Himinhátt innanlandsflug Ingibjörg Isaksen skrifar 23. apríl 2024 15:00 Í samtölum mínum við fólk af landsbyggðinni um samgöngur og flug heyrist sífellt háværari umræða um hækkandi verð á flugferðum innanlands. Íbúum landsbyggðarinnar er orðið tíðrætt um að ekki fyrir svo löngu hafi það frekar borgað sig að keyra milli Akureyrar og Reykjavíkur ef þrír voru í bílnum. Í dag þurfi ekki einu sinni að hugsa sig um hvort eigi að keyra eða fljúga, jafnvel þó að Loftbrúin sé notuð og einungis einn sé á ferð. Fólk grínast með að það sé ódýrara að millilenda í London á leið sinni til Reykjavíkur, en það er sorgleg staðreynd að það er ekkert grín. Síhækkandi flugfargjöld Þessi þróun, öfugt við góð markmið Loftbrúar, er umhugsunarverð. Flugsamgöngur á sanngjörnu verði skipta verulega máli fyrir landsbyggðirnar. Markmið Loftbrúar er að viðhalda samgöngum innanlands, tryggja öryggi fyrir íbúa landsbyggðarinnar og skapa jafnræði að opinberri þjónustu og lífsgæðum með því að létta á þungum kostnaði fyrir einstaklinga sem búsettir eru á landsbyggðinni til að t.d. sækja sér nauðsynlega þjónustu, hitta vini og vandamenn eða kaupa ákveðnar vörur á höfuðborgarsvæðinu. Um leið Loftbrúin hófst hafði hún náð jákvæðum áhrifum hvað það markmið varðar. Hins vegar hafa, líkt og áður sagði, íbúar á landsbyggðinni tekið eftir talsverði hækkun flugfargjalda undanfarna mánuði. Aftur fjölgar í hópi þeirra sem telja innanlandsflug ekki lengur fýsileg samgönguleið vegna mikils kostnaðar. Ef horft er til gagna frá Hagstofu Íslands má sjá að þróun vísitölu flugfargjalda til útlanda hefur lækkað um það bil 4,5% sl. ár en vísitala flugfargjalda innanlands hefur hækkað um 17,8% á sama tíma. Tölurnar tala sínu máli og það er eðlilegt að fólk staldri við þær. Verðið hækkar mikið, jafnvel meira en eðlilegt getur talist. Vissulega er verið að bera saman ólíka hluti en þetta er það sem fólk er að velta fyrir sér. Hvenær er nóg nóg? Fyrr á þessu löggjafarþingi lagði ég fram fyrirspurn til innviðaráðherra um Loftbrú og þróun flugfargjalda í innanlandsflugi. Fyrir stuttu barst mér svar frá innviðaráðuneytinu þar sem fram kemur að Loftbrúin hafi nýst vel og að almenn ánægja hafi ríkt um verkefnið. Frá september 2020 til október 2023 hafði Loftbrúin verið nýtt 192.641 sinnum, sem er talin vera mjög góð nýting. En virðast vera blikur á lofti vegna gríðarlegra hækkana á fargjöldum. Stóra spurningin hlýtur að vera; hvað veldur þessari gríðarlegu hækkun? Er það slæm sætanýting eða skortur á eftirspurn? Er þetta afleiðing fákeppni á markaði? Getur verið að endurskoða þurfi Loftbrúnna í ljósi þessara hækkana? Sú sem hér skrifar telur afar brýnt að stjórnvöld fylgist með þessari þróun sem nú á sér stað og bregðist við. Það er mikilvægt fyrir íbúa landsbyggðarinnar að við getum haldið flugsamgöngum innanlands áfram sem fýsilegan kost, og ekki síður að markmiðum Loftbrúar sé náð þannig að hún haldi notagildi sínu. Gæta þarf að hagsmunum fólks á landsbyggðinni í þessu máli og því mun ég fylgja fyrirspurn minni eftir. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Byggðamál Fréttir af flugi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í samtölum mínum við fólk af landsbyggðinni um samgöngur og flug heyrist sífellt háværari umræða um hækkandi verð á flugferðum innanlands. Íbúum landsbyggðarinnar er orðið tíðrætt um að ekki fyrir svo löngu hafi það frekar borgað sig að keyra milli Akureyrar og Reykjavíkur ef þrír voru í bílnum. Í dag þurfi ekki einu sinni að hugsa sig um hvort eigi að keyra eða fljúga, jafnvel þó að Loftbrúin sé notuð og einungis einn sé á ferð. Fólk grínast með að það sé ódýrara að millilenda í London á leið sinni til Reykjavíkur, en það er sorgleg staðreynd að það er ekkert grín. Síhækkandi flugfargjöld Þessi þróun, öfugt við góð markmið Loftbrúar, er umhugsunarverð. Flugsamgöngur á sanngjörnu verði skipta verulega máli fyrir landsbyggðirnar. Markmið Loftbrúar er að viðhalda samgöngum innanlands, tryggja öryggi fyrir íbúa landsbyggðarinnar og skapa jafnræði að opinberri þjónustu og lífsgæðum með því að létta á þungum kostnaði fyrir einstaklinga sem búsettir eru á landsbyggðinni til að t.d. sækja sér nauðsynlega þjónustu, hitta vini og vandamenn eða kaupa ákveðnar vörur á höfuðborgarsvæðinu. Um leið Loftbrúin hófst hafði hún náð jákvæðum áhrifum hvað það markmið varðar. Hins vegar hafa, líkt og áður sagði, íbúar á landsbyggðinni tekið eftir talsverði hækkun flugfargjalda undanfarna mánuði. Aftur fjölgar í hópi þeirra sem telja innanlandsflug ekki lengur fýsileg samgönguleið vegna mikils kostnaðar. Ef horft er til gagna frá Hagstofu Íslands má sjá að þróun vísitölu flugfargjalda til útlanda hefur lækkað um það bil 4,5% sl. ár en vísitala flugfargjalda innanlands hefur hækkað um 17,8% á sama tíma. Tölurnar tala sínu máli og það er eðlilegt að fólk staldri við þær. Verðið hækkar mikið, jafnvel meira en eðlilegt getur talist. Vissulega er verið að bera saman ólíka hluti en þetta er það sem fólk er að velta fyrir sér. Hvenær er nóg nóg? Fyrr á þessu löggjafarþingi lagði ég fram fyrirspurn til innviðaráðherra um Loftbrú og þróun flugfargjalda í innanlandsflugi. Fyrir stuttu barst mér svar frá innviðaráðuneytinu þar sem fram kemur að Loftbrúin hafi nýst vel og að almenn ánægja hafi ríkt um verkefnið. Frá september 2020 til október 2023 hafði Loftbrúin verið nýtt 192.641 sinnum, sem er talin vera mjög góð nýting. En virðast vera blikur á lofti vegna gríðarlegra hækkana á fargjöldum. Stóra spurningin hlýtur að vera; hvað veldur þessari gríðarlegu hækkun? Er það slæm sætanýting eða skortur á eftirspurn? Er þetta afleiðing fákeppni á markaði? Getur verið að endurskoða þurfi Loftbrúnna í ljósi þessara hækkana? Sú sem hér skrifar telur afar brýnt að stjórnvöld fylgist með þessari þróun sem nú á sér stað og bregðist við. Það er mikilvægt fyrir íbúa landsbyggðarinnar að við getum haldið flugsamgöngum innanlands áfram sem fýsilegan kost, og ekki síður að markmiðum Loftbrúar sé náð þannig að hún haldi notagildi sínu. Gæta þarf að hagsmunum fólks á landsbyggðinni í þessu máli og því mun ég fylgja fyrirspurn minni eftir. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar