Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. mars 2025 14:03 Með því að standa ekki við skuldbindingar sínar um að verja fjármagni sem nemur tilteknu hlutfalli af landsframleiðslu til varnarmála sinna undanfarna áratugi hafa evrópsk aðildarríki NATO ekki staðið við varnarskuldbindingar sínar gagnvart bandalaginu samkvæmt 5. grein stofnsáttmála þess um að árás á eitt ríkið jafngildi árás á þau öll. Þar með talið gagnvart Bandaríkjunum sem hafa fyrir vikið þurft að axla ábyrgð í þeim efnum langt umfram það sem til stóð. Hver Bandaríkjaforsetinn á fætur öðrum, bæði úr röðum demókrata og repúblikana, hefur á liðnum árum og áratugum gagnrýnt Evrópuríki fyrir það að standa ekki við lágmarksskuldbindingar sínar um fjárframlög til varnarmála þegar kemur að aðild þeirra að NATO þó þeir hafi komið gagnrýni sinni á framfæri á mun dannaðri hátt en Donald Trump. Sjálfir standa Bandaríkjamenn undir miklum meirihluta reksturs varnarbandalagsins og hafa gert áratugum saman. Takmarkað gagn er vitanlega að því að segjast reiðubúinn til þess að koma öðrum aðildarríkjum NATO til varnar þegar viðkomandi hefur í raun og veru alls enga burði til þess og getur ekki einu sinni varið sig sjálfan. Trump fann ekki upp þessa gagnrýni sem á auðvitað fyllilega rétt á sér og átt mjög lengi. Þolinmæði Bandaríkjamanna er í raun löngu þrotin í þessum efnum og hefur núverandi Bandaríkjaforseti einfaldlega gert þá gagnrýni að sinni og nýtt sér hana. Furðulegt hefur verið að horfa upp á forystumenn evrópskra aðildarríkja NATO gagnrýna Bandaríkin fyrir það að ætla ekki að standa við varnarskuldbindingar sínar gagnvart þeim þegar fyrir liggur að þau hafa sjálf ekki staðið við sínar skuldbindingar áratugum saman. Útspil Bandaríkjamanna er einfaldlega viðbrögð við því. Evrópuríkin eru eins og ofdekraðir unglingar sem vilja fá allt upp í hendurnar og bregðast svo hinir verstu við þegar loks á að setja þeim eðlileg mörk. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson NATO Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Með því að standa ekki við skuldbindingar sínar um að verja fjármagni sem nemur tilteknu hlutfalli af landsframleiðslu til varnarmála sinna undanfarna áratugi hafa evrópsk aðildarríki NATO ekki staðið við varnarskuldbindingar sínar gagnvart bandalaginu samkvæmt 5. grein stofnsáttmála þess um að árás á eitt ríkið jafngildi árás á þau öll. Þar með talið gagnvart Bandaríkjunum sem hafa fyrir vikið þurft að axla ábyrgð í þeim efnum langt umfram það sem til stóð. Hver Bandaríkjaforsetinn á fætur öðrum, bæði úr röðum demókrata og repúblikana, hefur á liðnum árum og áratugum gagnrýnt Evrópuríki fyrir það að standa ekki við lágmarksskuldbindingar sínar um fjárframlög til varnarmála þegar kemur að aðild þeirra að NATO þó þeir hafi komið gagnrýni sinni á framfæri á mun dannaðri hátt en Donald Trump. Sjálfir standa Bandaríkjamenn undir miklum meirihluta reksturs varnarbandalagsins og hafa gert áratugum saman. Takmarkað gagn er vitanlega að því að segjast reiðubúinn til þess að koma öðrum aðildarríkjum NATO til varnar þegar viðkomandi hefur í raun og veru alls enga burði til þess og getur ekki einu sinni varið sig sjálfan. Trump fann ekki upp þessa gagnrýni sem á auðvitað fyllilega rétt á sér og átt mjög lengi. Þolinmæði Bandaríkjamanna er í raun löngu þrotin í þessum efnum og hefur núverandi Bandaríkjaforseti einfaldlega gert þá gagnrýni að sinni og nýtt sér hana. Furðulegt hefur verið að horfa upp á forystumenn evrópskra aðildarríkja NATO gagnrýna Bandaríkin fyrir það að ætla ekki að standa við varnarskuldbindingar sínar gagnvart þeim þegar fyrir liggur að þau hafa sjálf ekki staðið við sínar skuldbindingar áratugum saman. Útspil Bandaríkjamanna er einfaldlega viðbrögð við því. Evrópuríkin eru eins og ofdekraðir unglingar sem vilja fá allt upp í hendurnar og bregðast svo hinir verstu við þegar loks á að setja þeim eðlileg mörk. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar