjálp frá manninum mínum). Ég hef oft lent í því að koma að lokuðum dyrum vegna þess að ég hafði ekki nægjanlega færni í málinu miðað við það sem einhver telur nauðsynlegt fyrir tilteknar aðstæður. Oft hafa slíkra ákvarðanir annarra verið byggðar á þeirra ályktun af færni minni. Þið vissuð það kannski ekki en ég hef bæði BA og Mastersnám í málvisindum. Samt sem áður finnst mér mjög erfitt að læra málið. Mig langar að bjóða ykkur öllum að vera vingjarnleg við fólk sem er að læra málið. Þú veist ekki hversu mikilvægt það er fyrir þá sem eru að læra málið að fá tækifæri til að æfa sig. Fyrir suma sem eru að læra málið þá getur stutt samtal í Bónus verið eina tækifærið sem þau hafa alla vikuna eða jafnvel mánuðin. En ég bið ykkur líka um að vera góð við manneskjum sem kýs að tjá sig á ensku í afmælisboði. Kannski er viðkomandi mjög feiminn að tala íslensku, þau gætu verið að þýða hvert orð í höfðinu af því viðkomandi er hræddur við að segja orðin upphátt. Einnig vil ég biðja ykkur um að vera góð við þá sem ekki eru tilbúin að tala málið, þau eru með sínar ástæður fyrir því. Eins og með flest annað, þá er ekki hægt að þröngva tungumálinu á fólk. Viljinn til að læra og tala málið verður að koma að innan. Það tók langan tíma fyrir mig, eftir mikin utanaðkomandi þrýsting, mismunun, ósanngjarnar ályktanir, lokaðar dyr, fordæmingu en einnig eftir mikinn skilning, þrautseigju og þolinmæði frá ástinni minni Helga, kennurum mínum, vinum, samstarfsfélögum, ókunnugum, og frá sjálfum mér. Höfundur er innflytjandi á Íslandi frá Chile sem nemur íslenskt mál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Innflytjendamál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Til þín, íslenska. Flókna ástin mín. (Mis)skilið ástin mín. Orsök mín fyrir sársauka og ávinning. Íslenskan mín. Þetta er með ást, til þín. Ég er með játningu. Ein af mörgum ástæðum þess að ég flutti til Íslands var ást mín á íslenska tungumálinu. Ég er oft leið þegar ég átta mig á því að aðstæður mínar (upptekin vegna meistaranáms og rækta starfsframann síðustu ár) hafa oft leitt til þess að ég hef ekki haft eins mikið tækifæri til að bæta mig í Íslensku og mig hafði dreymt um fyrir mörgum árum. Eins og margir aðrir íslenskunemar þá er samband mitt við Íslenskuna flókið. Ég elska málið vegna þess að mér finnst það fallegt, þó það sé flókið. Að læra nýtt tungumál sem innflytjandi getur verið snúið. Þú vilt geta lært tungumálið, þú vilt ekki vera útundan, en þú vilt heldur ekki týna sjálfinu vegna þess að þú hefur aðeins byrjendatól tungumálsins. Ég hef verið að læra og æfa Íslensku í nokkuð ár núna, og þar sem þetta er fimmta tungumálið sem ég læri, þá verð ég að segja að ég iðrast einskis. Það tók mig mörg ár að safna hugrekki til að tjá mig í hinum ýmsu aðstæðum á Íslensku. Ég hafði einfaldlega ekki færnina til þess fyrr. Í dag get ég sagt að Íslenskan hjálpar mér heima við, í vinnunni, í sjálfboðaliðastörfum og með ástinni minni. Ég er stolt af því hvert ég er komin, hægt en örugglega. Þetta kostaði 5+ tungumálaskóla, 8+ námskeið, heilmikið fjármagn og helling af hugrekki. En nú ertu að lesa mín orð á Íslensku! (með smá hjálp frá manninum mínum). Ég hef oft lent í því að koma að lokuðum dyrum vegna þess að ég hafði ekki nægjanlega færni í málinu miðað við það sem einhver telur nauðsynlegt fyrir tilteknar aðstæður. Oft hafa slíkra ákvarðanir annarra verið byggðar á þeirra ályktun af færni minni. Þið vissuð það kannski ekki en ég hef bæði BA og Mastersnám í málvisindum. Samt sem áður finnst mér mjög erfitt að læra málið. Mig langar að bjóða ykkur öllum að vera vingjarnleg við fólk sem er að læra málið. Þú veist ekki hversu mikilvægt það er fyrir þá sem eru að læra málið að fá tækifæri til að æfa sig. Fyrir suma sem eru að læra málið þá getur stutt samtal í Bónus verið eina tækifærið sem þau hafa alla vikuna eða jafnvel mánuðin. En ég bið ykkur líka um að vera góð við manneskjum sem kýs að tjá sig á ensku í afmælisboði. Kannski er viðkomandi mjög feiminn að tala íslensku, þau gætu verið að þýða hvert orð í höfðinu af því viðkomandi er hræddur við að segja orðin upphátt. Einnig vil ég biðja ykkur um að vera góð við þá sem ekki eru tilbúin að tala málið, þau eru með sínar ástæður fyrir því. Eins og með flest annað, þá er ekki hægt að þröngva tungumálinu á fólk. Viljinn til að læra og tala málið verður að koma að innan. Það tók langan tíma fyrir mig, eftir mikin utanaðkomandi þrýsting, mismunun, ósanngjarnar ályktanir, lokaðar dyr, fordæmingu en einnig eftir mikinn skilning, þrautseigju og þolinmæði frá ástinni minni Helga, kennurum mínum, vinum, samstarfsfélögum, ókunnugum, og frá sjálfum mér. Höfundur er innflytjandi á Íslandi frá Chile sem nemur íslenskt mál
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar