Ráðherrar kasta á milli sín heitri (franskri) kartöflu Ólafur Stephensen skrifar 12. september 2022 10:31 Félag atvinnurekenda sendi Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra erindi 24. ágúst síðastliðinn og hvatti þau til að beita sér fyrir niðurfellingu 76% tolls, sem lagður er á innfluttar franskar kartöflur. Rökin fyrir að fella tollinn niður eru augljós. Hann var lagður á til að vernda innlenda framleiðslu. Lengi vel hefur hann verndað eitt fyrirtæki, Þykkvabæjar, sem framleiddi franskar kartöflur – reyndar úr innfluttum kartöflum að stórum hluta. Hinn 24. ágúst tilkynnti fyrirtækið að það væri hætt framleiðslunni. Hæsti prósentutollur tollskrárinnar verndar þá ekkert lengur. Hann er bara úreltur og ósanngjarn skattur á verzlun, veitingarekstur og neytendur í landinu, sem nemur 300-400 milljónum króna á ári. Svar barst um hæl frá atvinnuvegaráðuneytinu 26. ágúst. Þar sagði: „Af þessu tilefni skal það upplýst að matvælaráðherra hefur ekki aðkomu að ákvörðun tolls fyrir umrædda vöru þar sem hún ber einungis verðtoll og heyrir því slíkur innflutningur undir valdsvið fjármálaráðherra.“ Afrit af bréfinu fór á fjármálaráðuneytið. Í fréttum Stöðvar 2 föstudaginn 9. september sagði Bjarni Benediktsson: „Þetta er ekki á mínu borði. Þetta er hjá landbúnaðarráðherranum eða matvælaráðherranum, að vinna að tollfrelsi með landbúnaðarafurðir. Ég er hlynntur því að lækka tolla. Þetta er oft og tíðum bara skattur á íslenska neytendur.“ Það gengur að sjálfsögðu ekki að stjórnmálamenn firri sig ábyrgð með því að kasta málum á milli sín eins og heitri kartöflu. Í ljósi þess að Svandís og Bjarni hittast tvisvar í viku, á ríkisstjórnarfundum á þriðjudögum og föstudögum, hljóta þau að geta talað saman um málið og komizt að niðurstöðu um hvort þeirra ber ábyrgð á að leggja til breytingar á úreltum verndarskatti. Næsti fundur er á morgun, þá er tækifærið. Næsta skref er svo frumvarp – eða breytingartillaga við einhver af fylgifrumvörpum fjárlaganna – um að fella tollinn niður. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Matvælaframleiðsla Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda sendi Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra erindi 24. ágúst síðastliðinn og hvatti þau til að beita sér fyrir niðurfellingu 76% tolls, sem lagður er á innfluttar franskar kartöflur. Rökin fyrir að fella tollinn niður eru augljós. Hann var lagður á til að vernda innlenda framleiðslu. Lengi vel hefur hann verndað eitt fyrirtæki, Þykkvabæjar, sem framleiddi franskar kartöflur – reyndar úr innfluttum kartöflum að stórum hluta. Hinn 24. ágúst tilkynnti fyrirtækið að það væri hætt framleiðslunni. Hæsti prósentutollur tollskrárinnar verndar þá ekkert lengur. Hann er bara úreltur og ósanngjarn skattur á verzlun, veitingarekstur og neytendur í landinu, sem nemur 300-400 milljónum króna á ári. Svar barst um hæl frá atvinnuvegaráðuneytinu 26. ágúst. Þar sagði: „Af þessu tilefni skal það upplýst að matvælaráðherra hefur ekki aðkomu að ákvörðun tolls fyrir umrædda vöru þar sem hún ber einungis verðtoll og heyrir því slíkur innflutningur undir valdsvið fjármálaráðherra.“ Afrit af bréfinu fór á fjármálaráðuneytið. Í fréttum Stöðvar 2 föstudaginn 9. september sagði Bjarni Benediktsson: „Þetta er ekki á mínu borði. Þetta er hjá landbúnaðarráðherranum eða matvælaráðherranum, að vinna að tollfrelsi með landbúnaðarafurðir. Ég er hlynntur því að lækka tolla. Þetta er oft og tíðum bara skattur á íslenska neytendur.“ Það gengur að sjálfsögðu ekki að stjórnmálamenn firri sig ábyrgð með því að kasta málum á milli sín eins og heitri kartöflu. Í ljósi þess að Svandís og Bjarni hittast tvisvar í viku, á ríkisstjórnarfundum á þriðjudögum og föstudögum, hljóta þau að geta talað saman um málið og komizt að niðurstöðu um hvort þeirra ber ábyrgð á að leggja til breytingar á úreltum verndarskatti. Næsti fundur er á morgun, þá er tækifærið. Næsta skref er svo frumvarp – eða breytingartillaga við einhver af fylgifrumvörpum fjárlaganna – um að fella tollinn niður. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar