Segist ekkert hafa rætt við Man. City Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2024 11:01 Pep Guardiola og Ruben Amorim leiða saman hesta sína í Manchester í dag. Amorim segir aldrei hafa staðið til að hann tæki við af Guardiola hjá Manchester City. Getty/Gareth Copley Portúgalski stjórinn Ruben Amorim tekur þátt í sínum fyrsta Manchester-slag í dag þegar Manchester United mætir Manchester City á Etihad-leikvanginum. Liðin hafa oft verið í meira stuði en síðustu vikur. Amorim tók við United fyrir mánuði síðan, eftir að Erik ten Hag var rekinn. Portúgalinn hafði áður verið nefndur sem mögulegur arftaki Pep Guardiola hjá City en fullyrðir að það hafi aldrei verið inni í myndinni. „Aldrei. Ég átti aldrei [í viðræðum við City]. Þetta var eini kosturinn hjá mér,“ sagði Amorim á blaðamannafundi á föstudaginn. „Þegar Manchester United hafði samband við mig þá var ég ekki í vafa, því ég var þá þegar með í huga að þetta gæti verið möguleiki,“ sagði Amorim. 🚨 Rúben Amorim on chances to be new Man City manager before Man United call: “Never. Never heard from them and Man United was my only option”.“When Man Utd talked to me I had no doubts. I had already something in my mind that could be a possibility”.@BeanymanSports 🎥 pic.twitter.com/ueDrP42xV6— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 13, 2024 Samningur Peps Guardiola við City átti að renna út næsta sumar en hann skrifaði undir eins árs framlengingu eins og tilkynnt var um í síðasta mánuði. Amorim hefur ekki átt neina draumabyrjun í starfi hjá United, en að sama skapi hefur allt gengið á afturfótunum hjá City. Liðin ætti því svo sannarlega að hungra í sigur í dag. Amorim hefur stýrt United í fjórum deildarleikjum og er uppskeran aðeins fjögur stig, en auk þess hefur liðið unnið tvo leiki í Evrópudeildinni. Sé horft til síðustu tíu leikja City, í öllum keppnum, er eini sigur liðsins 3-0 sigurinn gegn Nottingham Forest fyrir tíu dögum. Um síðustu helgi gerði liðið 2-2 jafntefli við Crystal Palace og tapaði svo 2-0 gegn Juventus í Meistaradeildinni á miðvikudag. Segir City-menn á betri stað í dag „Ég hugsa aldrei um þessa hluti. Við spilum við frábært lið og ég er meira að hugsa um okkar vandræði, því við glímum við margt sjálfir,“ sagði Amorim spurður út í slæmt gengi City. „Ég einbeiti mér bara að því sem við þurfum til að vinna á sunnudaginn, og er mjög einbeittur á mitt lið,“ bætti hann við. Rétt áður en Amorim hætti með Sporting Lissabon stýrði hann liðinu til 4-1 sigurs gegn City í Meistaradeildinni. Það veitir honum þó enga hugarró núna. „Bestu liðin geta svarað fyrir sig hvenær sem er, og ég held að þeir séu á betri stað en við varðandi sinn skilning á leiknum, hvernig eigi að spila og varðandi sjálfstraust. Jafnvel eftir það sem á undan er gengið,“ sagði Amorim. Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira
Amorim tók við United fyrir mánuði síðan, eftir að Erik ten Hag var rekinn. Portúgalinn hafði áður verið nefndur sem mögulegur arftaki Pep Guardiola hjá City en fullyrðir að það hafi aldrei verið inni í myndinni. „Aldrei. Ég átti aldrei [í viðræðum við City]. Þetta var eini kosturinn hjá mér,“ sagði Amorim á blaðamannafundi á föstudaginn. „Þegar Manchester United hafði samband við mig þá var ég ekki í vafa, því ég var þá þegar með í huga að þetta gæti verið möguleiki,“ sagði Amorim. 🚨 Rúben Amorim on chances to be new Man City manager before Man United call: “Never. Never heard from them and Man United was my only option”.“When Man Utd talked to me I had no doubts. I had already something in my mind that could be a possibility”.@BeanymanSports 🎥 pic.twitter.com/ueDrP42xV6— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 13, 2024 Samningur Peps Guardiola við City átti að renna út næsta sumar en hann skrifaði undir eins árs framlengingu eins og tilkynnt var um í síðasta mánuði. Amorim hefur ekki átt neina draumabyrjun í starfi hjá United, en að sama skapi hefur allt gengið á afturfótunum hjá City. Liðin ætti því svo sannarlega að hungra í sigur í dag. Amorim hefur stýrt United í fjórum deildarleikjum og er uppskeran aðeins fjögur stig, en auk þess hefur liðið unnið tvo leiki í Evrópudeildinni. Sé horft til síðustu tíu leikja City, í öllum keppnum, er eini sigur liðsins 3-0 sigurinn gegn Nottingham Forest fyrir tíu dögum. Um síðustu helgi gerði liðið 2-2 jafntefli við Crystal Palace og tapaði svo 2-0 gegn Juventus í Meistaradeildinni á miðvikudag. Segir City-menn á betri stað í dag „Ég hugsa aldrei um þessa hluti. Við spilum við frábært lið og ég er meira að hugsa um okkar vandræði, því við glímum við margt sjálfir,“ sagði Amorim spurður út í slæmt gengi City. „Ég einbeiti mér bara að því sem við þurfum til að vinna á sunnudaginn, og er mjög einbeittur á mitt lið,“ bætti hann við. Rétt áður en Amorim hætti með Sporting Lissabon stýrði hann liðinu til 4-1 sigurs gegn City í Meistaradeildinni. Það veitir honum þó enga hugarró núna. „Bestu liðin geta svarað fyrir sig hvenær sem er, og ég held að þeir séu á betri stað en við varðandi sinn skilning á leiknum, hvernig eigi að spila og varðandi sjálfstraust. Jafnvel eftir það sem á undan er gengið,“ sagði Amorim.
Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira