Elskar bjór og mætti alltaf með fimm aukakíló Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 11:01 Eden Hazard fékk kveðjuathöfn á landsleik Belga síðasta haust, eftir að hafa lagt skóna á hilluna. Getty/Joris Verwijst Fyrrverandi knattspyrnustjarnan Eden Hazard viðurkennir að hafa ítrekað mætt of þungur og ekki í formi til æfinga hjá Real Madrid eftir sumarfrí. Hazard segir eina ástæðuna hafa verið ást sína á bjór og hann hafi einfaldlega þurft að fórna svo miklu tíu mánuði ársins, að hann hafi viljað njóta þess til fulls að vera í sumarfríi með fjölskyldu sinni. Hazard, sem kom til Real frá Chelsea fyrir 100 milljónir punda árið 2019, ræddi þessi mál í hlaðvarpsþætti John Obi Mikel, sem var samherji hans hjá Chelsea. „Þetta var alveg satt,“ sagði Hazard um fréttirnar af því að hann mætti of þungur til æfinga á undirbúningstímabilin með Real. „Á hverju sumri bætti ég á mig 4-5 kílóum því mér fannst maður fórna svo miklu í tíu mánuði ársins. Þá þarf maður að halda líkamanum í allra besta formi og fólk sparkar samt í þig, svo að fríið manns verður að vera frí,“ sagði Hazard. Eden Hazard:"As a Belgian guy, we love beers because my country has the best in the world. I didn't tell you I used to drink every day; that's not true. But sometimes after a good game, 1 or 2 is nice, and the feelings better when you play a good game." #CFC pic.twitter.com/UU4ow8vLUO— Chelsea Dodgers (@TheBlueDodger) February 19, 2024 „Ekki biðja mig um að gera neitt. Ég nýt þess að vera með fjölskyldunni, fara á ströndina, svo ekki láta mig þurfa að hlaupa þessar 3-4 vikur. Ég get sparkað í bolta með krökkunum á ströndinni, ekkert mál, en ekki biðja mig um að hlaupa,“ sagði Hazard. „Ef þú skoðar ferilinn minn þá var maður alltaf meðvitaður um það fyrsta mánuð tímabilsins að þetta væri rétt að byrja, og svo frá september og október þá var ég á flugi, því ég þurfti tíma fyrir líkamann og hugann. Svo já, það er satt, ég kom úr fríinu með fimm kíló aukalega. Ég vissi það. Ég elska allt við að vera með fjölskyldunni og vinum. Ef þú biður mig um að borða eitthvað þá borða ég það. Jafnvel þó að mig langi ekki í það þá borða ég það. Sem Belgi þá elska ég bjór því landið mitt er með bestu bjóra í heimi. Ég er ekki að segja að ég drekki á hverjum degi, því þannig er það ekki, en það er gott að fá sér 1-2 eftir góðan leik,“ sagði Hazard. Hazard, sem er 33 ára, tilkynnti í október á síðasta ári að hann hefði lagt skóna á hilluna, þremur mánuðum eftir að samningur hans við Real Madrid rann út. Hann lék aðeins 54 deildarleiki fyrir Real á fjórum árum, og skoraði fjögur mörk, eftir að hafa gert 85 mörk í 245 deildarleikjum fyrir Chelsea. Þá skoraði hann 33 mörk í 126 A-landsleikjum fyrir Belgíu. Fótbolti Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sjá meira
Hazard segir eina ástæðuna hafa verið ást sína á bjór og hann hafi einfaldlega þurft að fórna svo miklu tíu mánuði ársins, að hann hafi viljað njóta þess til fulls að vera í sumarfríi með fjölskyldu sinni. Hazard, sem kom til Real frá Chelsea fyrir 100 milljónir punda árið 2019, ræddi þessi mál í hlaðvarpsþætti John Obi Mikel, sem var samherji hans hjá Chelsea. „Þetta var alveg satt,“ sagði Hazard um fréttirnar af því að hann mætti of þungur til æfinga á undirbúningstímabilin með Real. „Á hverju sumri bætti ég á mig 4-5 kílóum því mér fannst maður fórna svo miklu í tíu mánuði ársins. Þá þarf maður að halda líkamanum í allra besta formi og fólk sparkar samt í þig, svo að fríið manns verður að vera frí,“ sagði Hazard. Eden Hazard:"As a Belgian guy, we love beers because my country has the best in the world. I didn't tell you I used to drink every day; that's not true. But sometimes after a good game, 1 or 2 is nice, and the feelings better when you play a good game." #CFC pic.twitter.com/UU4ow8vLUO— Chelsea Dodgers (@TheBlueDodger) February 19, 2024 „Ekki biðja mig um að gera neitt. Ég nýt þess að vera með fjölskyldunni, fara á ströndina, svo ekki láta mig þurfa að hlaupa þessar 3-4 vikur. Ég get sparkað í bolta með krökkunum á ströndinni, ekkert mál, en ekki biðja mig um að hlaupa,“ sagði Hazard. „Ef þú skoðar ferilinn minn þá var maður alltaf meðvitaður um það fyrsta mánuð tímabilsins að þetta væri rétt að byrja, og svo frá september og október þá var ég á flugi, því ég þurfti tíma fyrir líkamann og hugann. Svo já, það er satt, ég kom úr fríinu með fimm kíló aukalega. Ég vissi það. Ég elska allt við að vera með fjölskyldunni og vinum. Ef þú biður mig um að borða eitthvað þá borða ég það. Jafnvel þó að mig langi ekki í það þá borða ég það. Sem Belgi þá elska ég bjór því landið mitt er með bestu bjóra í heimi. Ég er ekki að segja að ég drekki á hverjum degi, því þannig er það ekki, en það er gott að fá sér 1-2 eftir góðan leik,“ sagði Hazard. Hazard, sem er 33 ára, tilkynnti í október á síðasta ári að hann hefði lagt skóna á hilluna, þremur mánuðum eftir að samningur hans við Real Madrid rann út. Hann lék aðeins 54 deildarleiki fyrir Real á fjórum árum, og skoraði fjögur mörk, eftir að hafa gert 85 mörk í 245 deildarleikjum fyrir Chelsea. Þá skoraði hann 33 mörk í 126 A-landsleikjum fyrir Belgíu.
Fótbolti Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sjá meira