Fótbolti

Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úr­slita­leiknum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Achraf Hakimi og Fabián Ruiz skoruðu mörk Paris Saint-Germain í seinni leiknum gegn Arsenal.
Achraf Hakimi og Fabián Ruiz skoruðu mörk Paris Saint-Germain í seinni leiknum gegn Arsenal. getty/Jean Catuffe

Paris Saint-Germain komst í gær í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Arsenal, 2-1, á heimavelli. Fabián Ruiz og Achraf Hakimi skoruðu mörk Parísarliðsins en Bukayo Saka skoraði fyrir Skytturnar.

PSG vann fyrri leikinn á Emirates, 0-1, og var því í góðri stöðu fyrir leikinn á Parc des Princes í gær.

Arsenal byrjaði leikinn af miklum krafti en tókst ekki að skora. Það gerði Ruiz hins vegar með frábæru skoti á 27. mínútu.

Á 69. mínútu fékk PSG víti en David Raya varði slaka spyrnu Vitinhas. Þremur mínútum síðar skoraði Hakimi svo annað mark Parísarliðsins og hagur þess vænkaðist því verulega.

Saka minnkaði muninn á 76. mínútu en nær komst Arsenal ekki og varð að játa sig sigrað.

Klippa: PSG 2-1 Arsenal

PSG vann leikinn, 2-1, og einvígið, 3-1 samanlagt. Í úrslitaleiknum á Allianz Arena í München 31. maí mætir PSG Inter.

Mörkin úr leik PSG og Arsenal og fögnuð Parísarliðsins eftir leikinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 


Tengdar fréttir

Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“

Achraf Hakimi var mjög kátur eftir sigur Paris Saint Germain á Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld. PSG vann 2-1 og þar með 3-1 samanlagt. Úrslitaleikur á móti Internazionale bíður því í München.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×