„Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar 12. febrúar 2025 06:33 Gervigreind er að umbreyta vinnumarkaðnum á algerlega nýjan hátt. Hún eykur vissulega framleiðni og skapar ný tækifæri en hún er einnig tekin að valda atvinnumissi, sérstaklega í störfum sem byggja á stöðluðum vinnubrögðum, jafnframt því að valda breytingum á störfum sem krefjast dýpri sérfræðiþekkingar. Í skýrslunni Artificial Intelligence and the Future of Work frá National Academies of Sciences, Engineering, and Medicine (2024) er dregin upp greinargóð mynd af þeim breytingum sem gætu orðið og settur fram greiningarrammi sem gagnast til að skilja betur hvert þessi þróun gæti leitt og hvernig bregðast má við henni. Formleg og óformleg þekking Ungverski vísindamaðurinn Michael Polanyi aðgreindi á sínum tíma dulda og skráða þekkingu (The Tacit Dimension, 1966). Skráð þekking (explicit knowledge) felst í skráðum upplýsingum, en dulin þekking (tacit knowledge) er vitneskja sem hvergi er skráð, er og getur aðeins verið til í hugum fólks og grundvallast á innsæi, reynslu og samskiptum. Þessi aðgreining skiptir sköpum þegar rætt er um áhrif gervigreindar á vinnumarkaðinn, þar sem vélar geta almennt tekið við mörgum störfum sem byggja á formlegri þekkingu, en hafa fram til þessa átt erfiðara með að tileinka sér dulda þekkingu, sem krefst innsæis og mannlegra samskipta. Þróun mállíkana á allra síðustu árum bendir hins vegar til þess að þetta kunni að vera að breytast og að gervigreind sé í sívaxandi mæli að ná að tileinka sér dulda þekkingu og nýta hana. Fjórar grunngerðir færni Í þessu samhengi er einnig mikilvægt að greina á milli ólíkra gerða færni. Þar er í grunninn um þrjár gerðir að ræða. Í fyrsta lagi færni í handverki, öðru lagi massasérhæfingu (mass expertise) - færni í að tileinka sér stöðluð vinnubrögð, gjarna á grunni fagmenntunar eða háskólamenntunar á tilteknu sviði, og í þriðja lagi elítusérhæfingu (elite expertise) - háþróaða sérhæfingu sem byggir á löngu háskólanámi gjarna krefst dýpra innsæis, sköpunargáfu og gagnrýninnar hugsunar. Gervigreind hefur þegar sýnt getu til að taka yfir mörg verkefni sem krefjast massasérhæfingar, en hefur fram til þessa átt erfiðara með að keppa við sérfræðinga á sviðum sem krefjast háþróaðrar elítusérhæfingar og fást til dæmis við flóknar vísindarannsóknir, snúin verkfræðileg verkefni eða listræna sköpun. Margt bendir þó til þess að þetta kunni að eiga eftir að breytast hratt. En þessu til viðbótar má færa rök að því að á tímum gervigreindar muni fjórða tegund færni öðlast stóraukið mikilvægi, en það er færnin í að bæta upp takmarkaða þekkingu eða reynslu með notkun gervigreindar. Í skýrslu National Academies er hugtakið translational expertise notað yfir þessa færni. Á íslensku mætti kannski nota orðið "þróunarfærni" yfir þessa hæfni, þ.e. hæfnina til að bæta upp eða þróa með sér þá þekkingu eða reynslu sem mann skortir sjálfan með því að nýta sér markvisst reynslu og þekkingu annarra. Tilkoma gervigreindar er líkleg til að gera þessa hæfni að lykilatriði, þótt auðvitað sé hún ekki ný af nálinni eins og hin þekkta vísa Stephans G. Stephanssonar vitnar um: Löngum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur kennarinn, kerra, plógur, hestur. Þrjár sviðsmyndir á vinnumarkaði Fyrri iðnbyltingar hafa haft mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Fyrsta iðnbyltingin, sem hófst á 18. öld, vélvæddi landbúnað og iðnað og minnkaði þörfina fyrir líkamlega vinnu. Önnur iðnbyltingin, með rafvæðingu og færiböndum, leiddi til fjöldaframleiðslu og stóraukinnar framleiðni. Þriðja iðnbyltingin grundvallaðist á tölvutækni og sjálfvirknivæðingu, sem umbreytti mörgum hefðbundnum skrifstofustörfum. Fjórða iðnbyltingin, sem byggist á gervigreind, stórgögnum (big data) og sjálfvirkum kerfum, er líkleg til að hafa í það minnsta jafn djúpstæð áhrif, en öfugt við fyrri iðnbyltingar hefur hún mun meiri áhrif á störf sem krefjast háþróaðrar sérhæfingar. Höfundar skýrslunnar leggja fram þrjár mögulegar sviðsmyndir um áhrif gervigreindar á sérfræðistörf: 1. Vægi elítusérhæfingar eykst Í fyrstu sviðsmyndinni verður gervigreind aðstoðartæki sem eykur afköst þeirra sem vinna á sviðum sem krefjast elítusérhæfingar frekar en að leysa þá af hólmi. Starfsmenn læra að vinna með gervigreind og nýta tæknina til að auka framleiðni, sem síðan skapar ný störf. Þetta gæti verið svipað og hvernig tölvur breyttu skrifstofuvinnu á seinni hluta 20. aldarinnar án þess að útrýma mannlegu vinnuframlagi. Vægi hámenntaðra starfsmanna með fullmótaða háþróaða sérhæfingu vex þá, sér í lagi vægi þeirra sem standa allra fremst á sínu sviði, en vægi starfa sem krefjast massasérhæfingar minnkar. Þetta leiðir til aukins ójöfnuðar og togstreitu á vinnumarkaði. 2. Öll sérhæfing glatar gildi sínu Í annarri sviðsmyndinni leiðir sjálfvirknivæðing til þess að flestöll sérfræðistörf hverfa, einnig þau störf sem krefjast elítusérhæfingar. Störfin sem eftir standa yrðu þá fyrst og fremst þau sem krefjast líkamlegrar vinnu. Þessi sviðsmynd grundvallast á því að gervigreind nái að vinna öll störf betur en fólk. Þessi sviðsmynd býður upp á endalausan frítíma, en til að sú framtíðarsýn verði að veruleika þurfa róttækar samfélagsbreytingar bersýnilega að eiga sér stað. Alls óvíst er að grundvallargildi lýðræðislegs markaðssamfélags, þar með talinn eignarrétturinn myndu lifa slíkar breytingar af. 3. Þróunarfærnin verður lykilatriði Í þriðju sviðsmyndinni tekur gervigreind að mestu leyti við störfum sem aðeins krefjast hæfni til að tileinka sér stöðluð vinnubrögð, en starfsfólk með grunnmenntun og einhverja framhaldsmenntun sem jafnframt hefur færni í að nýta gervigreind til að bæta sér upp það sem á vantar og getur þannig í auknum mæli tekið að sér verkefni sem áður kröfðust krafta fremstu sérfræðinganna. Sem dæmi rekja skýrsluhöfundar hvernig hjúkrunarfræðingur með framhaldsmenntun gæti með aðstoð gervigreindar fengist við mörg verkefni sem annars þyrfti sérfræðilækni til að sinna. Ólíkt fyrstu sviðsmyndinni dregur þá hins vegar úr vægi fremstu sérfræðinganna sem mestu reynsluna hafa. Hæfniþarfir framtíðarinnar Þessar sviðsmyndir hafa ólík áhrif á það hvaða hæfni skiptir mestu máli á vinnumarkaði framtíðarinnar. Verði önnur sviðsmyndin að veruleika verður í raun nánast enginn markaður fyrir sérfræðistörf til lengur og hæfni til starfa skiptir þá engu fyrir meginþorra fólks á þessu sviði, aðeins fyrir þau fáu sem þróa og stýra tæknilausnunum, að því marki sem þær taka ekki við því hlutverki sjálfar. Fyrsta sviðsmyndin kallar hins vegar á stóraukna hæfni til að nota og eiga samskipti við gervigreindarlíkön og hið sama má segja um þá þriðju. Þar er annars vegar um að ræða sérhæfða þekkingu á viðkomandi sviði og hins vegar tjáningar- og samskiptagetu og færni í bæði skapandi og gagnrýninni hugsun. Slík færni næst til dæmis með námi í bókmenntum, tungumálum, heimspeki, rökfræði og stærðfræði, til viðbótar við sérhæfða starfsþjálfun. Þannig kann tilkoma gervigreindarinnar að valda því að almenn menntun á breiðum grunni, sem vikið hefur fyrir sívaxandi áherslu á æ sérhæfðari þekkingu á þröngum sviðum, gangi nú í endurnýjun lífdaga. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Gervigreind Vinnumarkaður Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Gervigreind er að umbreyta vinnumarkaðnum á algerlega nýjan hátt. Hún eykur vissulega framleiðni og skapar ný tækifæri en hún er einnig tekin að valda atvinnumissi, sérstaklega í störfum sem byggja á stöðluðum vinnubrögðum, jafnframt því að valda breytingum á störfum sem krefjast dýpri sérfræðiþekkingar. Í skýrslunni Artificial Intelligence and the Future of Work frá National Academies of Sciences, Engineering, and Medicine (2024) er dregin upp greinargóð mynd af þeim breytingum sem gætu orðið og settur fram greiningarrammi sem gagnast til að skilja betur hvert þessi þróun gæti leitt og hvernig bregðast má við henni. Formleg og óformleg þekking Ungverski vísindamaðurinn Michael Polanyi aðgreindi á sínum tíma dulda og skráða þekkingu (The Tacit Dimension, 1966). Skráð þekking (explicit knowledge) felst í skráðum upplýsingum, en dulin þekking (tacit knowledge) er vitneskja sem hvergi er skráð, er og getur aðeins verið til í hugum fólks og grundvallast á innsæi, reynslu og samskiptum. Þessi aðgreining skiptir sköpum þegar rætt er um áhrif gervigreindar á vinnumarkaðinn, þar sem vélar geta almennt tekið við mörgum störfum sem byggja á formlegri þekkingu, en hafa fram til þessa átt erfiðara með að tileinka sér dulda þekkingu, sem krefst innsæis og mannlegra samskipta. Þróun mállíkana á allra síðustu árum bendir hins vegar til þess að þetta kunni að vera að breytast og að gervigreind sé í sívaxandi mæli að ná að tileinka sér dulda þekkingu og nýta hana. Fjórar grunngerðir færni Í þessu samhengi er einnig mikilvægt að greina á milli ólíkra gerða færni. Þar er í grunninn um þrjár gerðir að ræða. Í fyrsta lagi færni í handverki, öðru lagi massasérhæfingu (mass expertise) - færni í að tileinka sér stöðluð vinnubrögð, gjarna á grunni fagmenntunar eða háskólamenntunar á tilteknu sviði, og í þriðja lagi elítusérhæfingu (elite expertise) - háþróaða sérhæfingu sem byggir á löngu háskólanámi gjarna krefst dýpra innsæis, sköpunargáfu og gagnrýninnar hugsunar. Gervigreind hefur þegar sýnt getu til að taka yfir mörg verkefni sem krefjast massasérhæfingar, en hefur fram til þessa átt erfiðara með að keppa við sérfræðinga á sviðum sem krefjast háþróaðrar elítusérhæfingar og fást til dæmis við flóknar vísindarannsóknir, snúin verkfræðileg verkefni eða listræna sköpun. Margt bendir þó til þess að þetta kunni að eiga eftir að breytast hratt. En þessu til viðbótar má færa rök að því að á tímum gervigreindar muni fjórða tegund færni öðlast stóraukið mikilvægi, en það er færnin í að bæta upp takmarkaða þekkingu eða reynslu með notkun gervigreindar. Í skýrslu National Academies er hugtakið translational expertise notað yfir þessa færni. Á íslensku mætti kannski nota orðið "þróunarfærni" yfir þessa hæfni, þ.e. hæfnina til að bæta upp eða þróa með sér þá þekkingu eða reynslu sem mann skortir sjálfan með því að nýta sér markvisst reynslu og þekkingu annarra. Tilkoma gervigreindar er líkleg til að gera þessa hæfni að lykilatriði, þótt auðvitað sé hún ekki ný af nálinni eins og hin þekkta vísa Stephans G. Stephanssonar vitnar um: Löngum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur kennarinn, kerra, plógur, hestur. Þrjár sviðsmyndir á vinnumarkaði Fyrri iðnbyltingar hafa haft mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Fyrsta iðnbyltingin, sem hófst á 18. öld, vélvæddi landbúnað og iðnað og minnkaði þörfina fyrir líkamlega vinnu. Önnur iðnbyltingin, með rafvæðingu og færiböndum, leiddi til fjöldaframleiðslu og stóraukinnar framleiðni. Þriðja iðnbyltingin grundvallaðist á tölvutækni og sjálfvirknivæðingu, sem umbreytti mörgum hefðbundnum skrifstofustörfum. Fjórða iðnbyltingin, sem byggist á gervigreind, stórgögnum (big data) og sjálfvirkum kerfum, er líkleg til að hafa í það minnsta jafn djúpstæð áhrif, en öfugt við fyrri iðnbyltingar hefur hún mun meiri áhrif á störf sem krefjast háþróaðrar sérhæfingar. Höfundar skýrslunnar leggja fram þrjár mögulegar sviðsmyndir um áhrif gervigreindar á sérfræðistörf: 1. Vægi elítusérhæfingar eykst Í fyrstu sviðsmyndinni verður gervigreind aðstoðartæki sem eykur afköst þeirra sem vinna á sviðum sem krefjast elítusérhæfingar frekar en að leysa þá af hólmi. Starfsmenn læra að vinna með gervigreind og nýta tæknina til að auka framleiðni, sem síðan skapar ný störf. Þetta gæti verið svipað og hvernig tölvur breyttu skrifstofuvinnu á seinni hluta 20. aldarinnar án þess að útrýma mannlegu vinnuframlagi. Vægi hámenntaðra starfsmanna með fullmótaða háþróaða sérhæfingu vex þá, sér í lagi vægi þeirra sem standa allra fremst á sínu sviði, en vægi starfa sem krefjast massasérhæfingar minnkar. Þetta leiðir til aukins ójöfnuðar og togstreitu á vinnumarkaði. 2. Öll sérhæfing glatar gildi sínu Í annarri sviðsmyndinni leiðir sjálfvirknivæðing til þess að flestöll sérfræðistörf hverfa, einnig þau störf sem krefjast elítusérhæfingar. Störfin sem eftir standa yrðu þá fyrst og fremst þau sem krefjast líkamlegrar vinnu. Þessi sviðsmynd grundvallast á því að gervigreind nái að vinna öll störf betur en fólk. Þessi sviðsmynd býður upp á endalausan frítíma, en til að sú framtíðarsýn verði að veruleika þurfa róttækar samfélagsbreytingar bersýnilega að eiga sér stað. Alls óvíst er að grundvallargildi lýðræðislegs markaðssamfélags, þar með talinn eignarrétturinn myndu lifa slíkar breytingar af. 3. Þróunarfærnin verður lykilatriði Í þriðju sviðsmyndinni tekur gervigreind að mestu leyti við störfum sem aðeins krefjast hæfni til að tileinka sér stöðluð vinnubrögð, en starfsfólk með grunnmenntun og einhverja framhaldsmenntun sem jafnframt hefur færni í að nýta gervigreind til að bæta sér upp það sem á vantar og getur þannig í auknum mæli tekið að sér verkefni sem áður kröfðust krafta fremstu sérfræðinganna. Sem dæmi rekja skýrsluhöfundar hvernig hjúkrunarfræðingur með framhaldsmenntun gæti með aðstoð gervigreindar fengist við mörg verkefni sem annars þyrfti sérfræðilækni til að sinna. Ólíkt fyrstu sviðsmyndinni dregur þá hins vegar úr vægi fremstu sérfræðinganna sem mestu reynsluna hafa. Hæfniþarfir framtíðarinnar Þessar sviðsmyndir hafa ólík áhrif á það hvaða hæfni skiptir mestu máli á vinnumarkaði framtíðarinnar. Verði önnur sviðsmyndin að veruleika verður í raun nánast enginn markaður fyrir sérfræðistörf til lengur og hæfni til starfa skiptir þá engu fyrir meginþorra fólks á þessu sviði, aðeins fyrir þau fáu sem þróa og stýra tæknilausnunum, að því marki sem þær taka ekki við því hlutverki sjálfar. Fyrsta sviðsmyndin kallar hins vegar á stóraukna hæfni til að nota og eiga samskipti við gervigreindarlíkön og hið sama má segja um þá þriðju. Þar er annars vegar um að ræða sérhæfða þekkingu á viðkomandi sviði og hins vegar tjáningar- og samskiptagetu og færni í bæði skapandi og gagnrýninni hugsun. Slík færni næst til dæmis með námi í bókmenntum, tungumálum, heimspeki, rökfræði og stærðfræði, til viðbótar við sérhæfða starfsþjálfun. Þannig kann tilkoma gervigreindarinnar að valda því að almenn menntun á breiðum grunni, sem vikið hefur fyrir sívaxandi áherslu á æ sérhæfðari þekkingu á þröngum sviðum, gangi nú í endurnýjun lífdaga. Höfundur er hagfræðingur.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun