Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 15:15 Frá því að ég var kosin á Alþingi haustið 2016 hef ég tekið upp málefnið dánaraðstoð á þinginu og lagt áherslu á mikilvægi þess að skapa frelsi í lífslokum. Ég hef lagt fram fyrirspurnir, þingsályktanir og skýrslubeiðnir um málefnið. Félagið Lífsvirðing hefur verið ötult í að halda uppi umræðu í samfélaginu um þetta mikilvæga, en viðkvæma mál, og er ég stolt af því að hafa getað lagt mitt lóð á vogarskálarnar inni á þinginu. Vaxandi stuðningur við dánaraðstoð Allar kannanir sýna að stuðningur við dánaraðstoð hefur aukist til muna á síðustu árum, bæði meðal heilbrigðisstarfsmanna og almennings. Í nýlegri könnun kom fram að 56% lækna, 86% hjúkrunarfræðinga og 81% sjúkraliða voru hlynnt dánaraðstoð (alfarið, mjög eða frekar). Þessar niðurstöður sýna að stuðningur heilbrigðisstarfsfólks hefur aukist verulega á skömmum tíma. Þá sýndi sama könnun að 75,6% svarenda úr almenningi voru alfarið, mjög eða frekar hlynntir dánaraðstoð. Vorið 2023 samþykkti Alþingi beiðni mína um að heilbrigðisráðherra skyldi gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, samtaka sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Þessar kannanir hafa verið mikilvægur liður í að auka vitund og skapa samstöðu um málefnið. Dánaraðstoð: Frelsi í lífslokum Dánaraðstoð snýst ekki um að fleiri deyi heldur um að færri kveljist. Hún er fyrst og fremst spurning um frelsi einstaklingsins til að velja og hafna þeim læknismeðferðum sem í boði eru. Dánaraðstoð er viðkvæmt málefni sem snertir grundvallarspurningar um líf, dauða og mannréttindi. Hún kallar á vandlega yfirvegun, samkennd og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Sem þjóð verðum við að taka umræðu um dánaraðstoð af festu og sanngirni. Þeir sem standa frammi fyrir ólæknandi sjúkdómum og miklum þjáningum ættu að hafa rétt til að velja þann farveg sem þeir kjósa í lífslokum. Í löndum eins og Hollandi, þar sem dánaraðstoð hefur verið leyfð um árabil, fer aðstoðin fram eftir skýru og vönduðu ferli. Umsóknir eru metnar af tveimur læknum, og aðstoðin er aðeins veitt þegar þjáningar eru óbærilegar og engin von um lækningu er til staðar. Samhljómur í umræðunni Afstaða heilbrigðisstarfsfólks, sem væntanlega myndi veita þessa þjónustu, er lykilatriði. Það er jafnframt mikilvægt að tryggja að enginn verði skyldaður til að taka þátt í dánaraðstoð gegn eigin vilja. Virðing fyrir fjölbreyttum skoðunum og trú er óaðskiljanlegur hluti af umræðu og lagasetningu um þetta viðkvæma mál. Framtíðarsýn: Að tryggja rétt einstaklinga Nú liggur fyrir þinginu ályktun um að fela heilbrigðisráðherra að undirbúa og leggja fram frumvarp til laga sem heimilar dánaraðstoð. Ég mun, fái ég til þess áframhaldandi umboð, vinna að þessu mikilvæga máli með sama eldmóði og áður. Þetta snýst um frelsi, virðingu og mannúð – alla leið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Dánaraðstoð Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Sjá meira
Frá því að ég var kosin á Alþingi haustið 2016 hef ég tekið upp málefnið dánaraðstoð á þinginu og lagt áherslu á mikilvægi þess að skapa frelsi í lífslokum. Ég hef lagt fram fyrirspurnir, þingsályktanir og skýrslubeiðnir um málefnið. Félagið Lífsvirðing hefur verið ötult í að halda uppi umræðu í samfélaginu um þetta mikilvæga, en viðkvæma mál, og er ég stolt af því að hafa getað lagt mitt lóð á vogarskálarnar inni á þinginu. Vaxandi stuðningur við dánaraðstoð Allar kannanir sýna að stuðningur við dánaraðstoð hefur aukist til muna á síðustu árum, bæði meðal heilbrigðisstarfsmanna og almennings. Í nýlegri könnun kom fram að 56% lækna, 86% hjúkrunarfræðinga og 81% sjúkraliða voru hlynnt dánaraðstoð (alfarið, mjög eða frekar). Þessar niðurstöður sýna að stuðningur heilbrigðisstarfsfólks hefur aukist verulega á skömmum tíma. Þá sýndi sama könnun að 75,6% svarenda úr almenningi voru alfarið, mjög eða frekar hlynntir dánaraðstoð. Vorið 2023 samþykkti Alþingi beiðni mína um að heilbrigðisráðherra skyldi gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, samtaka sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Þessar kannanir hafa verið mikilvægur liður í að auka vitund og skapa samstöðu um málefnið. Dánaraðstoð: Frelsi í lífslokum Dánaraðstoð snýst ekki um að fleiri deyi heldur um að færri kveljist. Hún er fyrst og fremst spurning um frelsi einstaklingsins til að velja og hafna þeim læknismeðferðum sem í boði eru. Dánaraðstoð er viðkvæmt málefni sem snertir grundvallarspurningar um líf, dauða og mannréttindi. Hún kallar á vandlega yfirvegun, samkennd og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Sem þjóð verðum við að taka umræðu um dánaraðstoð af festu og sanngirni. Þeir sem standa frammi fyrir ólæknandi sjúkdómum og miklum þjáningum ættu að hafa rétt til að velja þann farveg sem þeir kjósa í lífslokum. Í löndum eins og Hollandi, þar sem dánaraðstoð hefur verið leyfð um árabil, fer aðstoðin fram eftir skýru og vönduðu ferli. Umsóknir eru metnar af tveimur læknum, og aðstoðin er aðeins veitt þegar þjáningar eru óbærilegar og engin von um lækningu er til staðar. Samhljómur í umræðunni Afstaða heilbrigðisstarfsfólks, sem væntanlega myndi veita þessa þjónustu, er lykilatriði. Það er jafnframt mikilvægt að tryggja að enginn verði skyldaður til að taka þátt í dánaraðstoð gegn eigin vilja. Virðing fyrir fjölbreyttum skoðunum og trú er óaðskiljanlegur hluti af umræðu og lagasetningu um þetta viðkvæma mál. Framtíðarsýn: Að tryggja rétt einstaklinga Nú liggur fyrir þinginu ályktun um að fela heilbrigðisráðherra að undirbúa og leggja fram frumvarp til laga sem heimilar dánaraðstoð. Ég mun, fái ég til þess áframhaldandi umboð, vinna að þessu mikilvæga máli með sama eldmóði og áður. Þetta snýst um frelsi, virðingu og mannúð – alla leið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun