Já, samningarnir eru löglegir Ragnhildur Sverrisdóttir skrifar 14. febrúar 2023 10:01 Við samningagerð milli landeigenda við Þjórsá og Landsvirkjunar var ekki rætt um eignarnám og fullyrðingum um meinta þvingun í garð landeigenda er harðlega mótmælt. Landsvirkjun hefur gert fjölda samninga við landeigendur á svæðinu. Í öllum tilvikum var um að ræða frjálsa samninga. Allir landeigendur nutu aðstoðar lögmanns. Rétt er að taka fram að samkomulag Landsvirkjunar og ríkisins frá 2007 gerir ráð fyrir að gengið verði til endanlegra samninga um vatns- og landsréttindi við Þjórsá eigi síðar en við útgáfu virkjanaleyfis Hvammsvirkjunar og sú vinna stendur yfir. Hins vegar hefur verið starfað eftir efni samkomulagsins allt frá 2007. Anna Björk Hjaltadóttir formaður Gjálpar, félags um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá og fyrrum íbúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, spyr í fyrirsögn á grein sinni á Vísi í gær, mánudag, hvort samningar Landsvirkjunar við landeigendur við Þjórsá hafi verið löglegir. Þessari spurningu hefur ítrekað verið svarað, bæði vegna blaðaskrifa sveitunga hennar á síðasta ári og nú síðast í greinargerð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Frjálsir samningar og án fyrirvara Grein formanns Gjálpar sýnir að enn þarf að hnykkja á þeirri staðreynd að um var að ræða frjálsa samninga á milli landeigenda og Landsvirkjunar þar sem stuðst var við markaðsverð og fyrirliggjandi fordæmi um endurgjald fyrir þau réttindi sem um ræðir.Samningar hafa náðst við meirihluta landeigenda enda mikill vilji fyrir því að semja við Landsvirkjun vegna fyrirhugaðra framkvæmda og dæmi um að landeigendur hafi sjálfir haft frumkvæði að samningum. Samningafundir gengu eðlilega fyrir sig og skrifuðu landeigendur undir samninga án nokkurra fyrirvara og þáðu greiðslur. Efni samninganna er trúnaðarmál, en óhætt er að fullyrða að ávallt var horft til sjónarmiða landeigenda og reynt að koma til móts við slík sjónarmið eftir fremsta megni til þess að draga úr áhrifum af fyrirhuguðum virkjunum. Á þeim árum sem liðin eru hefur Landsvirkjun átt gott samstarf við landeigendur sem til okkar hafa leitað vegna framkvæmda þeirra á jörðum. Fullyrðingum um að uppbyggingu á landinu hafi verið haldið í gíslingu í 15 ár er vísað til föðurhúsanna. Lagaheimild tryggð Samkomulag ríkisins og Landsvirkjunar sem áður er nefnd var undirritað í maí 2007. Í desember sama ár komu fram athugasemdir ríkisendurskoðanda, um hvort samkomulagið hefði þurft staðfestingu Alþingis og hvort það væri bindandi fyrir ríkissjóð á meðan ekki lægi fyrir sérstök lagaheimild. Með breytingarlögum nr. 58/2008 á vatnalögum nr. 15/1923 var athugasemdum ríkisendurskoðanda í raun svarað, þegar bætt var við vatnalög ráðstöfunarheimild til opinberra aðila. Landsvirkjun og ríkið hafa frá árinu 2007 unnið eftir efni samkomulagsins. Í því kemur einnig fram að gengið skuli til endanlegra samninga um vatns- og landsréttindin eigi síðar en við útgáfu virkjanaleyfis. Í því felst ekki að aðgerðir fram að útgáfu virkjanaleyfis séu ólögmætar. Fullyrðingar um „stóran lagalegan vafa“ eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Við samningagerð milli landeigenda við Þjórsá og Landsvirkjunar var ekki rætt um eignarnám og fullyrðingum um meinta þvingun í garð landeigenda er harðlega mótmælt. Landsvirkjun hefur gert fjölda samninga við landeigendur á svæðinu. Í öllum tilvikum var um að ræða frjálsa samninga. Allir landeigendur nutu aðstoðar lögmanns. Rétt er að taka fram að samkomulag Landsvirkjunar og ríkisins frá 2007 gerir ráð fyrir að gengið verði til endanlegra samninga um vatns- og landsréttindi við Þjórsá eigi síðar en við útgáfu virkjanaleyfis Hvammsvirkjunar og sú vinna stendur yfir. Hins vegar hefur verið starfað eftir efni samkomulagsins allt frá 2007. Anna Björk Hjaltadóttir formaður Gjálpar, félags um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá og fyrrum íbúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, spyr í fyrirsögn á grein sinni á Vísi í gær, mánudag, hvort samningar Landsvirkjunar við landeigendur við Þjórsá hafi verið löglegir. Þessari spurningu hefur ítrekað verið svarað, bæði vegna blaðaskrifa sveitunga hennar á síðasta ári og nú síðast í greinargerð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Frjálsir samningar og án fyrirvara Grein formanns Gjálpar sýnir að enn þarf að hnykkja á þeirri staðreynd að um var að ræða frjálsa samninga á milli landeigenda og Landsvirkjunar þar sem stuðst var við markaðsverð og fyrirliggjandi fordæmi um endurgjald fyrir þau réttindi sem um ræðir.Samningar hafa náðst við meirihluta landeigenda enda mikill vilji fyrir því að semja við Landsvirkjun vegna fyrirhugaðra framkvæmda og dæmi um að landeigendur hafi sjálfir haft frumkvæði að samningum. Samningafundir gengu eðlilega fyrir sig og skrifuðu landeigendur undir samninga án nokkurra fyrirvara og þáðu greiðslur. Efni samninganna er trúnaðarmál, en óhætt er að fullyrða að ávallt var horft til sjónarmiða landeigenda og reynt að koma til móts við slík sjónarmið eftir fremsta megni til þess að draga úr áhrifum af fyrirhuguðum virkjunum. Á þeim árum sem liðin eru hefur Landsvirkjun átt gott samstarf við landeigendur sem til okkar hafa leitað vegna framkvæmda þeirra á jörðum. Fullyrðingum um að uppbyggingu á landinu hafi verið haldið í gíslingu í 15 ár er vísað til föðurhúsanna. Lagaheimild tryggð Samkomulag ríkisins og Landsvirkjunar sem áður er nefnd var undirritað í maí 2007. Í desember sama ár komu fram athugasemdir ríkisendurskoðanda, um hvort samkomulagið hefði þurft staðfestingu Alþingis og hvort það væri bindandi fyrir ríkissjóð á meðan ekki lægi fyrir sérstök lagaheimild. Með breytingarlögum nr. 58/2008 á vatnalögum nr. 15/1923 var athugasemdum ríkisendurskoðanda í raun svarað, þegar bætt var við vatnalög ráðstöfunarheimild til opinberra aðila. Landsvirkjun og ríkið hafa frá árinu 2007 unnið eftir efni samkomulagsins. Í því kemur einnig fram að gengið skuli til endanlegra samninga um vatns- og landsréttindin eigi síðar en við útgáfu virkjanaleyfis. Í því felst ekki að aðgerðir fram að útgáfu virkjanaleyfis séu ólögmætar. Fullyrðingar um „stóran lagalegan vafa“ eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun