Vinnumarkaður

Fréttamynd

Vilja móta sam­fé­lagið í þágu vinnandi fólks

Forsætisráðherra lagði áherslu á samvinnu stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar í ávarpi sínu á Verkalýðsdaginn. Flokkar líkt og Samfylkingin þurfi áframhaldandi stuðning til að starfa í þágu vinnandi fólks.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er mikill merkis­dagur fyrir okkur“

Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins er í dag. Af því tilefni verða kröfugöngur og dagskrá um land allt. Verkalýðsleiðtogi segir enn ýmislegt til að berjast fyrir og að dagurinn sé gríðarlega mikilvægur. 

Innlent
Fréttamynd

Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt and­leg veikindi

Lögmaður aðstandenda Sólons heitins Guðmundssonar fer hörðum orðum um Icelandair, sem hann segir ekki hafa tekið með réttum hætti á einelti í garð Sólons á vinnustaðnum. Icelandair hafi stillt honum upp við vegg og hann sagt upp störfum í kjölfarið. Tveimur dögum síðar svipti Sólon sig lífi. Þá hafi hann verið látinn fljúga þrátt fyrir að vera vansvefta og með stuttan þráð vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Vinnu­staðir fatlaðs fólks

Fatlað fólk er oft með léleg laun og fá minni tækifæri en aðrir.Þegar fatlað fólk vinnur á vernduðum vinnustöðum er oft talað barnalega við það.

Skoðun
Fréttamynd

Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja

„Við þekktum hana samt ekki neitt. Bara gúggluðum lögfræðing og gervigreind og nafnið hennar var það eina sem kom upp,“ segir Bjarni Bragi Jónsson um það hvernig það kom til að hann og meðstofnandi hans að Raxiom, Ágúst Heiðar Gunnarsson, fengu til liðs við sig Thelmu Christel Kristjánsdóttur lögmann. Sem þeir telja í dag sem einn af meðstofnendum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Stjórn­endur ekki að hvetja starfs­fólk til að nýta gervi­greindina enda kynslóðamunur á not­endum

„Það sem kemur mest á óvart er að stjórnendur eru ekki að nota gervigreind meira en starfsfólk. Það gildir bæði þegar spurt er um gervigreind og spunagreind. Rúmlega fimmtungur starfandi fólks segist hafa notað spunagreind oft á síðustu þremur mánuðum til að leysa vinnutengd verkefni, karlar í meira mæli en konur og ung fólk meira en eldra,“ segir Tómas Bjarnason, sviðsstjóri stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Ekki mikill sparnaður í að segja upp fag­fólki

Formaður MATVÍS félags iðnaðarmanna í matvæla- og veitingageiranum furðar sig á því að því að faglærðum þjóni hafi verið sagt upp einum þjóna á hóteli í Reykjavík. Það sé ekki sparnaður að segja upp menntuðu fólki.

Innlent
Fréttamynd

Sá eini fagmenntaði missti vinnuna

„Þetta er alls ekki góð þróun. Það er eins og veitingahúsaeigendum sé orðið alveg sama um fegurðina, og upplifunina sem fólk sækist eftir þegar það fer út að borða. Það er bara verið að hugsa um söluna og gróðann,“ segir Ragnar Þór Antonsson. 

Innlent
Fréttamynd

Laun kvenna og karla

Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um launamun kvenna og karla.

Skoðun
Fréttamynd

Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til út­landa

„Það sem er athyglisvert er að fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda í fimm ár eða lengur. Og spurningin er þá: Ef svo verður, mun þetta fólk snúa til baka?“ spyr Trausti Haraldsson framkvæmdastjóri rannsóknarfyrirtækisins Prósent.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Á­skoranir og tæki­færi alþjóða­við­skipta á óvissutímum

Útflutningur er ein grunnstoða íslensks efnahagslífs og gegnir lykilhlutverki í að skapa gjaldeyristekjur, atvinnu og efnahagslegan stöðugleika. Lítill innanlandsmarkaður þýðir að íslensk fyrirtæki eru í auknum mæli háð því að selja vörur og þjónustu erlendis til að vaxa og eflast sem hvetur til nýsköpunar og alþjóðlegrar samkeppnishæfni.

Skoðun
Fréttamynd

Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum

Sjö starfsmönnum Rauða krossins hefur verið sagt upp þar sem að samningur Rauða krossins við Vinnumálastofnun um félagslegan stuðning fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd verður ekki endurnýjaður.

Innlent
Fréttamynd

Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verka­lýðs­fé­laga

ASÍ, Efling og SGS kvörtuðu í dag til  Samkeppniseftirlitins vegna meintra samkeppnislagabrota fyrirtækja á veitingamarkaði. Þau halda því fram að SVEIT hafi stofnað gervistéttarfélag til að veikja kjör launafólks og samið svo við það. Eftirlitið hefur ákveðið að taka málið til skoðunar. Formaður Eflingar segir um að ræða eitt alvarlegasta mál sinnar tegundar.

Innlent
Fréttamynd

Vill hefja undir­búning næstu kjara­samninga strax

Halla Gunnarsdóttir, nýkjörinn formaður VR með tæplega helming atkvæða, segist vilja hefja undirbúning fyrir gerð næstu kjarasamninga strax eftir aðalfund félagsins í lok mars. Nauðsynlegt sé að fylgja eftir loforðum stjórnvalda og stórfyrirtækja um að halda aftur af verðhækkunum og fara meitluð inn í næstu kjaraviðræður.

Innlent