Rök fyrir áframhaldandi strandveiðum Eyjólfur Ármannsson skrifar 30. júlí 2022 13:01 Fyrir strandveiðitímabilið í ár ákváðu stjórnvöld að til veiðanna færu veiðiheimildir sem samsvara verðmæti 35.089 tonna af loðnu. Þetta aflaverðmæti átti að tryggja 48 strandveiðidaga á núverandi veiðisumri, 12 veiðidaga á mánuði í fjóra mánuði maí til ágúst. Vilji Alþingis á síðasta kjörtímabili var að tryggja strandveiðar við landið í 48 daga á ári. Raunin varð önnur. Þorskígildisstuðull loðnu er 0,36. Það þýðir að 35.089 tonn af loðnu eru ígildi 12.632 tonna af þorski. Stjórnvöld ákváðu því að aflaverðmæti sem næmi tæpum 13.000 tonnum af þorski færu til strandveiða í ár. Þetta voru fyrirheit stjórnvalda sem strandveiðimenn höfðu lögmætar væntingar um að staðið yrði við. Stjórnvöld settu loðnukvótann á skiptimarkað aflaheimilda til að fá þorskveiðiheimildir í svokallaðan strandveiðipott. Þannig gat aflaverðmæti loðnu nýst til strandveiða. Með því að setja loðnukvóta á skiptimarkað framseldu stjórnvöld ekki ákvörðun sína um aflaverðmæti til strandveiða. Skiptimarkaðurinn tekur ekki stjórnvaldsákvörðun um veiðiheimildir til strandveiðimanna. Hvað þá skiptimarkaður sem er ofurseldur einokun kvótahafa sem vilja að strandveiðum verði hætt og líta ekki á þær sem atvinnu. Einokun kvótahafa og vilji þeirra kom skýrt í ljós sl. haust þegar stjórnvöld buðu loðnukvótann í skiptum fyrir þorskveiðiheimildir til strandveiða. Á skiptimarkaðnum voru boðin framangreind 35.089 tonn af loðnu en fyrir þau fengust einungis 1.079 tonn af þorski. Skiptahlutfallið var því rúmlega 0,03. Reiknað hafði verið með að minnsta kosti 6 til 7 þúsund tonn af þorski myndu fást, en Fiskistofa lokaði skiptimarkaðnum við 1000 tonn þrátt fyrir að þorskígildisstuðull loðnu væri 0,36. Skiptihlutfallið á loðnu fyrir þorsk varð því 12 sinnum LÆGRA en samkvæmt þorskígildastuðli. Svona gerist einungis í einokunarkerfi sem vill útrýma strandveiðum og vinnur gegn því litla atvinnufrelsi sem finnst í íslenskum sjávarútvegi. Það er þessi einokun kvótahafa sem hefur leitt til stöðvunar strandveiða á miðju strandveiðitímabilinu. Ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva strandveiðar er óskiljanleg sé mark tekið á kosningabaráttu VG og stefnuskrá flokksins. Boðskapur VG í kosningabaráttunni í Norðvesturkjördæmi sl. haust var: „Við viljum efla útgerðarform með öflugum strandveiðum og byggðatengdum aflaheimildum og koma í veg fyrir mikla samþjöppun svo byggðirnar blómstri.“ Augljóst er hver stjórnar hér. Vilji sérhagmunagæslu stórútgerðar og kvótaeigenda er skýr og kemur fram í athugasemdum við frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvóti): „Samtökin [SFS] hafa ítrekað lýst þeirri afstöðu að hætta eigi strandveiðum og fella aflamark, sem tekið hefur verið af öðrum og ráðstafað til þessara veiða, undir aflahlutdeildarkerfið.“ Ekki er litið á strandveiðar sem raunverulegar atvinnuveiðar og virðing fyrir þeim er engin. „Samtökin leggja þunga áherslu á að aflamagn til strandveiða verði ekki aukið með neinum hætti á kostnað atvinnuveiðanna.“ Baráttan fyrir frjálsum strandveiðum er mannréttindabarátta. Strandveiðikerfið á rætur að rekja til álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að kvótakerfið væri brot á jafnræði til atvinnufrelsis. Takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur. Takmarkanir á veiðum eiga einungis að ná til veiða sem ógna fiskistofnum, og handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum. Baráttan fyrir strandveiðum er einnig barátta fyrir búseturétti íbúa sjávarbyggðanna og jöfnum búseturétti. Matvælaráðherra á að taka afstöðu með þessum rétti og auka aflaheimildir til strandveiða og standa þannig við upphaflega úthlutun aflaverðmæta til strandveiða. Úthlutunar sem varð einokun að bráð á skiptimarkaði aflaheimilda. Ráðherranum ber skylda til að leiðrétta afleiðingar einokunarinnar og standa með sjávarbyggðunum og lögmætum væntingum strandveiðimanna og tryggja 48 veiðidaga. Matvælaráðherra getur einnig með reglugerð í ágúst ráðstafað almennum byggðakvóta til strandveiða. Í dag fer stór hluti byggðakvóta til stórútgerðar, ekki til strandveiða. Einnig má nefnda rækju- og skelbætur í þorskígildum sem úthlutað hefur verið árum saman. Matvælaráðherra getur valið að beygja sig undir einokun skiptimarkaðarins og þeirra sem vilja hætta strandveiðum eða standa með strandveiðum og sjávarbyggðunum. Valið er hans. Sé litið á málið innan kerfisins, getur ráðherra aukið veiðiheimildir til strandveiða til samræmis við þau aflaverðmæti sem stjórnvöld ráðstöfuðu upphaflega til strandveiða. Þau voru étin upp af kvótaþegaeinokun á skiptimarkaði aflaheimilda, einokunarskipta sem fengu ótrúlega litla fjölmiðlaumfjöllun. Þessi aukning aflaheimilda væri vel innan skekkjumarka fiskveiðiráðgjafar og hefði ekki áhrif á fiskistofna. Handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum. Strandveiðarnar í sumar sýna að nóg er af fiski í sjónum. Það þarf bara að gefa strandiveiðimönnum frelsi til að veiða hann. Þetta er spurning um að beygja sig eða standa í lappirnar. Höfundur er alþingismaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir strandveiðitímabilið í ár ákváðu stjórnvöld að til veiðanna færu veiðiheimildir sem samsvara verðmæti 35.089 tonna af loðnu. Þetta aflaverðmæti átti að tryggja 48 strandveiðidaga á núverandi veiðisumri, 12 veiðidaga á mánuði í fjóra mánuði maí til ágúst. Vilji Alþingis á síðasta kjörtímabili var að tryggja strandveiðar við landið í 48 daga á ári. Raunin varð önnur. Þorskígildisstuðull loðnu er 0,36. Það þýðir að 35.089 tonn af loðnu eru ígildi 12.632 tonna af þorski. Stjórnvöld ákváðu því að aflaverðmæti sem næmi tæpum 13.000 tonnum af þorski færu til strandveiða í ár. Þetta voru fyrirheit stjórnvalda sem strandveiðimenn höfðu lögmætar væntingar um að staðið yrði við. Stjórnvöld settu loðnukvótann á skiptimarkað aflaheimilda til að fá þorskveiðiheimildir í svokallaðan strandveiðipott. Þannig gat aflaverðmæti loðnu nýst til strandveiða. Með því að setja loðnukvóta á skiptimarkað framseldu stjórnvöld ekki ákvörðun sína um aflaverðmæti til strandveiða. Skiptimarkaðurinn tekur ekki stjórnvaldsákvörðun um veiðiheimildir til strandveiðimanna. Hvað þá skiptimarkaður sem er ofurseldur einokun kvótahafa sem vilja að strandveiðum verði hætt og líta ekki á þær sem atvinnu. Einokun kvótahafa og vilji þeirra kom skýrt í ljós sl. haust þegar stjórnvöld buðu loðnukvótann í skiptum fyrir þorskveiðiheimildir til strandveiða. Á skiptimarkaðnum voru boðin framangreind 35.089 tonn af loðnu en fyrir þau fengust einungis 1.079 tonn af þorski. Skiptahlutfallið var því rúmlega 0,03. Reiknað hafði verið með að minnsta kosti 6 til 7 þúsund tonn af þorski myndu fást, en Fiskistofa lokaði skiptimarkaðnum við 1000 tonn þrátt fyrir að þorskígildisstuðull loðnu væri 0,36. Skiptihlutfallið á loðnu fyrir þorsk varð því 12 sinnum LÆGRA en samkvæmt þorskígildastuðli. Svona gerist einungis í einokunarkerfi sem vill útrýma strandveiðum og vinnur gegn því litla atvinnufrelsi sem finnst í íslenskum sjávarútvegi. Það er þessi einokun kvótahafa sem hefur leitt til stöðvunar strandveiða á miðju strandveiðitímabilinu. Ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva strandveiðar er óskiljanleg sé mark tekið á kosningabaráttu VG og stefnuskrá flokksins. Boðskapur VG í kosningabaráttunni í Norðvesturkjördæmi sl. haust var: „Við viljum efla útgerðarform með öflugum strandveiðum og byggðatengdum aflaheimildum og koma í veg fyrir mikla samþjöppun svo byggðirnar blómstri.“ Augljóst er hver stjórnar hér. Vilji sérhagmunagæslu stórútgerðar og kvótaeigenda er skýr og kemur fram í athugasemdum við frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvóti): „Samtökin [SFS] hafa ítrekað lýst þeirri afstöðu að hætta eigi strandveiðum og fella aflamark, sem tekið hefur verið af öðrum og ráðstafað til þessara veiða, undir aflahlutdeildarkerfið.“ Ekki er litið á strandveiðar sem raunverulegar atvinnuveiðar og virðing fyrir þeim er engin. „Samtökin leggja þunga áherslu á að aflamagn til strandveiða verði ekki aukið með neinum hætti á kostnað atvinnuveiðanna.“ Baráttan fyrir frjálsum strandveiðum er mannréttindabarátta. Strandveiðikerfið á rætur að rekja til álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að kvótakerfið væri brot á jafnræði til atvinnufrelsis. Takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur. Takmarkanir á veiðum eiga einungis að ná til veiða sem ógna fiskistofnum, og handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum. Baráttan fyrir strandveiðum er einnig barátta fyrir búseturétti íbúa sjávarbyggðanna og jöfnum búseturétti. Matvælaráðherra á að taka afstöðu með þessum rétti og auka aflaheimildir til strandveiða og standa þannig við upphaflega úthlutun aflaverðmæta til strandveiða. Úthlutunar sem varð einokun að bráð á skiptimarkaði aflaheimilda. Ráðherranum ber skylda til að leiðrétta afleiðingar einokunarinnar og standa með sjávarbyggðunum og lögmætum væntingum strandveiðimanna og tryggja 48 veiðidaga. Matvælaráðherra getur einnig með reglugerð í ágúst ráðstafað almennum byggðakvóta til strandveiða. Í dag fer stór hluti byggðakvóta til stórútgerðar, ekki til strandveiða. Einnig má nefnda rækju- og skelbætur í þorskígildum sem úthlutað hefur verið árum saman. Matvælaráðherra getur valið að beygja sig undir einokun skiptimarkaðarins og þeirra sem vilja hætta strandveiðum eða standa með strandveiðum og sjávarbyggðunum. Valið er hans. Sé litið á málið innan kerfisins, getur ráðherra aukið veiðiheimildir til strandveiða til samræmis við þau aflaverðmæti sem stjórnvöld ráðstöfuðu upphaflega til strandveiða. Þau voru étin upp af kvótaþegaeinokun á skiptimarkaði aflaheimilda, einokunarskipta sem fengu ótrúlega litla fjölmiðlaumfjöllun. Þessi aukning aflaheimilda væri vel innan skekkjumarka fiskveiðiráðgjafar og hefði ekki áhrif á fiskistofna. Handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum. Strandveiðarnar í sumar sýna að nóg er af fiski í sjónum. Það þarf bara að gefa strandiveiðimönnum frelsi til að veiða hann. Þetta er spurning um að beygja sig eða standa í lappirnar. Höfundur er alþingismaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun