Rétt gögn en röng ályktun Konráð S. Guðjónsson skrifar 19. október 2022 11:31 Það er vandratað í heimi fjölmiðla á okkar tímum þar sem úir og grúir af falsfréttum og villandi upplýsingum. Í gær mátti finna frétt á Vísir.is sem sem bar því miður þess háttar boðskap á borð fyrir landsmenn. Fréttin fjallaði um að miklar hækkanir á matvælaverði á heimsmarkaði, á mælikvarða vísitölu matvælaverðs FAO, hefðu gengið til baka. Í fréttinni fullyrti verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ að verðlækkanir síðustu mánuði hefðu ekki skilað sér hingað til lands. Samdægurs hafði Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu, fullyrt hið sama. Það þarf ekki mikla heimavinnu til að sjá að þessar fullyrðingar standast ekki skoðun, nema fyrir þær sakir að hækkanir á heimsmarkaði hafa hingað til verið margfalt meiri en hækkanir á innfluttu matvælaverði. Á sama tíma og vísitala FAO er 17% hærri en fyrir ári síðan, þegar leiðrétt er fyrir gengisbreytingum, hefur verð á innfluttum matvælum hækkað um 5%. Svipaða og jafnvel stærri sögu er að segja ef horft er til síðustu ára en frá janúar 2020 hefur vísitala FAO hækkað um 53% en innfluttar matvörur um 12%. Ef við notum nálgun ASÍ, tökum tillit til gengisbreytinga og setjum í örlítið stærra samhengi en 2-3 mánuði blasir þetta því við: Þrátt fyrir gríðarlegar hækkanir á matvælaverði á heimsvísu lítur út fyrir að þær hafi ekki skilað sér í sama mæli hingað til lands. Önnur vísbending um það er lækkandi framlegð í matvöruverslunum sem tilheyra félögum sem eru skráð í Kauphöllinni. Það er því kannski sannleikskorn í greiningunni: Já, verðið hefur lítið komið niður, enda ekki við öðru að búast því það fór aldrei upp líkt og meðfylgjandi mynd sýnir glögglega. Annað sem er gott að hafa í huga er að hækkun matvöruverðs hér á landi, sem var 8,4% milli ára í september og fór minnkandi milli mánaða, er minni en sem nemur verðbólgu sem mælist 9,3%. Með öðrum orðum er verðbólguþrýstingur enn meiri úr öðrum áttum, þó að ríflega 8% verðhækkanir séu vissulega óásættanlegar til lengri tíma. Að auki er nú svo komið að í einungis fimm Evrópuríkjum er matvælaverðbólga minni. Á öllum Norðurlöndunum er hækkunin meiri og í ESB hefur matvælaverð hækkað að jafnaði um 14%. Síðast en alls ekki síst má benda á að kaupmáttur launa mældur í matvöru hefur aukist um 7% frá undirritun lífskjarasamningsins og um 4% frá því að COVID skall á. Ef við skoðum gögnin sem ASÍ horfir til er niðurstaðan því alltaf sú sama hvernig sem á það er litið: Hækkun matvöru á heimsmarkaði hefur ekki skilað sér nema að mjög litlu leyti í matarinnkaupin okkar. Tal um eitthvað annað er annað hvort misskilningur eða vísvitandi afvegaleiðing. Við Íslendingar ættum fremur að hrósa happi yfir að afleiðingar verðbólgu, framboðshnökra og stríðsins í Úkraínu á matvælaverð hafi ekki verið meiri en raun ber vitni. Höfundur er efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Konráð S. Guðjónsson ASÍ Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er vandratað í heimi fjölmiðla á okkar tímum þar sem úir og grúir af falsfréttum og villandi upplýsingum. Í gær mátti finna frétt á Vísir.is sem sem bar því miður þess háttar boðskap á borð fyrir landsmenn. Fréttin fjallaði um að miklar hækkanir á matvælaverði á heimsmarkaði, á mælikvarða vísitölu matvælaverðs FAO, hefðu gengið til baka. Í fréttinni fullyrti verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ að verðlækkanir síðustu mánuði hefðu ekki skilað sér hingað til lands. Samdægurs hafði Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu, fullyrt hið sama. Það þarf ekki mikla heimavinnu til að sjá að þessar fullyrðingar standast ekki skoðun, nema fyrir þær sakir að hækkanir á heimsmarkaði hafa hingað til verið margfalt meiri en hækkanir á innfluttu matvælaverði. Á sama tíma og vísitala FAO er 17% hærri en fyrir ári síðan, þegar leiðrétt er fyrir gengisbreytingum, hefur verð á innfluttum matvælum hækkað um 5%. Svipaða og jafnvel stærri sögu er að segja ef horft er til síðustu ára en frá janúar 2020 hefur vísitala FAO hækkað um 53% en innfluttar matvörur um 12%. Ef við notum nálgun ASÍ, tökum tillit til gengisbreytinga og setjum í örlítið stærra samhengi en 2-3 mánuði blasir þetta því við: Þrátt fyrir gríðarlegar hækkanir á matvælaverði á heimsvísu lítur út fyrir að þær hafi ekki skilað sér í sama mæli hingað til lands. Önnur vísbending um það er lækkandi framlegð í matvöruverslunum sem tilheyra félögum sem eru skráð í Kauphöllinni. Það er því kannski sannleikskorn í greiningunni: Já, verðið hefur lítið komið niður, enda ekki við öðru að búast því það fór aldrei upp líkt og meðfylgjandi mynd sýnir glögglega. Annað sem er gott að hafa í huga er að hækkun matvöruverðs hér á landi, sem var 8,4% milli ára í september og fór minnkandi milli mánaða, er minni en sem nemur verðbólgu sem mælist 9,3%. Með öðrum orðum er verðbólguþrýstingur enn meiri úr öðrum áttum, þó að ríflega 8% verðhækkanir séu vissulega óásættanlegar til lengri tíma. Að auki er nú svo komið að í einungis fimm Evrópuríkjum er matvælaverðbólga minni. Á öllum Norðurlöndunum er hækkunin meiri og í ESB hefur matvælaverð hækkað að jafnaði um 14%. Síðast en alls ekki síst má benda á að kaupmáttur launa mældur í matvöru hefur aukist um 7% frá undirritun lífskjarasamningsins og um 4% frá því að COVID skall á. Ef við skoðum gögnin sem ASÍ horfir til er niðurstaðan því alltaf sú sama hvernig sem á það er litið: Hækkun matvöru á heimsmarkaði hefur ekki skilað sér nema að mjög litlu leyti í matarinnkaupin okkar. Tal um eitthvað annað er annað hvort misskilningur eða vísvitandi afvegaleiðing. Við Íslendingar ættum fremur að hrósa happi yfir að afleiðingar verðbólgu, framboðshnökra og stríðsins í Úkraínu á matvælaverð hafi ekki verið meiri en raun ber vitni. Höfundur er efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun