Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2024 09:00 Robert Lewandowski hefur verið einn allra mesti markaskorari heims um langt árabil. Getty/Pedro Salado Pólski markahrókurinn Robert Lewandowski samþykkti árið 2012 að ganga til liðs við Manchester United en á endanum hafnaði þáverandi félag hans, Dortmund, tilboði United. Lewandowski greindi frá þessu í hlaðvarpsþætti Rio Ferdinand sem einmitt var leikmaður United þegar félagið reyndi að fá Pólverjann. „Ég sagði já við því að fara til Manchester United árið 2012. Ég man eftir þessu samtali við Sir Alex Ferguson. Maður gat ekki sagt nei við hann,“ sagði Lewandowski sem hefði reyndar ekki getað spilað lengi fyrir Ferguson því stjórinn sigursæli hætti hjá United ári síðar, 2013. When The Boss (Sir Alex) called Lewandowski to sign for Manchester United in 2012 ☎️😂Oh what could have been ffs! pic.twitter.com/3l880VnrI5— Rio Ferdinand (@rioferdy5) November 21, 2024 Lewandowski, sem er orðinn 36 ára gamall, er enn að raða inn mörkum og nú á sinni þriðju leiktíð hjá Barcelona á Spáni. Hann hefur skorað sautján mörk í nítján leikjum í vetur. Ómögulegt er að segja til um hvernig ferillinn hefði þróast hefði Lewandowski farið til United fyrir tólf árum. Hann viðurkennir að hafa verið stressaður þegar Ferguson hringdi, vegna stöðu Ferguson í fótboltaheiminum og takmarkaðrar enskukunnáttu sinnar, en sagði já. Töldu Lewandowski of mikilvægan Forráðamenn Dortmund voru hins vegar á öðru máli: „Formaðurinn sagði mér að þeir gætu ekki selt mig því ég væri of mikilvægur fyrir liðið,“ sagði Lewandowski. Hann hélt kyrru fyrir hjá Dortmund til ársins 2014 en fór þá til Bayern München þar sem hann skráði sig í metabækurnar með því að skora urmul marka og vinna fjölda titla, en hann skoraði 344 mörk í 375 leikjum áður en hann fór svo til Barcelona 2022. Hjá Barcelona hefur Lewandowski alls skorað 78 mörk í 112 leikjum. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Lewandowski greindi frá þessu í hlaðvarpsþætti Rio Ferdinand sem einmitt var leikmaður United þegar félagið reyndi að fá Pólverjann. „Ég sagði já við því að fara til Manchester United árið 2012. Ég man eftir þessu samtali við Sir Alex Ferguson. Maður gat ekki sagt nei við hann,“ sagði Lewandowski sem hefði reyndar ekki getað spilað lengi fyrir Ferguson því stjórinn sigursæli hætti hjá United ári síðar, 2013. When The Boss (Sir Alex) called Lewandowski to sign for Manchester United in 2012 ☎️😂Oh what could have been ffs! pic.twitter.com/3l880VnrI5— Rio Ferdinand (@rioferdy5) November 21, 2024 Lewandowski, sem er orðinn 36 ára gamall, er enn að raða inn mörkum og nú á sinni þriðju leiktíð hjá Barcelona á Spáni. Hann hefur skorað sautján mörk í nítján leikjum í vetur. Ómögulegt er að segja til um hvernig ferillinn hefði þróast hefði Lewandowski farið til United fyrir tólf árum. Hann viðurkennir að hafa verið stressaður þegar Ferguson hringdi, vegna stöðu Ferguson í fótboltaheiminum og takmarkaðrar enskukunnáttu sinnar, en sagði já. Töldu Lewandowski of mikilvægan Forráðamenn Dortmund voru hins vegar á öðru máli: „Formaðurinn sagði mér að þeir gætu ekki selt mig því ég væri of mikilvægur fyrir liðið,“ sagði Lewandowski. Hann hélt kyrru fyrir hjá Dortmund til ársins 2014 en fór þá til Bayern München þar sem hann skráði sig í metabækurnar með því að skora urmul marka og vinna fjölda titla, en hann skoraði 344 mörk í 375 leikjum áður en hann fór svo til Barcelona 2022. Hjá Barcelona hefur Lewandowski alls skorað 78 mörk í 112 leikjum.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira