Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar 23. janúar 2026 14:33 Algengt umkvörtunarefni landsmanna er að almennir frídagar séu nær allir á fyrri hluta ársins og að sumri, en engir seinni hluta árs ef frá eru taldir örfáir frídagar í kringum jól og áramót. Og það sem meira er, þá eru tveir frídaganna um jól og áramót aðeins hálfir (annað umkvörtunarefni!). Löngum hefur heyrst að gera þurfi bragarbót á, með nýjum frídögum að hausti eða vetri. Eins og sjá má á yfirlitinu til hliðar er sannarlega tímabil ár hvert þar sem frídagar eru engir, einmitt á þeim hluta ársins þar sem annríki landsmanna er hvað mest og dagarnir stystir. En ef við myndum setja á nýja frídaga, hvaða dagar ættu helst að koma til greina, hver er tilgangurinn með nýjum frídögum fyrir samfélagið, og eiga nýjum frídögum að fylgja nýjar hefðir? Ég vil leggja til tvo frídaga, annan nýjan og annan sem er gamall en er gufaður upp. Tilgangur beggja yrði að minnast atburða í sögu landsmanna og halda mikilvægum gildum landsmanna í heiðri. Nýr frídagur: 200 mílna dagurinn Hinn nýi frídagur yrði 15. október, og mætti kalla 200 mílna daginn. Þessi dagsetning er að mestu gleymd, en þennan dag árið 1975 lýstu íslensk stjórnvöld einhliða (með reglugerð) yfir að í kringum Ísland gilti 200 mílna fiskveiðilögsaga; með því var erlendum skipum bannað að veiða innan þessa svæðis. Hófst þá nýtt þorskastríð, eitt af nokkrum, en sem fyrr voru það Bretar sem höfðu sig mest í frammi. Þorskastríðin höfðu mikilvægan tilgang fyrir íslenskt samfélag: Að ná stjórn á nýtingu fiskistofna í kringum landið, bæði gagnvart innlendum útgerðum og erlendum. Einnig var markmiðið að tryggja að ágóðinn af fiskveiðum rynni inn í íslenskt hagkerfi og samfélag fremur en til erlendra útgerða, sem er alls ekki síðra markmið. Fyrir tiltölulega lítið samfélag sem er ríkt af auðlindum og umkringt stóru hafsvæði var og er mikilvægt að hafa arð af auðlindum sínum. Baráttan hófst má segja á fimmta áratug síðustu aldar og markinu var náð 1976, þegar Bretland viðurkenndi 200 mílurnar. Það tók þannig áratugi fyrir hið nýlega sjálfstæða Ísland að ná undirtökunum í þessari deilu við gömul stórveldi; það kostaði þrautseigju og samstöðu landsmanna – þótt brothætt væri á köflum – auk baráttu á hafinu og í landi til að ná markmiðinu. Aðrar þjóðir áttu í sams konar baráttu á sama tíma, sem Ísland naut góðs af og öfugt. Með því að gera 15. október að frídegi opnast tækifæri til að minnast sögulegs og mikilvægs áfanga í sögu landsmanna, en líka minna okkur á að stjórn yfir fiskimiðunum er ekki sjálfsögð. 1. desember: Fullveldisdagurinn Hinn eldri frídagur yrði 1. desember, en eins og vel er kunnugt varð Ísland fullvalda ríki þann dag árið 1918, þegar sambandslagasamningurinn við Danmörku tók gildi. Með þessum samningi var viðurkennt að Ísland væri ríki út af fyrir sig, með sín eigin lög, stjórnkerfi og stofnanir. Um aldir höfðu erlend öfl – einkum dönsk – haft ítök í stjórnun landsins, mismikil eftir tímabilum, en nú skyldi því ljúka. Völdin voru í höndum landsmanna, sem stýrðu nú ferðinni: Á komandi árum nýttu þjóðkjörin stjórnvöld sér þetta, settu upp innlendar stofnanir, sem tóku þar með stjórn á mikilvægum málum, sem sést t.d. á stofnun Hæstaréttar 1920, þegar Landsbankinn tók yfir gjaldeyrismál 1927, og þegar Landspítalinn var stofnsettur 1930. Að koma skikki á stjórnun ungs ríkis sem þar að auki stóð frammi fyrir sívaxandi mannfjölgun og tæknibreytingum reyndist erfitt en ekki ómögulegt. Sjálfsákvörðunarréttur landsmanna, auk mikilla framfara í tækniþekkingu og velferðarkerfi, hafa skilað sér í mjög miklum lífsgæðum og velferð landsmanna á löngum tíma. Alþjóðlegar skuldbindingar okkar hafa líka, á köflum, knúið okkur til að gera betur. Enginn er eyland. 1. desember er þannig mikilvæg dagsetning í sögu landsmanna, en segja má að þessi dagur sé ámóta mikilvægur og 17. júní, þegar sjálfstæði frá dönsku krúnunni var lýst yfir og Ísland valdi sér eigin þjóðhöfðingja. Fullveldisdagurinn ruddi brautina fyrir sjálfstæðisdeginum, um aldarfjórðungi síðar, 1944. Nýlega stakk Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, upp á að 1. desember yrði gerður að frídegi, með þeim orðum að hann hafi „markað kaflaskil í lífi þjóðarinnar“, sem eru orð að sönnu. En raunin er sú að þessa dags er vart minnst núorðið í opinberu lífi landsmanna, áfanginn sem náðist 1918 er hægt og rólega að gleymast. Það var samt ekki alltaf svo: Fyrir meira en öld komu stúdentar upp þeirri hefð að minnast dagsins með því að leggja blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar forseta, en auk þess var gefið frí í skólum. Vissar stéttir, verslunarfólk og opinberir starfsmenn, áttu frí. Þá var hátíðardagskrá í stærri byggðarlögum landsins, auk þess sem Ríkisútvarpið var sömuleiðis með hátíðardagskrá. En þessar hefðir lögðust af í tímans rás: Kjararáð ákvað 1963 að verslunarfólk og opinberir starfsmenn fengju ekki frí þennan dag og 1995 var samið um að kennt væri á þessum degi. Ríkisútvarpið minnist þó dagsins ávallt á einhvern máta og stúdentar leggja af og til blómsveig. Við minnumst núorðið varla þessa dags og fyrir vikið gleymist í tímans rás merking fullveldis og áfanganum sem dagurinn stendur fyrir, og hann verður aðeins einn af skammdegisdögum ársins. Kannski er þetta hængurinn á 1. desember – við höfum misst sjónar á innihaldi þess hvað fullveldi þýðir í samtímanum, því lítum á það sem sjálfsagt. En atburðir í kringum okkur á liðnum árum ættu að fá okkur til að staldra við: Sjálfstæði smáríkis eins og Íslands er ekki sjálfsagt, og sjálfstæði þarf að verja. Frídagar, hátíðarhöld og sameiginlegt minni Um þessar mundir eiga sér stað gríðarlegar breytingar á samskiptum ríkja. Ólga fer vaxandi, og sjálfstæði og fullveldi ríkja er ógnað af hálfu öflugra ríkja, en nærtækast er að benda á stríðið í Úkraínu, hótanir gegn Grænlandi og innrásina í Venesúela sem dæmi. Þá ríkir ófriður í mið-Austurlöndum. Að smáríki eins og Ísland sé sjálfstætt – með eigin þjóðhöfðingja – og fullvalda – með eigin lög og stofnanir – í óöruggum heimi er langt í frá sjálfsagt. Fullveldi og sjálfstæði þýðir að við stýrum okkur sjálf hvað varðar mikilvæg mál samfélagsins, eins um þau lög sem gilda, dómskerfi, gjaldmiðil, reglur í viðskiptum, tilhögun menntunar, inniviði eins og virkjanir og vegakerfi, en einnig nýtingu náttúruauðlinda almennt líkt og fiskistofna og orku. Fyrir sérhvert ríki er stjórn á þessum málum lykilatriði (að teknu tilliti til alþjóðlegra sáttmála og samstarfs við önnur ríki, sem ríkin geta sagt sig frá). Ísland er ríkt af auðlindum – og um hluta þeirra snerust einmitt þorskastríðin. Nú þegar vegið er að sjálfstæði minni ríkja af hálfu öflugra ríkja þurfa þau smærri að bregðast við, þjappa sér saman og í kringum sinn sjálfsstjórnarrétt, minna á sín gildi, ásamt því að efla samvinnu við trygg ríki. Það er þó ekki aðeins stjórnmálafólks og erindreka að gera það, heldur einnig borgaranna og þar leika frí- og hátíðisdagar hlutverk: Þeir hafa þann tilgang að viðhalda sameiginlegum skilningi á hver við erum og á gildum okkar. Það er nauðsynlegt að minna á, annars fyrnist það. Í ljósi vaxandi óöryggis í heiminum eigum við að skipulega minnast þeirra tímamóta sem urðu með útfærslunni í 200 mílna fiskveiðilögsögu 1975 og þegar Ísland varð fullvalda 1918. Á tímum þegar að smáríkjum, líkt og okkar, er þrengt veitir ekki af að minna hvert annað reglulega á að fullveldi og sjálfstæði hafa merkingu í daglegu lífi okkar. Að gera 15. október og 1. desember að frídögum og skipuleggja hátíðarhöld til samræmis myndi hjálpa til við að þjappa okkur í kringum sjálfstæði okkar og fullveldi og minna á mikilvæg tengsl við bandalagsríki. Höfundur er stjórnarmaður í Öldu – félagi um sjálfbærni og lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Sjá meira
Algengt umkvörtunarefni landsmanna er að almennir frídagar séu nær allir á fyrri hluta ársins og að sumri, en engir seinni hluta árs ef frá eru taldir örfáir frídagar í kringum jól og áramót. Og það sem meira er, þá eru tveir frídaganna um jól og áramót aðeins hálfir (annað umkvörtunarefni!). Löngum hefur heyrst að gera þurfi bragarbót á, með nýjum frídögum að hausti eða vetri. Eins og sjá má á yfirlitinu til hliðar er sannarlega tímabil ár hvert þar sem frídagar eru engir, einmitt á þeim hluta ársins þar sem annríki landsmanna er hvað mest og dagarnir stystir. En ef við myndum setja á nýja frídaga, hvaða dagar ættu helst að koma til greina, hver er tilgangurinn með nýjum frídögum fyrir samfélagið, og eiga nýjum frídögum að fylgja nýjar hefðir? Ég vil leggja til tvo frídaga, annan nýjan og annan sem er gamall en er gufaður upp. Tilgangur beggja yrði að minnast atburða í sögu landsmanna og halda mikilvægum gildum landsmanna í heiðri. Nýr frídagur: 200 mílna dagurinn Hinn nýi frídagur yrði 15. október, og mætti kalla 200 mílna daginn. Þessi dagsetning er að mestu gleymd, en þennan dag árið 1975 lýstu íslensk stjórnvöld einhliða (með reglugerð) yfir að í kringum Ísland gilti 200 mílna fiskveiðilögsaga; með því var erlendum skipum bannað að veiða innan þessa svæðis. Hófst þá nýtt þorskastríð, eitt af nokkrum, en sem fyrr voru það Bretar sem höfðu sig mest í frammi. Þorskastríðin höfðu mikilvægan tilgang fyrir íslenskt samfélag: Að ná stjórn á nýtingu fiskistofna í kringum landið, bæði gagnvart innlendum útgerðum og erlendum. Einnig var markmiðið að tryggja að ágóðinn af fiskveiðum rynni inn í íslenskt hagkerfi og samfélag fremur en til erlendra útgerða, sem er alls ekki síðra markmið. Fyrir tiltölulega lítið samfélag sem er ríkt af auðlindum og umkringt stóru hafsvæði var og er mikilvægt að hafa arð af auðlindum sínum. Baráttan hófst má segja á fimmta áratug síðustu aldar og markinu var náð 1976, þegar Bretland viðurkenndi 200 mílurnar. Það tók þannig áratugi fyrir hið nýlega sjálfstæða Ísland að ná undirtökunum í þessari deilu við gömul stórveldi; það kostaði þrautseigju og samstöðu landsmanna – þótt brothætt væri á köflum – auk baráttu á hafinu og í landi til að ná markmiðinu. Aðrar þjóðir áttu í sams konar baráttu á sama tíma, sem Ísland naut góðs af og öfugt. Með því að gera 15. október að frídegi opnast tækifæri til að minnast sögulegs og mikilvægs áfanga í sögu landsmanna, en líka minna okkur á að stjórn yfir fiskimiðunum er ekki sjálfsögð. 1. desember: Fullveldisdagurinn Hinn eldri frídagur yrði 1. desember, en eins og vel er kunnugt varð Ísland fullvalda ríki þann dag árið 1918, þegar sambandslagasamningurinn við Danmörku tók gildi. Með þessum samningi var viðurkennt að Ísland væri ríki út af fyrir sig, með sín eigin lög, stjórnkerfi og stofnanir. Um aldir höfðu erlend öfl – einkum dönsk – haft ítök í stjórnun landsins, mismikil eftir tímabilum, en nú skyldi því ljúka. Völdin voru í höndum landsmanna, sem stýrðu nú ferðinni: Á komandi árum nýttu þjóðkjörin stjórnvöld sér þetta, settu upp innlendar stofnanir, sem tóku þar með stjórn á mikilvægum málum, sem sést t.d. á stofnun Hæstaréttar 1920, þegar Landsbankinn tók yfir gjaldeyrismál 1927, og þegar Landspítalinn var stofnsettur 1930. Að koma skikki á stjórnun ungs ríkis sem þar að auki stóð frammi fyrir sívaxandi mannfjölgun og tæknibreytingum reyndist erfitt en ekki ómögulegt. Sjálfsákvörðunarréttur landsmanna, auk mikilla framfara í tækniþekkingu og velferðarkerfi, hafa skilað sér í mjög miklum lífsgæðum og velferð landsmanna á löngum tíma. Alþjóðlegar skuldbindingar okkar hafa líka, á köflum, knúið okkur til að gera betur. Enginn er eyland. 1. desember er þannig mikilvæg dagsetning í sögu landsmanna, en segja má að þessi dagur sé ámóta mikilvægur og 17. júní, þegar sjálfstæði frá dönsku krúnunni var lýst yfir og Ísland valdi sér eigin þjóðhöfðingja. Fullveldisdagurinn ruddi brautina fyrir sjálfstæðisdeginum, um aldarfjórðungi síðar, 1944. Nýlega stakk Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, upp á að 1. desember yrði gerður að frídegi, með þeim orðum að hann hafi „markað kaflaskil í lífi þjóðarinnar“, sem eru orð að sönnu. En raunin er sú að þessa dags er vart minnst núorðið í opinberu lífi landsmanna, áfanginn sem náðist 1918 er hægt og rólega að gleymast. Það var samt ekki alltaf svo: Fyrir meira en öld komu stúdentar upp þeirri hefð að minnast dagsins með því að leggja blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar forseta, en auk þess var gefið frí í skólum. Vissar stéttir, verslunarfólk og opinberir starfsmenn, áttu frí. Þá var hátíðardagskrá í stærri byggðarlögum landsins, auk þess sem Ríkisútvarpið var sömuleiðis með hátíðardagskrá. En þessar hefðir lögðust af í tímans rás: Kjararáð ákvað 1963 að verslunarfólk og opinberir starfsmenn fengju ekki frí þennan dag og 1995 var samið um að kennt væri á þessum degi. Ríkisútvarpið minnist þó dagsins ávallt á einhvern máta og stúdentar leggja af og til blómsveig. Við minnumst núorðið varla þessa dags og fyrir vikið gleymist í tímans rás merking fullveldis og áfanganum sem dagurinn stendur fyrir, og hann verður aðeins einn af skammdegisdögum ársins. Kannski er þetta hængurinn á 1. desember – við höfum misst sjónar á innihaldi þess hvað fullveldi þýðir í samtímanum, því lítum á það sem sjálfsagt. En atburðir í kringum okkur á liðnum árum ættu að fá okkur til að staldra við: Sjálfstæði smáríkis eins og Íslands er ekki sjálfsagt, og sjálfstæði þarf að verja. Frídagar, hátíðarhöld og sameiginlegt minni Um þessar mundir eiga sér stað gríðarlegar breytingar á samskiptum ríkja. Ólga fer vaxandi, og sjálfstæði og fullveldi ríkja er ógnað af hálfu öflugra ríkja, en nærtækast er að benda á stríðið í Úkraínu, hótanir gegn Grænlandi og innrásina í Venesúela sem dæmi. Þá ríkir ófriður í mið-Austurlöndum. Að smáríki eins og Ísland sé sjálfstætt – með eigin þjóðhöfðingja – og fullvalda – með eigin lög og stofnanir – í óöruggum heimi er langt í frá sjálfsagt. Fullveldi og sjálfstæði þýðir að við stýrum okkur sjálf hvað varðar mikilvæg mál samfélagsins, eins um þau lög sem gilda, dómskerfi, gjaldmiðil, reglur í viðskiptum, tilhögun menntunar, inniviði eins og virkjanir og vegakerfi, en einnig nýtingu náttúruauðlinda almennt líkt og fiskistofna og orku. Fyrir sérhvert ríki er stjórn á þessum málum lykilatriði (að teknu tilliti til alþjóðlegra sáttmála og samstarfs við önnur ríki, sem ríkin geta sagt sig frá). Ísland er ríkt af auðlindum – og um hluta þeirra snerust einmitt þorskastríðin. Nú þegar vegið er að sjálfstæði minni ríkja af hálfu öflugra ríkja þurfa þau smærri að bregðast við, þjappa sér saman og í kringum sinn sjálfsstjórnarrétt, minna á sín gildi, ásamt því að efla samvinnu við trygg ríki. Það er þó ekki aðeins stjórnmálafólks og erindreka að gera það, heldur einnig borgaranna og þar leika frí- og hátíðisdagar hlutverk: Þeir hafa þann tilgang að viðhalda sameiginlegum skilningi á hver við erum og á gildum okkar. Það er nauðsynlegt að minna á, annars fyrnist það. Í ljósi vaxandi óöryggis í heiminum eigum við að skipulega minnast þeirra tímamóta sem urðu með útfærslunni í 200 mílna fiskveiðilögsögu 1975 og þegar Ísland varð fullvalda 1918. Á tímum þegar að smáríkjum, líkt og okkar, er þrengt veitir ekki af að minna hvert annað reglulega á að fullveldi og sjálfstæði hafa merkingu í daglegu lífi okkar. Að gera 15. október og 1. desember að frídögum og skipuleggja hátíðarhöld til samræmis myndi hjálpa til við að þjappa okkur í kringum sjálfstæði okkar og fullveldi og minna á mikilvæg tengsl við bandalagsríki. Höfundur er stjórnarmaður í Öldu – félagi um sjálfbærni og lýðræði.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun