Góð orka inn í þjóðfélagið Berglind Rán Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2022 14:31 Viðskiptavinir Orku náttúrunnar eru ánægðastir allra viðskiptavina þegar kemur að kaupum á rafmagni. Þetta sýna niðurstöður íslensku Ánægjuvogarinnar sem birtar voru fyrir helgi og er þetta þriðja árið í röð sem ánægja með okkar viðskiptahætti er þannig staðfest. Í þessari viðurkenningu felst mikil hvatning til okkar sem störfum hjá ON. Við viljum halda áfram að standa okkur vel og helst enn betur, því okkar er svo sannarlega ánægjan. Orkumál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni samtímans og þau hafa beina tengingu við baráttuna gegn loftslagsvánni. Við hjá Orku náttúrunnar höfum skilgreint vel hvað við viljum vera og hvert förinni er heitið. Í okkar huga snýst orkuframleiðsla og orkusala ekki bara um það að selja rafmagn til heimila og fyrirtækja á góðum kjörum, heldur snýst starfsemin ekki síður um það að vera í fararbroddi þegar kemur að því að gera Ísland að umhverfisvænu, framsýnu og sjálfbæru þjóðfélagi. Við hjá Orku náttúrunnar tökum þetta hlutverk alvarlega. Það skiptir máli hvernig orkan er framleidd og hvernig hennar er neytt. Við Íslendingar búum vel að geta gengið að endurnýjanlegri, grænni orku til notkunar heimila og fyrirtækja, en engu að síður eru brýn verkefni fyrir hendi og stór úrlausnarefni. Samgöngur á landi, sjó og lofti þurfa að verða umhverfisvænar, drifnar áfram af hreinni orku. Þess vegna hefur Orka náttúrunnar litið á það sem hlutverk sitt að byggja upp innviði fyrir orkuskipti í samgöngum. Net hraðhleðslustöðva hefur risið á Íslandi fyrir tilstuðlan ON og nú bjóðum við hverfum upp á Hverfahleðslu og heimilum upp á Heimahleðslu, sem gerir fólki enn auðveldara að eignast og reka rafmagnsbíl. Sporlaus starfsemi Við höfum ákveðið að starfsemi okkar eigi að vera sporlaus. Við höfum stigið fyrstu skrefin í þá átt með því að nota Carbfix tæknina við Hellisheiðarvirkjun sem við munum gera sporlausa árið 2025 í samstarfi við systurfyrirtæki okkar Carbfix sem og Orkuveitu Reykjavíkur þar sem Carbfix tæknin var þróuð í samstarfi við Háskóla Íslands. Í Jarðhitagarði ON við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi fer saman áhersla á fullnýtingu jarðhitaauðlindarinnar, nýsköpun og verðmætasköpun. Nýsköpunarfyrirtæki með aðsetur í Jarðhitagarði ON hafa þróað nýjar leiðir til þess að snúa vörn í sókn í umhverfismálum. Örþörungar eru þar ræktaðir til matvælaframleiðslu og eru þeir líklegir til þess að verða mikilvægur hluti af sjálfbæru fæðuframboði framtíðarinnar. Fyrirtækið Climeworks sýgur þar koltvísýring úr andrúmsloftinu í einni stærstu starfsemi þeirrar tegundar á jörðu og dælir honum niður með Carbfix tækninni í samstarfi við Carbfix. Allt þetta held ég að skipti miklu máli þegar fólk íhugar hvort það sé ánægt með viðskiptin við ON. Ég trúi því að kaupendur rafmagns horfi ekki bara á verð þegar þeir velja sér rafmagnssala heldur líka til þess hvort fyrirtækið hafi góð áhrif á samfélagið og stundi gegnsæ vinnubrögð. Að hafa slík áhrif er lykilatriði í okkar huga. Markmið okkar er ekki bara að veita orku á góðu verði. Það geta margir gert, eða ekki gert. Markmið okkar er stærra: Við viljum veita góðri orku inn í þjóðfélagið. Höfundur er framkvæmdastýra Orku Náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Berglind Rán Ólafsdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Viðskiptavinir Orku náttúrunnar eru ánægðastir allra viðskiptavina þegar kemur að kaupum á rafmagni. Þetta sýna niðurstöður íslensku Ánægjuvogarinnar sem birtar voru fyrir helgi og er þetta þriðja árið í röð sem ánægja með okkar viðskiptahætti er þannig staðfest. Í þessari viðurkenningu felst mikil hvatning til okkar sem störfum hjá ON. Við viljum halda áfram að standa okkur vel og helst enn betur, því okkar er svo sannarlega ánægjan. Orkumál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni samtímans og þau hafa beina tengingu við baráttuna gegn loftslagsvánni. Við hjá Orku náttúrunnar höfum skilgreint vel hvað við viljum vera og hvert förinni er heitið. Í okkar huga snýst orkuframleiðsla og orkusala ekki bara um það að selja rafmagn til heimila og fyrirtækja á góðum kjörum, heldur snýst starfsemin ekki síður um það að vera í fararbroddi þegar kemur að því að gera Ísland að umhverfisvænu, framsýnu og sjálfbæru þjóðfélagi. Við hjá Orku náttúrunnar tökum þetta hlutverk alvarlega. Það skiptir máli hvernig orkan er framleidd og hvernig hennar er neytt. Við Íslendingar búum vel að geta gengið að endurnýjanlegri, grænni orku til notkunar heimila og fyrirtækja, en engu að síður eru brýn verkefni fyrir hendi og stór úrlausnarefni. Samgöngur á landi, sjó og lofti þurfa að verða umhverfisvænar, drifnar áfram af hreinni orku. Þess vegna hefur Orka náttúrunnar litið á það sem hlutverk sitt að byggja upp innviði fyrir orkuskipti í samgöngum. Net hraðhleðslustöðva hefur risið á Íslandi fyrir tilstuðlan ON og nú bjóðum við hverfum upp á Hverfahleðslu og heimilum upp á Heimahleðslu, sem gerir fólki enn auðveldara að eignast og reka rafmagnsbíl. Sporlaus starfsemi Við höfum ákveðið að starfsemi okkar eigi að vera sporlaus. Við höfum stigið fyrstu skrefin í þá átt með því að nota Carbfix tæknina við Hellisheiðarvirkjun sem við munum gera sporlausa árið 2025 í samstarfi við systurfyrirtæki okkar Carbfix sem og Orkuveitu Reykjavíkur þar sem Carbfix tæknin var þróuð í samstarfi við Háskóla Íslands. Í Jarðhitagarði ON við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi fer saman áhersla á fullnýtingu jarðhitaauðlindarinnar, nýsköpun og verðmætasköpun. Nýsköpunarfyrirtæki með aðsetur í Jarðhitagarði ON hafa þróað nýjar leiðir til þess að snúa vörn í sókn í umhverfismálum. Örþörungar eru þar ræktaðir til matvælaframleiðslu og eru þeir líklegir til þess að verða mikilvægur hluti af sjálfbæru fæðuframboði framtíðarinnar. Fyrirtækið Climeworks sýgur þar koltvísýring úr andrúmsloftinu í einni stærstu starfsemi þeirrar tegundar á jörðu og dælir honum niður með Carbfix tækninni í samstarfi við Carbfix. Allt þetta held ég að skipti miklu máli þegar fólk íhugar hvort það sé ánægt með viðskiptin við ON. Ég trúi því að kaupendur rafmagns horfi ekki bara á verð þegar þeir velja sér rafmagnssala heldur líka til þess hvort fyrirtækið hafi góð áhrif á samfélagið og stundi gegnsæ vinnubrögð. Að hafa slík áhrif er lykilatriði í okkar huga. Markmið okkar er ekki bara að veita orku á góðu verði. Það geta margir gert, eða ekki gert. Markmið okkar er stærra: Við viljum veita góðri orku inn í þjóðfélagið. Höfundur er framkvæmdastýra Orku Náttúrunnar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar